Æskan - 01.04.1975, Page 28
Það var einn sumardag að ég
fór til fjalla að huga að ám, sem
sloppið höfðu óbornar, en með mér
var minn tryggi og góði félagi, sem
aldrei skildi við mig, en það var
hundur sem ég átti og hét Krummi.
Var hann mjög skynsamur hundur
og skemmtilegur, og á ég margar
skemmtilegar endurminningar um
hann.
Við löbbuðum í rólegheitum fram
fjallið. Ákvörðunarstaðurinn, þar
sem ég ætlaði að huga að ánum
sem mig vantaði, heitir Fossdalur,
en fjallið, sem er norðaustan meg-
in við dalinn, heitir Hrói. Dalurinn
er nokkuð djúpur og þröngur.
Þennan dag var yndislegt veður,
sólskin og sterkjuhiti, fórum við því
félagarnir frekar rólega, enda lá
okkur ekkert á, við höfðum sem sé
daginn fyrir okkur.
Þegar við komum neðst í dalinn,
tók ég eftir því að kind var alltaf
að jarma einhvers staðar í grennd-
inni. Fór ég strax að athuga, í hvaða
átt kindin væri. Heyri ég að hljóðið
kemur frá fjallinu Hróa, og þegar
ég hygg betur að, sé ég hvar kind
er uppi f miðri hlíðinni, og stend-
ur hún frammi á þúfu og jarmar f
áttina til mín, ekki með neinum
saknaðarofsa, heldur hægt og ró-
lega, eins og hún vildi segja:
,,Komdu“. Mér dettur strax í hug
að eitthvað sé að, svo best sé að
labba til hennar og athuga það.
Ég er sem sagt kominn alveg til
JEr á fjalli
hennar, og alltaf stendur hún f
sömu sporum og jarmar til mín, en
öðru hverju lítur hún til annarrar
hliðar, eins og hún vildi segja:
„Þarna er það.“ Ég fór ósköp ró-
lega, og Krummi fylgdi mér fast
eftir. Fór ég að skima eftir lamb-
inu en sá það ekki í fyrstu, en þeg-
ar ég kom nær, sá ég hvar það lá
milli þúfna. Datt mér strax í hug
að það væri dautt, en þegar ég
kom alveg að því, brölti það á fæt-
ur. En í sama mund sprettur tófan
upp, sem hafði legið þar í leyni.
Ég þurfti ekki að eggja Krumma
minn lengi, ég sagði um leið og ég
varð hennar var: „Bfttu hana,“ og
um leið voru þau bæði horfin fyrir
næsta leiti. Ekki styggðist ærin
mikið við þetta, heldur rölti í róleg-
heitum og leit til mín annað slagið
eins og hún vildi segja: „Þakka þér
fyrir, þú bjargaðir lambinu mínu frá
refnum."
Nú vissi ég að Krummi myndi
ekki koma strax, hann myndi ekki
hætta eltingaleiknum fyrr en f fulla
hnefana, svo ég settist þarna og
beið. Það leið löng stund, en loks-
ins kom seppi minn, en frá við-
skiptum hans og rebba fékk ég fátt
að vita, en sennilega hefur hann
sloppið. En mikið var Krummi móð-
ur, þegar hann kom, ég hélt að
hann myndi alveg springa. Þegar
hann hafði jafnað sig vel, héldum
við áfram göngu okkar í rólegheit-
um.
Ekki er ég í neinum vafa um það,
að ærin vissi af refnum hjá lamb-
inu sínu, og hún vissi um hættuna,
en þegar hún sá mann neðst í daln-
um, var það hennar eina von að
kalla á hjálp með því að jarma, því
hún kunni ekki annað.
P. Björnsson frá Rifi.
hefði feigðarspáin ræst og líf slokknað þarna inni, ef
fólkið hefði ekki í marga kynliði verið vanið á að
draga fram lífið þrátt fyrir loftleysið.
Gátan er því enn óráðin, þessi gáta hvernig þjóðin
fór að halda lífi norður undir íshafi, án þess að hita
híbýli sín með öðru en líkamshita sínum. En hér kem-
ur lausnin á gátunni: Það var sauðkindin, sem hélt
lífi í þjóðinni. — Hún gaf okkur ullina, eina fataefnið,
sem á við okkar loftslag. Hún ein gat klætt af mönn-
um kuldann úti í byljunum og það, sem var ennþá
erfiðara, klætt af mönnum kuldann inni í óhituðum
húsum, þar sem hvorki var útiloft né hreyfing til þess
að örva bruna líkamans. Og kindin gerði meira. Hún
gaf mönnum verkefni, iðnað, sem skapaði glaðvaert-
starfandi heimilislíf með margþættu siðgæði — 00
uppeldisáhrifum, allir höfðu nóg að gera við tóskap'
inn og gátu þó hlustað á það, sem lesið eða kveðið
var á kvöldvökunum.
Nú er þetta tvennt, tóskapurinn og kvöldvökurnar.
horfið úr sögunni, og er að ýmsu leyti eftirsjá í ÞVÍ|
en sauðkindin heldur enn velli sem nauðsynlegdr
þáttur í þjóðarbúskap okkar og á vonandi eftir að
gera það lengi enn.
26