Æskan - 01.04.1975, Page 12
svo til kirkjunnar. Var þá flest fólk í kirkju komið
og messa hafin. Settist hún á sama stað og fyrr, og
heyrði eldri skessuna segja: „Hreyktu þér hátt, dóttir
mín, svo kóngssonurinn sjái þig." Hossaði nú yngri
skessan sér meira ( sætinu en nokkru sinni fyrr, og
veitti kóngsson bæði henni og móður hennar athygli,
enda bar mikið á grænu beigjurium og áfergju yngri
skessunnar, og þóttist hann sjá, hvaða kvendi þetta
væru.
Áður messu var lokið, stóð Svanhvít upp og ætlaði
að hraða sér á brott sem fyrr. Kóngsson stóð þá upp
og bað að taka skessurnar fastar, en sjálfur gekk
hann út og gat náð í Svanhvíti um leið og hún steig
Fiarlægð sólar frá jörðu er um
það bil 150 mill'ónir kílómetra. Sól-
ina er ekki hægt að athuga beint
gegnum sjónauka. Það myndi
blinda mann I bili og skaða S'ónina.
En -hægt er að láta mynd hennar
falla á pappaspjald skammt frá
sjónglerinu og er þá hægt I litlum
sjónauka að athuga sólblettina, sem
oft má sjá á yfirborði sólar.
Stjörnufræðingar nota sjónauka
sína til þess að taka myndir af sól-
inni og I sambandi við þá hafa þeir
annað tæki, svonefnda litsjá, sem
klýfur sólarljósið og gerir þeim
kleift að gera ýmsar athuganir, sem
án þess væri ekki hægt. Umhverfis
sólarröndina geisla út frá henni
stórir blossar sem vera munu gló-
andi lofttegundir. Þeir eru nefndir
sólkyndlar. Með venjulegri sjón
sjást þeir ekki nema þegar al-
myrkvi er á sól vegna þess að
tunglið skyggir á hana.
á bak hestinum hvíta. Hann spyr hana, hver hún sé
og hvernig standi á högum hennar. Hún segir hon-
um sögu sína eins og hún er hér að framan skráð.
Sagði kóngsson Svanhvíti, að ekki skyldi hún aftur
fara I helli skessanna og hestinn skyldi hann senda
til dvergsins.
Frá skessunum er það að segja, að eftir boði
kóngssonar voru þær færðar I bönd, belgur dreginn
á haus þeim, og þær síðan á báli brenndar.
Kóngsson setti Svanhvíti til mennta. Reyndist hún
námfús og fluggáfuð og varð á tiltölulega stuttum
tíma betur mennt til munns og handa en aðrar konur
í ríki föður hans, og þótt víðar væri leitað meðal
stórhöfðingja- og konungadætra. Kóngssonur stofn-
ar til veislu mikillar, setur Svanhvíti á bekk hjá sér
og kvænist henni. Á meðal boðsmanna I veislunni
voru dvergahjónin, vinir Svanhvítar. Að veislunni end-
aðri gaf kóngsson dvergnum marga góða gripi af
gulli og silfri, og varð dvergurinn við það léttbrýnn,
þakkaði kóngssyni rausn hans og vináttu og bað
hann leita sinna ráða, ef hann þyrfti lítils við. Síðan
kvöddu þau kóngsson og konu hans og fóru síðan
til sinna heimkynna. Kóngsson tók við ríki að föður
sínum látnum og rlkti með drottningu sinni Svanhvíti
til ellidaga, og endar svo þetta ævintýri.
(Þegat ég var unglingur, skrifaði ég sögu þessa
eftir frásögn systur minnar, Önnu Sigríðar Jónsdótt-
ur. Þ. M. J.)
Sólin
En með litsjánni má sjá þá og
athuga endranær. Og með sérstöku
tæki má sjá að þeir eru líka inni
I sólkringlunni sjálfri. Með því að
athuga sólblettina og önnur fyrir-
brigði á yfirborði sólarinnar hafa
menn þóst fá vissu fyrir því að
það sé sólin sem veldur truflunum
I útvarpssendingum og breytingum
á jarðsegulmagni, sem ruglar átta-
vita og ritsímatæki vlðs vegar um
heim.
Sólin og reikistjörnurnar níu,
sem ganga I kringum hana, er það
sem við köllum sólkerfið. Til þess
telst llka hvirfing smáreikistjarna,
sem nefnd er smástirni, og enn-
fremur halastjörnur þær sem sjást
endrum og eins.
Halastjörnur ganga eftir spor-
baugum og þegar þær eru næst
sólu sjást þær vel frá jörðinni. Oft-
ast fylgir þeim geysilangur gegnsær
hali.
10