Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 9
pétur tók þá upp gripi sína og fór að skoða þá.
Leit hann þá í spegilinn og sagði: „Það vildi ég að
ég sæi nú hvert ég á að fara.“ Birtist þá í speglinum
rr>ynd af stórri og fallegri konungshöll. Breiddi hann
Þá út teppið, settist á það og nefndi konungshöllina.
Öðara lyftist teppið upp, og sveif óðfluga gegnum
l°ftið, uns það staðnæmdist fyrir framan konungs-
höllina. Gekk Pétur inn og spurði, hvort hann gæti
fengið nokkra atvinnu. Var honum þá fenginn sá
starfi að gæta nautgripa konungsins. Ekki hafði hann
hátt kaup, aðeins nokkra eirskildinga um mánuðinn.
Pn hann breytti þeim í gullpeninga með stafnum sín-
Urnum, og sendi móður sinni alltaf helminginn.
Pannig liðu nokkur ár og varð Pétur vel þokkaður
af öllum fyrir hjálpsemi sína og gott viðmót. Fékk
hann seinna stöðu sem þjónn í höllinni, og þótti hon-
Ufn það vegsauki, því að konungurinn þótti vandur á
verkafólk sitt.
Konungurinn átti dóttur eina, forkunnar fagra. Var
hún á sama aldri og Pétur. Hafði hún þá þegar feng-
'3 marga biðla, en allir höfðu þeir fengið afsvar. Svo
bar við eitt sinn, þá er konungsdóttir var 18 vetra,
að fólk sá hóp af stórum fuglum koma fljúgandi í
f arska. Þegar þeir komu nær, sáu menn að þetta
voru ekki fuglar, heldur stórir vængjaðir hestar, og
sat maður á hverjum. Staðnæmdust þeir fyrir framan
höllina og stigu mennirnir þar af baki og gengu inn.
Voru þeir miklir vexti, og voru höfuð þeirra alveg
hnöttótt og fullt eins stór og skrokkurinn: Voru þeir
°9 heiðgulir á hörund. Var einn þeirra mestur vexti,
°9 hafði hann kórónu mikla á höfðinu. Sá gekk fyrir
konung og mælti: „Ég er Teitur konungur í tunglinu,
°g er hingað kominn ásamt 12 ráðgjöfum mínum til
Þess að biðja dóttur þinnar, og þykist ég vita, að þú
^unir ekki hafna svo göfugu gjaforði."
Konungur varð vandræðalegur og kvað dóttur sína
skyldu ráða því. Var nú kailað á meyna, og er hún
heyrði hvað um var að vera, þvertók hún með öllu
fyrir þann ráðahag. Varð Teitur hinn reiðasti, og
sagði að þau skyldu hittast seinna, og þá skyldi hún
Slá, hver ráðin hefði. Hélt hann síðan á braut með
fylgdarmönnum sínum.
Svo bar til eitt sinn nokkru seinna, að konungs-
öóttir var á skemmtigöngu í aldingarði sínum ásamt
Þirðmey sinni. Kólnaði þá í veðri, og bað hún þern-
una að skreppa inn og sækja yfirhöfn hennar. Hún
Þl'óp inn, en er hún kom aftur var konungsdóttir
Þorfin. Var hennar leitað víða, en árangurslaust. Lét
konungur þá það boð út ganga, að hver sá sem fyndi
Þana, skyldi fá hana fyrir konu, og konungsríkið eftir
sinn dag. Margir göfugir riddarar fóru að leita henn-
ar> en ailt kom fyrir ekki. Mundi þá Pétur eftir spegl-
'num, tók hann upp og leit í hann og óskaði að hann
sæi þann stað sem konungsdóttirin væri geymd á.
Kom þá ( Ijós mynd af tunglinu. Pétur tók þá teppið,
Hvar er hættulegi ræninginn, sem han-
inn er aS verja hænurnar sinar fyrir?
V-------------------------------------------------
settist á það og nefndi tunglið. Tókst teppið þá á
loft, og staðnæmdist ekki fyrr en inni í höll tunglkon-
ungsins. Sat konungsdóttir þar grátandi f stórum sal,
og var klædd í dýrlegan brúðkaupsskrúða. Varð hún
bæði hissa og afar fegin, þegar Pétur kom. Sagði
hún, að þegar hirðmeyian hefði farið inn, hefði hún
ekki vitað fyrri til en Teitur hefði komið á vængja-
hesti. Hafði hann gripið sig og flogið með sig upp
í tunglið. Ætti brúðkaup þeirra að fara fram eftir eina
klukkustund, og bráðum mundi Teitur koma að sækja
hana.
í þessu var hurðinni hrundið upp, og inn kom Teit-
ur konungur. Þegar hann sá Pétur varð hann æfur
af reiði, og æpti: „Hver ert þú, hinn armi þræll, sem
gerist ‘svo djarfur að brjótast inn í herbergi unnustu
minnar? Þeirrar svívirðingar skal hefnt verða.“ Að
svo mæltu réðist hann á móti Pétri með brugðið
sverð. Konungsdóttir hljóðaði upp af hræðslu, og
hélt að nú væri öll von úti. En Pétur tók upp stafinn
sinn, og sló í Teit og sagði: „Hókus, Pókus“. Stirðn-
aði Teitur þá upp og varð að gullkarli, og stendur
hann enn í sömu sporum. Síðan hefur tunglið gulls-
lit.
En Pétur og konungsdóttir settust á teppið og
flugu aftur ofan á jörðina. Urðu allir fegnir komu
þeirra, og eftir nokkurn tíma héldu þau brúðkaup sitt
með mikilli dýrð. Nokkru seinna hætti gamli konung-
urinn stjórnarstörfum, og fékk völdin í hendur Pétri
tengdasyni sínum, og gerðist hann dugandi konung-
ur og var elskaður af öllum þegnum sínum. Lét hann
þá senda eftir móður sinni, og átti hún góða daga
það sem eftir var ævinnar. Hjónaband Péturs og kon-
ungsdóttur varð hið farsælasta og áttu þau börn og
buru, og lýkur svo sögunni.
MUNIÐ: GJALDDAGI BLAÐSINS VAR 1. APRÍL S.L.