Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 35
Frá mönnum og skepnum
Samfélag manna og dýra er mjög gamalt. Þetta
samfélag hefur varað frá forsögulegum tímum. Það
f3ra ekki áreiðanlegar sögur af því, hvenær húsdýrin
voru fyrst tamin.
Fyrir langa löngu voru bæði úlfar og birnir á Eng-
landi, og menn þar hafa snemma lært, að þessi dýr
voru hættuleg, og þannig var það um allar jarðir.
Menn voru veiðimenn áður en þeir gerðust bændur.
Veiðimennirnir lærðu snemma að vinna saman og
Þannig gátu þeir veitt og ráðið niðurlögum hinna
staerstu og grimmustu dýra. Til þess að geta veitt
Þurftu veiðimennirnir að vita margt um venjur og
háttu veiðidýranna og þannig myndaðist smám saman
v'sit; að dýrafræði.
Menn veiddu fyrst dýrin til matar og einnig fórnuðu
Þeir guðum sínum kjöti þeirra og blóði.
Hinir forsögulegu menn kunnu ekki að skrifa, en
Þeir ristu myndir af dýrum, sem þeir þekktu, á steina
Hellamálverk frá' Frakklandi.
og hellisveggi. Margar þessar myndir eru málaðar
með rauðum og brúnum jarðlitum og sumar þessar
myndir þykja listaverk enn í dag.
Slíkar myndir hafa fundist og eru til í Skandinavíu,
Frakklandi, á Spáni og víðar.
en þeim kom saman um, að gamla
konan væri svo lítil og grönn, að
Þetta myndi ekki skaða. Og svo var
farið að klippa. Það gerði skradd-
arinn, en Rakoto horfði á með
Testu athygli. Þegar búið var að
fjarlægja hliðarstykkin, var kióllinn
saumaður saman aftur, og Rakoto
9at hengt hann upp á snagann, án
Þess að nokkur yrði var við það.
það vissi því enginn um þetta ferða-
iag kjólsins nema skraddarinn og
drengurinn.
Daginn eftir sótti Rakoto skyrt-
Ur>a, sem nú vár orðin svo fín —
a,veg í nýjustu tísku. Það var und-
orsamlegt — blár kragi og röndóttir
vasar.
Svo rann upp þjóðhátíðardagur-
inn, og þá áttu allir að búast sínu
fínasta skarti. Rakoto var ekki bara
' fínu skyrtunni, heldur höfðu gömlu
hjónin gefið honum dýrindis lilla-
bláan hatt. Hann var ekki lengi að
koma sér í fötin og láta á sig hatt-
'nn. Hann var líka ánægður með
sjálfan sig. En það voru fleiri, sem
vildu klæða sig í fín föt þennan
dag, og þar á meðal var gamla kon-
an. Hún vildi líka fara á hátíðina.
EÞ þegar hún ætlaði að klæða sig
í kjólinn, kom hún honum ekki nið-
ur fyrir herðarnar. Blessuð gömlu
h'ónin gátu ekki skilið, hvað komið
hafði fyrir kjólinn. Hún togaði —
hann togaði— Rakoto togaði, en
ekkert gekk. Kjóllinn komst ekki
niður fyrir herðarnar á gömlu kon-
unni.
Mikið var rætt um það, hvers
vegna kjóllinn væri allt í einu orð-
inn svona þröngur. „Eitthvað er
að,“ sagði gamla konan, „hann var
alveg mátulegur áður.“ En þá sneri
gamli maðurinn sér að Rakoto og
sagði: „Skyrtan þín er skreytt með-
nákvæmlega sams konar efni — þú
hlýtur að hafa tekið það úr kjóln-
um hennar gömlu minnar.“
Rakoto hékk með höfuðið eins
og höfuðsóttarrolla, og þar með
ruku öll hátíðahöld út í veður og
vind á því heimili. Þau settust öll
á rúmið og grétu. Rakoto með lilla-
bláa hattinn á höfðinu og í skyrt-
unni með bláa kraganum og rönd-
óttu vösunum, og gamla konan með
kjólinn á herðunum, gamli maður-
inn byrstur á svip og mjög alvar-
legur.
Þetta varð að laga — eitthvað
varð að gera. Og svo sendi hann
til okkar „systranna" á spítalanum,
og lét segja okkur, að við yrðum
að koma, það hefði nokkuð hræði-
legt komið fyrir. — Við héldum, að
þau hefðu orðið alvarlega veik, og
flýttum okkur sem mest við mátt-
um. Þ.egar við sáum þau, og heyrð-
um alla söguna — ja-á, þá vissum
við ekki, hvort heldur við ættum að
hlæja eða gráta. En þetta var mjög
svo alvarlegur atburður fyrir Rakoto
og gömlu hjónin. Eftir miklar um-
ræður fram og aftur, varð það úr,
að Rakoto skyldi biðjast afsökunar.
Við urðum að útvega gömlu kon-
unni nýjan kjól. Það var engin lausn
að spretta kraganum og vösunum
af skyrtunni, því þá yrði hvort
tveggja ónýtt, kjóllinn og skyrtan.
En hvernig sem á því stóð, þá
missti Rakoto alveg áhugann á
skyrtunni. Hún minnti hann svo
átakanlega á það, að hann hafði
verið vondur við gömlu konuna,
sem þó hafði alltaf verið svo góð
við hann.
Þetta var í fyrsta og síðasta skipt-
ið, sem Rakoto reyndi að gera eitt-
hvað, svo að hann gæti tollað í
tískunni.
Hrefna Tynes þýddi.
WtMBBtKKKBBBMnm
■HBBHI
3