Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 37

Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 37
Hestarabb egar farið er að skrifa um hestinn, þá leiðir maður hugann fyrst að uppruna hans. Talið er að íslenski hesturinn hafi komið með land- námsmönnum hingað til lands. Og frá landnámi og al|t til vorra daga hefur hesturinn verið þarfur, en brúkun hans er nú orðin lítil vegna tilkomu dráttar- vé'a og þíla. Sagt er að hingað í hérað hafi komið hryssa ein Un9 og falleg og týnst af skipi í Brimnesskóg. Hún hafa heitið Fluga og út af henni er talið að ®kagfirskt hrossakyn sé komið. Síðan hefur það auk- 'st og dafnað og orðið að landsþekktum gæðingum. Það er óvíða á landinu sem hestamennska er eins rótgróin og hér í Skagafirði, enda hafa Skagfirðingar 0rð fyrir að vera miklir hestamenn. íslensku hrossin bréytast mjög mikið frá því þau f®ðast svo lítil, en þó svo fljót að komast á fætur. Yfirleitt eru hross ekki tamin fyrr en 4 til 5 vetra Qörnul, þó gerð taumvön áður. Gæta þarf mikillar varúðar og gætni við tamningu hesta. Hestamenn Þúrfa að vera mörgum góðum kostum búnir til að 9eta tamið hest. Þeir þurfa að vera skapstilltir, þolin- ^óðir, hafa fljóta og rökvísa hugsun og síðast en ekki síst að hafa samúð með hestinum og bera kær- 'e'k til hans. Engir tveir hestar eru eins, og það ættu allir að hafa hugfast, þegar þeir byrja tamningu á hesti. Það er áreiðanlega mjög gott að tala hlýlega f'l hans og láta vel að honum. Þá kemur það að hann Hýðir manni og lætur að vilja manns. Hér áður fyrr var hesturinn mikið notaður til þess að bera og draga heim, hann var starfsfélagi í oft ^iög strangri lífsbaráttu. Nú er þessu öðruvísi farið, því nú eru hestar aðallega notaðir til skemmtunar, og víst er um það að gaman er að sitja- vel taminn og viljugan hest, sem fer á kostum um grundir og götur. Þó ekki verði sem sagt hefur verið um Sleipni, reiðhest Óðins konungs, sem rann jafn léttilega um loft, láð og lög. Hesturinn á enn stóru hlutverki að gegna, ef ekki í atvinnulífi þá í menningarlífi íslensku þjóðarinnar, og enn um sinn munu þau undur gerast í vorgrænum hvömmum íslenskra heiða að lítill hest- ur bröltir á fætur, að hátt hnegg heyrist gjalla, hátt á milli blárra fjalla. Ég held að hestar séu mjög vitur dýr. Maður getur áreiðanlega ekki talið, hve margar sögur eru til um hesta, sem hafa ratað heim til bæja í hríðum og vondum veðrum, þegar knapinn var orðinn ramm- villtur og gat ekki treyst á neitt annað en hestinn sinn sér til bjargar. Og engan betri vin getur maður eignast en góðan hest. Honum er hægt að trúa fyrir öllum leyndarmálum og sorgum. Ég þekkti eitt sinn hest, sem hét Gráni. Hann var fyrsti hesturinn, sem ég fór ein á bak, og var mér þess vegna mjög kær. Hann var mjög stríðinn, sér- staklega eftir að hann fór að eldast. Þegar hann var ungur gat maður alveg gengið að honum beislis- lausum úti við, en er hann var kominn á sin efri ár var það hans besta skemmtun að láta elta sig tím- unum saman. Og svo þegar manni loksins tókst að ná honum, tók ekki betra við, því hann var rokinn á fljúgandi ferð áður en nokkur gat áttað sig. Og ekki var sá sæll, sem hlotið hafði það hnoss að fara fyrstur á bak, því hann gerði ekki betur en rétt tolla á baki. Þáð var mjög gott að treysta Grána, til dæmis ef litium krökkum var leyft að skreppa á bak, gætti hann þess ætíð að fara mjög hægt og varlega. Þegar hann var í hrossahópi vildi hann alltaf hafa forust- una og eins ef maður hleypti honum á sprett með öðrum hestum. Einn ávana hafði hann, það var að fara alltaf á sprett yfir brýrnar á skurðunum. Svo þegar hann hvarf úr þessum heimi, fannst mér svo skrítið að hann skyldi vera farinn burt, að ég gæti aldrei oftar skroppið í smá reiðtúr á honum. Ég saknaði hans eins og fólk saknar ástvina sinna. Ég tel að það eigi að vera metnaðarmál allra ís- lenskra hestamanna, að fara vel með hesta sína. Því þótt hesturinn sé lítið notaður tii annars en skemmt- unar nú orðið, ættum við öll að minnast þess, að áður fyrr hefðu íslendingar ekki getað lifað, hefðu þeir ekki haft hestinn. María GuSbjörg Pálmadóttir, 14 ára, Hjarðarhaga, Blönduhlíð, Skagafirði.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.