Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1975, Síða 23

Æskan - 01.04.1975, Síða 23
— LUXEMBOR I allmörg ár hafa verið góðar og greiðar samgöngur milll tveggja smáþjóða ( Evrópu. Önnur byggir tiltölulega stórt land. Hin eitt það minnsta. Þótt önnur þjóðin telji hátt á fjórða hundrað þúsund Ibúa en hin ekki nema rúm tvö hundruð þúsund, þá er þó sá mismunur á íbúafjölda ekki verulegri en svo, að báðar þjóðirnar finna til samhyggðar þegar um þessi mál er rætt. Luxemborgarar og Islendingar eru meðal minnstu þjóða f Evrópu og eiga enda ýmislegt sameiginlegt. Hertogadæmið Luxemborg liggur að landa- mærum Þýskalands, Belgfu og Frakklands. Það leiðir að Ifkum að slíkt land hefur ekki farið varhluta af hinum ýmsu styrjöldum sem geisað hafa f Evrópu um aldir. Saga Luxem- borgar greinir frá mörgum innrásum, sigrum og óslgrum og hinir mörgu fornu virkisturnar og virkisbrot, bæði f höfuðborginni sjálfri og annars staðar f landinu, bera þessa merki. Síðast var barist í Luxemborg í heimsstyrj- öldinni 1939 til 1945. Fjöldi þýskra og bandarfskra her- manna er grafinn f Luxemborg. Þar á meðal einn frægasti hershöfðingi Bandaríkjamanna, Patton. Þótt Luxemborgar- ar hafi oft átt um sárt að binda vegna hernaðar hinna vold- ugu nábúa sinna, eru þeir þó glaðlyndir og góðir heim að sækja. Þjóðin telur nú hátt á fjórða hundrað þúsund Ibúa og eru þeir því snöggtum fleiri en við (slendingar. Mikill ferðamannastraumur er um Luxemborg. Á Findel flugvelli í Luxemborg hafa Loftleiðir skrifstofu og þar hef- ur líka vöruflutningaflugfélagið Cargolux, sem að hluta er eign Flugleiða hf., aðalstöðvar sfnar. Loftleíðir hófu flug til Luxemborgar árið 1955. í fyrstu fiaug félagið þangað nðeins yfir annatímann, vor, sumar og haust. Slðan 1962 hefur verið um heilsársflug að ræða og ferðafjöldinn hefur jafnvel náð fjórum ferðum á dag milli Keflavfkur og Lux- emborgar yfir háannatimann. Eins og áður er að vikið er náttúrufegurð mikil í Luxemborg. í borginnl sjálfri er landslag stórbrotið. Djúpt gil gengur eftir borgarlandinu og yfir það liggja nokkrar brýr. Niðri í gilinu eru mörg hús, sum gömul og eru nú varðveitt til minja. FLUGLEIÐIR H.F. Eins og lesendur Æskunnar hafa eflaust tekið eftir, er hafnið Flugleiðir hf. oft nefnt f fjölmiðlum. Þetta félag var stofnað af fslensku flugfélögunum Flugfélagl (slands og Loftleiðum hinn 20. júlí 1973, og tók til starfa 1. ágúst sama ár. Megnið af starfsfólkl, sem áður starfaði hjá Loft- laiðum og Flugfélagi fslands er nú starfsfólk Flugleiða. Sjálft flugið verður samt áfram undir nöfnum flugfélaganna, þ- e. Boeing 727 þotur Flugfélags fslands og DC-8 þotur Loftleiða, bera áfram nöfn þeirra félaga og einkennislitl. Sömuleiðis munu Fokker Friendship flugvélar í innanlands- flu9i áfram bera nafn og merki Flugfélags Islands. Formað- ur stjórnar Flugleiða hf. tll aðalfundar 1976 er Kristján GtJðlaugsson. Stjórnarnefnd félagsins skipa: Öm Ó. John- s°n, Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason. Auk fslensku flugfélaganna tveggja sem að ofan eru nefnd, eiga Flug- Isiðir hf. tvö hótel, þ. e. Hótel Loftleiðir og Hótel Esju í Reykjavík. Ennfremur hluta ( nýju hóteli í Luxemborg, sem þeitir Hótel Aerogolf. Árið 1974 fluttu flugvélar þessara félaga næstum sex hundruð þúsund farþega milli landa °9 innanlands á íslandi. Viðkomustaðir erlendis voru Osló, Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Frankfurt am Main, Lux- eniborg, London, Glasgow, Færeyjar, New York og Chi- ca9o. Á sumrin er einnig flogjð til tveggja staða í Græn- iandi. Á veturna eru skipulagðar sólarferðir til Kanaríeyja. þá flytja þotur félaganna elnnig fjöldamargt skemmtiferða- fálk til suðurlanda og heim aftur fyrir íslenskar ferðaskrif- sfofur. Auk þeirrar starfsemi sem að framan er greint frá, e'9a Flugleiðir hf. flugfélagið International Air Bahama. þotur þess fljúga milli Luxemborgar og Nassau á Bahama- eyjum. 10FTLEIDIR

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.