Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 34

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 34
fH ann Rakotondrabé var ekki nema 12 ára, og hann átti svo víst ekki sjö dagana sæla. Það hefðu ekki allir staðið sig vel í sporunum hans — honum leið nefnilega sjaldan vel. Hann var holdsveikur, hann Ra- koto, eins og hann var kallaður I daglegu tall. Hann heyrði llla, og af þvf að hann var foreldralaus, hafði hann I langan tlma orðið að ganga á milli manna — vera hjá skyldfólkinu til skiptis. En þegar það vitnaðist, að hann var holds- veikur — þá vildi enginn hafa hann lengur. Einn af frændum hans kom með hann á holdsveikraspftalann og spurði, hvort hann gæti fengið að hafa hann þar. Það sem vakti mesta furðu, var það, að Rakoto var alltaf glaður og brosandi, þó hafði hann svo sann- arlega ekki mikla ástæðu til að vera það. Hann var fátækur — sama sem rekinn að heiman — en glaður þrátt fyrir allt. Auðvitað vildum við á spltalanum miög giarnan hiálpa honum. Fyrst reyndum við að finna einhverja, sem myndu vilja taka hann að sér — ganga honum f föður- og móð- urstað. Fyrsta parið, sem vildi taka hann, voru gömul hjón. Maðurinn var þvf sem næst blindur, og konan var alveg blind. Drengurinn, hann Rakoto, var mjög heyrnardaufur, eins og áður er sagt, þar að auki hafði hann misst alla fingurna og tærnar, sökum holdsveikinnar. Við hugsuðum um þetta fram og aftur, að það hlyti að vera mjög erfitt fyrir drenginn að vinna nokk- urt verk, alveg fingralaus. Gamli maðurinn vildi þó endilega, að hann kæmi til þeirra. „Þetta fer allt vei,“ sagði hann, „drengurinn getur sótt vatn og eldivið fyrir okkur." Slðan kallaði hann í eyra drengsins og spurði, hvort hann vildi snúast svona í ýmsu fyrir þau gömlu hjón- in. Þá Ijómaði Rakoto ennþá meira, og varð allur eitt bros út undir eyru. Þetta var þá í lagi, og þar með var hann kominn í vistina. Þetta fór nú allt ágætlega — allt f þessu ffna lagi. Gömlu hjónin og Rakoto voru ánægð hvert með ann- að. Á hverjum degi labbaði Rakoto með nýja pabbanum sfnum inn f skóginn til þess að safna eldiviði, og oft sáum við hann vera að ná f vatn úr lind þar rétt hjá, og svo valt hann áfram á tálausu fótunum sínum með vatnsfötuna. Gamli maðurinn tók hann oft með sér f kirkju, og vildi hann endilega, að drengurinn lærði að lesa, en það varð nú heldur lítið úr þvf. Þeim leið vel, þessum þremur, þau voru ánægð. Drengurinn saknaði ekki neins. Nú var sá siður á, að börnin fengu ný föt tvisvar á ári — fyrir jólin og fyrir þjóðhátlðardaginn. Var sá klæðnaður hvlt óbleikjuð lérefts- skyrta handa drengjunum og kjóll handa stúlkunum. Þótt fbúar bæjarins vaéru ein- ungis sjúkt fólk (þ. e. a. s. holds- veikir), þá vissi í það minnsta yngra fólkið, að það var til eitthvað, sem kallað var tfska. Það vildi líka punta sig og vera í tískunni. Það, sem var einna vinsælast þetta árið, voru mislitir vasar og kragi, sem stungu vel í stúf við skyrtuna eða kjólinn. Rakoto hugsaði mikið um það, hvernig hann gæti eignast þó ekki væri nema Iftinn bút af mislitu efni til að punta upp á skyrtuna sfna. Hann var svo fátækur — átti ekki eyri — svo ekki var það trúlegt, að hann gæti keypt neitt. Það var mað- ur I bænum, sem var laginn við að sauma, drengurinn hafði verið hjá honum og beðið hann að hjálpa sér að sauma mislita vasa og kraga á skyrtuna slna. Já, en — þá vánd- aðist málið. Hvar átti hann að fá þetta efni? Gamla konan átti for- láta sparikjól úr röndóttu efni. Þennan kjól hafði hann verið að skoða f langan tfma — og þetta var eini möguleikinn — að fá bút af kjólnum. Gamla konan var blind og gat ekki séð, hvað hann var að bauka. Svo var það dag nokkurn, þegar gamli maðurinn var úti f skógi að höggva eldivið, að Rakoto tók fram skyrtuna sína, náði f kjólinn, þar sem hann hékk á snaganum, og hljóp með hvort tveggja til skradd- arans. Nú var úr vöndu að ráða, best var auðvitað að taka ermarnar. Nei — gamla konan gat ekki verið f ermalausum kjól. Þeir sneru kjóln- um á alla kanta og skoðuðu hann allan í kring. Hvar var nú best að klippa? Þá fengu þeir allra snjöll- ustu hugmynd — það var auðvitað best að klippa úr honum hliðar- stykkin — nota þau í punt á skyrt- una, og sauma svo kjólinn saman aftur. Kjóllinn varð þrengri við þetta, Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA 32

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.