Æskan - 01.04.1975, Page 14
Sigurbjörn Sveinsson.
lafur á Kringlu átti tvo bola, stóra og föngu-
lega; var annar þeirra rauður, en hinn rauð-
skjöldóttur. Þeir voru óvinsælir gestir ( nágrenninu,
og fáir viidu verða á vegi þeirra. Öll börnin voru
hrædd við þá, því að þeir létu svo illa. Þeir tóku sig
út úr kúnum og lágu úti um nætur.
Nú var það eina blíða og fagra sumarnótt, skömmu
eftir fráfærurnar, að Fríða og Svenni á Giljá áttu að
vaka yfir ánum uppi á Húsadal.
Um lágnættið voru þau að leika sér hjá stórum
steini, sem var eins og hús i laginu. Lengi voru þau
að æfa sig á því að kiifra upp á steininn og renna
sér svo ofan aftur.
En allt í einu hugkvæmdist þeim, að huldufólkið,
sem hlaut að búa í steininum, yrði þó að hafa frið
til að sofa. Þess vegna læddust þau burtu og fóru
að hlaða vörður á holti þar skammt frá.
f byrjun aftureldingar fóru þau að gá að ánum.
Þær höfðu legið jórtrandi, en nú voru þær farnar að
standa upp og rása.
Þau ösluðu döggvott grasið, símasandi, og áttu
sér einskis ills von. En þegar þau komu upp á Hóla-
tagl, sem kallað er, sjá þau, hvar bæði nautin frá
Kringlu liggja i laut rétt hjá kindunum.
,,Æ, við skulum forða okkur, svo að þeir sjái okk-
ur ekki,“ sagði Fríða í hálfum hljóðum.
„Þeir eru búnir að sjá okkur,“ sagði Svenni.
„Komdu fljótt! Við skulum reyna að forða okkur upp
á stóra steininn."
Rauði bolinn hafði komið auga á börnin. Hann
var ekki lengi að standa upp og tók nú til að drynja.
Þá stóð hinn upp líka og tók undir. Var það ófagur
söngur.
Nú byrjaði eltingaleikurinn. Hér var um lif eða
dauða að tefla. Börnin hlupu eins og kólfi væri. skot-
ið og stefndu á stóra steininn. Þau þorðu ekki að
líta við, því að nautin komu öskrandi á eftir þeim.
Fríða hafði ekki þol til að hlaupa á við Svenna.
Hún ætlaði að springa af mæði og var farin að lina
á sprettinum. En Svenni var of drenglyndur og hug-
prúður til þess, að hann gæti fengið af sér að hlaupa
á undan henni.
Hann þreif ( handlegginn á henni og togaði hana
áfram með sér, þangað til þau komu að stóra stein-
inum.
Það mátti ekki heldur seinna vera. Nautin voru að
koma. Rauði boli fór fyrir, þv( að hann var ennþá
verri en hinn.
Svenni klifraði eins og köttur upp á steininn, en
Fríða komst ekki. nema hálfa leið, þá hrapaði hún
niður. Hún hljóðaði upp yfir sig og ætlaði alveg að
hn(ga niður af hræðslu.
Svenni -skipaði henni að koma hinum megin að
steininum og ná f höndina á sér. Hann skorðaði sig
með fótunum og hélt sér með annarri hendi, en rétti
hina niður svo langt sem hann náði.
Nú kom rauði boli og ætlaði að stanga Fríðu, en
hún brá sér fimlega undan og greip dauðahaldi I
höndina á Svenna. Hann tosaði henni upp og setti
hana á steininn fyrir framan sig.
Nautin urðu af bráð sinni á síðasta augnabliki.
Þau teygðu út úr sér blóðþyrstar tungurnar og sleiktu
næstum gat á skóna barnanna. Lengra náðu þau
ekki.
Svenni og Fríða launuðu þeim þessa áreitni með
þvi að sparka ( granirnar á þeim eins fast og þau
orkuðu. Nú voru þau örugg. Þau vissu ekki, hvernig
12