Æskan - 01.04.1975, Page 11
Svanhvít breiSir út dúkinn.
m®lti til hennar: „Mun þér ekki þykja gaman að
^oma til kirkjunnar? Ég skal lána þér klæði.“
>.Eg þakka þér fyrir," mælti Svanhvít, „gjarna vil
^9 fara til kirkjunnar og hlýða rnessu." Dvergurinn
tekur þá í hönd hennar og leiðir hana inn í steininn.
þar sá Svanhvít dyrgju og tvö dvergabörn.
Dvergurinn bað konu sína að lána Svanhvíti klæði.
Gerði dyrgjan það og fékk henni fögur klæði, rauð
a® lit. Klæddist hún í flýti og að því búnu leiddi
dvergurinn hana út úr steininum. Sá hún þá söðlað-
an hest, rauðan á lit, standa við dyrnar. „Hest þenn-
an ætla ég að lána þér til kirkjunnar," mælti dverg-
Urinn, „og skaltu láta hann ráða ferðinni."
..Þakka þér fyrir,“ mælti Svanhvít og steig á bak.
Hesturinn fór á stökki og linnti ekki fyrr en við kirkj-
Una. Þar fór Svanhvít af baki, batt hestinn, gekk inn
1 kirkiuna og settist á bekk nærri dyrum. Var þá
Presturinn stiginn í stólinn. Svanhvít sá ungan mann,
skrautbúinn og laglegan, sitja I kór. Þóttist hún vita,
að það væri kóngssonurinn. Hún sá einnig hvar
skessurnar sátu í framkirkjunni, með bláu belgina á
^susnum. Heyrir hún að eldri skessan segir: „Hreyktu
frér hátt, dóttir mín, svo kóngssonurinn sjái þig.“
Eór þá yngri skessan að hyssa sér upp í bekkn-
Urn- Áður en messu var lokið gekk Svanhvlt út úr
kirkjunni og steig á bak hestinum. Hesturinn tók
Svanhvit ríSur til kirkjunnar.
sprett og létti ekki fyrr en við dvergasteininn. Skilaði
Svanhvít dvergnum bæði hesti og fötum og þakkaði
lánið. Fór hún í sínum gömlu lörfum heim ( hellinn.
Um kvöldið komu skessurnar heim og voru illar
í skapi. „Hvað er að frétta frá kirkjunni?" spyr Svan-
hvít. „Hvað ætli sé að frétta," svara þær. „Þar kom
einhver stelpuskjáta, sem kóngssonurinn hafði aldrei
augun af.“ Þarf nú ekki að orðlengja það, að Svan-
hvít var hjá skessunum áfram, og voru þær einlægt
vondar við hana. Nú líður fram að næstu jólum.
Um þessi jól gekk það alveg eins til og um hin
fyrri jól. 'Skessurnar fóru til kirkjunnar með sama
búnaði og fyrr, að öðru en því, að nú höfðu þær
rauða kálfsbelgi á hausnum; en Svanhvít fékk hjá
dvergnum svartan hest og græn klæði og reið svo
til kirkjunnar.
I kirkjunni.
Hún settist á sama bekk og fyrr, og heyrði eldri
skessuna segja: „Hreyktu þér hátt, dóttir mín, svo
kóngssonurinn sjái þig.“
Hún reið svo heim og skilaði dvergnum hesti og
klæðum. Þegar skessurnar komu heim, voru þær enn
skapverri en um hin fyrri jóli, og ennþá verri voru
þær hér á eftir við Svanhvíti en nokkru sinni fyrr,
og hefðu nú svelt hana í hel, ef beltið hefði ekki
bjargað henni.
Þriðja jóladagsmorgun fóru skessurnar enn til
kirkju, settu fagurgræna kálfsbelgi á höfuð sér og
voru nú ákveðnar I því, að ná í kóngssoninn. Þegar
þær voru farnar, fór Svanhvít að finna vin sinn dverg-
inn. Lánaði hann henni nú hvít klæði og hvítan hest
og voru hvort tveggja hinir bestu gripir. Þeysti hún