Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 29

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 29
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: ^Ameríku liggja meginfjallgarð- arnir norður og suður. í Ev- róPu er aðalstefna Alpafjalla, Pýr- eneafjalla og Karpatafjalla austur °9 vestur, og mynda þessi miklu fjöll í sameiningu öflugan varnar- múr milli norður- og suðurhluta álf- Ur>nar. Á ísöld huldust fjallgarðar Norður-Ameríku og Evrópu smám saman jökli, sem skreið síðan nið- ur á láglendið með tíð og tíma og drap dýr og gróður í stórum stíl. Mörg dýr hafa þó flúið undan ísn- um, og margar jurtategundir hafa einnig bjargað sér suður á bóginn. Þetta var tiltölulega auðvelt í Ame- r'ku. En f Evrópu var öðru máli að 9egna. Fjallgarðarnir lokuðu und- ankomuleiðunum. Árangurinn varð sá, að Norður-Ameríka er miklu tegundafleiri en Norður-Evrópa. Af jurtaætt, sem telur t. d. fáeinar teg- undir í Evrópu, vaxa ef til vill teg- undir, svo að tugum skiptir í Ame- ríku. Ríki eikanna og barrtrjánna er til að mynda miklu auðugra vestan hafs. Þar lifa góðu lífi tegundir, sem einu sinni uxu í Evrópu, en eru fyrir ævalöngu útdauðar þar. En ýmsar þeirra hafa á seinni öldum verið sóttar til Ameríku og gróður- settar í sínum fornu heimkynnum I Evrópu, ef til vill eftir milljón ára fjarveru. Steingervingar í jarðlögum sýna, að aftur í grárri forneskju uxu greni, fura, hlynur o. fl. suðræn skógartré á íslandi. Elrið hélt sér- lega lengi velli. Nú flytjum við inn jurtir, tré og runpa til ræWunar. Núverandi vaxt- arsvæði tegundarinnar gefur bend- ingu um, hvort líklegt sé, að hún þrífist hér. Sitkagrenið vex t. d. í röku loftslagi á afarlangri strand- lengju með mismunandi veðurfari, hvað sumarhita o. fl. atriði snertir. Er reynt að fá fræ frá stöðum með sem líkustum vaxtarkjörum og á Is- landi. Það er vænlegast til góðs árangurs. Af jurtum, runnum og trjám eru venjulega til ýms afbrigði sömu teg- undar, sem hæfa næsta mismun- andi skilyrðum. Ákveðið afbrigði tegundar getur þrifist prýðilega á íslandi, enda þótt annað afbrigði sömu tegundar þoli ekki skilyrðin. Verður að hafa þetta í huga og leita heppilegra afbrigða á hverjum stað. Skóg þarf stundum að grisja og einnig garðtré. En fara verður að með gát. Tré á bersvæði, eða þar sem rúmt er um það í garði, er venjulega mikið um sig, með mikla laufkrónu, sem nær langt nið- ur og fær birtu frá öllum hliðum. En tré inni í skógi hlýtur skjól og skugga af öðrum trjám; það teygir sig upp I birtuna, sem aðallega kemur að ofan. Bolurinn verður langur og grannur og laufkrónan fremur lítil. Ef mikið er grisjað, er trjánum, sem eftir standa, hætta bú- in af vindum og jafnvel sólbruna fyrst í stað. Þau vanþrffast. Er betra að grisja hóflega og í áföngum. 27

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.