Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 33
o
HVERNIG
KISA VARÐ
HÚSDÝR
Þessa sögu segja svertingjarn-
ir í Barotselandi í Rhódesíu
um það, hvernig kisa varð hús-
dýr:x
EINU SINNI voru engir heimiliskett-
ir til, heldur aðeins villikettir, og
þeir áttu heima í skógunum. Svo
var það að viiliköttur og héri gerð-
ust vinir og voru óaðskiljanlegir.
Þeir ferðuðust saman um skóginn,
en einu sinni mættu þeir hafri og
hafurinn stangaði hérann til bana.
Nú hafði kisa misst vin sinn og þá
afréð hún að slást í fylgd með hafr-
inum.
Nokkru seinna kom hlébarði og
drap hafurinn, og þá lagði kisa lag
sitt við hlébarðann. En það stóð
ekki lengi, því að nú kom Ijón, og
eftir harðan bardaga drap Ijónið
hlébarðann. Þá slóst kisa í för með
Ijóninu.
Lengi voru þau saman, Ijónið og
kisa, en svo mættu þau fílahjörð
og elsti fillinn réðist á Ijónið og
tróð það undir fótum til bana. Þá
hugsaði kisa sem svo: ,,Ef ég ger-
ist förunautur þessa risavaxna dýrs,
þá er engin hætta á því að við hitt-
um nokkra skepnu svo stóra að hún
geti drepið það.“ Og svo fylgdi kisa
fílnum.
Eftir nokkra daga mættu þau
svertingja. Hann lét sem hann sæi
ekki köttinn, en fllinn drap hann
með eitraðri ör. Þá vissi kisa varla
hvað hún átti að gera — hún hafði
aldrei séð jafn kátlega skepnu eins
og þetta tvífætta dýr. En úr því að
það gat drepið fílinn, þá hlaut það
að verða happadrýgst að koma sér
vel við það. Siðan hefur kötturinn
fylgt manninum.
það geturðu gert með því að lyfta hægri hendi yfir
vinstri öxl á sama augnabliki og hún grípur endann
^ móts við hægri mjöðm.
það er ekki svo erfitt að stökkva út úr láréttum
hfing, þegar þú hefur fengið réttan takt í spinnið.
Þegar þú flytur reipið frá vinstri og yfir i hægri hönd,
Þá skaltu teygja hægri höndina fram fyrir þig, stökkva
UPP og aftur á bak (7. mynd). Til þess að geta stokk-
'nn í hringinn, þá verður þú að draga úr snúnings-
hfaða hringsins og þegar auga reipisins er rétt farið
,ramhjá þér frá vinstri til hægri, stekkur þú jafnfætis
°9 lyftir um leið hægri hendi yfir vinstri öxl (8. mynd).
Önnur list, sem alltaf veldur mönnum heilabrotum,
^Vjar einnig með „Trúlofunarhringnum". Hringurinn
,er upp [ loftið og aftur niður að ökla. Þannig fer
hann upp og niður eins og dreginn af ósýnllegum
anda. Áhorfendum finnst þetta óhemju vandasamt,
en f raun og veru er þetta eitt af þvf léttasta í spinn-
ln9- Á meðan þú snýrð „hringnum", þá skaltu láta
hæ9ri höndina, sem heldur reipinu, slga niður fyrir
andlitið. Lyftu henni síðan, svo að hún gangi yfir
vinstri öxl og reipið mun þjóta upp (10. mynd).
Nú getur við reynt hinn erfiða, lóðrétta hring. Fyrst
er það hinn venjulegi, lóðrétti hringur, sem sveiflað
er með hægri hendi andsælis. Sumir kasta reipinu
undir eins út [ lóðréttan hring, en aðrir byrja með
láréttum hring, sem með auknum snúningshraða r(s
upp og verður að lóðréttum hring. Þannig er áreið-
anlega auðveldast fyrir byrjendur að fara að.
Þegar þetta er farið að ganga vel, þá munt þú sjá,
að smá tog út eftir [ reipið fær hringinn til þess að
fara frá þér. En miðflóttaaflið, sem heldur hringnum
opnum, mun samt toga f reipið, svo að hringurinn
kemur aftur til þín eftir nokkra snúninga. Hægri
handleggur þipn fer þá inn í hringinn og reipið snýst
um handlegg þinn á móts við olnbogann.
Með því að hafa góðar gætur á toginu, getur þú
fengið hringinn til þess að fara frá þér eða til þín
eftir þvf, sem þú óskar.
Það er margt fleira, sem hægt er að gera með
reipi, en þú hefur vfst fengið nóg núna. En mundu,
að það er smáhreyfing í liðugum og mjúkum úlnlið
og mikil æfing, sem gerir þig að meistara f að
,,spinna“.
31