Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1975, Síða 15

Æskan - 01.04.1975, Síða 15
ar. kaldar kartöflur, eitt harð- soðiS egg, dálitla matarolfu og edik. *-» Magga setur kartöflurnar i súpudisk og gerir mauk úr Þeim með gaffli, svo að engir kögglar verði eftir. KALLI KOKKUR Kartöflusalat Síðan setur hún eina mat- skeið af matarolíu út i og eina barnaskeið af ediki, en Pétur hrærir þetta allt vel saman. Anna setur salatið ! hrauk á fat og Nonni stráir vel niður söxuðu egginu yfir. Að lokum skreyti ég með steinselju og salatblöðum. Þau áttu að hefna sín á óhræsis nautunum. Það var einhver hálfkæringur í þeim. Þau fóru að baða út öllum öngum og stríða naut- Mhum á allar lundir með því að gala, baula og herma e^tir þeim. Við þetta espuðust nautin svo, að þau rótuðu upp Jöfðunni og bjuggu til stórt flag kringum steininn. ranghvolfdu glyrnunum og froðufelldu af illsk- unni. Nú kom sólin upp. Vellandi spóar og kvakandi ióur flögruðu um holtin í kring, en enginn maður sást á ferð. það var farið að líða að dagmálum, þegar börnin sáu, hvar maður kom þeysandi. Þá fór heldur en ekki að glaðna yfir þeim. Maður þessi var Ólafur á Kringlu. Hann hafði svartan hund með sér ög stóra svipu í hendinni. Hann kastaði kveðju á börnin og huggaði þau með Því, að nautin skyldu ekki gera þeim mein oftar. Svenni og Friða þökkuðu honum af hjarta og fögn- uðu komu hans, eins og væri hann engill af himni sendur þeim til hjálpar. Ólafur sigaði seppa á nautin og ætlaði að reka þau heim á undan sér. En rauði boli sneri á móti honum og setti hausinn framan undir hestinn, svo að hann fór að frýsa og prjóna. Ólafur var ekki að tvínóna við það. Hann stökk af baki, greip annarri hendi í- miðnesið á bola, en hinni í eyrað, og sneri hann niður, svo að hann valt um hrygg. Nú sýndu bolar engan mótþróa lengur. Ólafur rak þá báða á undan sér á harða stökki og barði þá með svipunni, svo að smellirnir heyrðust langar leiðir. Gusurnar gengu út frá þeim í allar áttir, þegar þeir þjösnuðust yfir keldurnar, og svarti hundurinn var alltaf að glefsa í hælana á þeim. Þá var þeim Svenna og Fríðu skemmt. Þau fóru að skellihlæja, en ekki þorðu þau að fara ofan af steininum fyrr en Eiríkur á Giljá kom og sótti þau. Hann féll í stafi, þegar hann sá börnin tvímenna á steininum, og fór að spyrja þau spjörunum úr. Svenni og Fríða urðu alveg óðamála. Það þurfti ekki að pína þau til sagna. Ólafur stóð við orð sín. Hann slátraði rauða bola, en setti gaddakylfu á þann skjöldótta. . Sigurbjörn Sveinsson. 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.