Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 38
>
Sögur Munchausens baróns
Einu sinni var ég mjög hætt kominn í Miðjarðar-
hafi, og það á mjög kynlegan hátt. Ég var að fá mér
bað í þessum yndislega sjó hjá Marseilljuborg sum-
arkvöld eitt og kom þá allt í einu auga á feiknastór-
an fisk, sem gapti svo að sást ofan í kok og stefndi
á mig óðfluga. Hér var ekkert ráðrúm og ekkert
undanfæri. Ég gerði mig I fluginu svo mjóan sem
unnt var með því að þrýsta saman fótunum og leggja
handleggina niður með hliðunum og smaug því næst
svo á mig kominn inn á milli skoltanna á honum og
ofan í maga. Þar var ég nokkurn tíma í niðamyrkri
og þægilegri hlýju, eins og menn geta skilið. Loks
kom mér í hug, að ef ég ónáðaði hann að marki inn-
vortis, mundi hann verða feginn að losna við mig.
Ég hafði þarna besta rúm og fór að leika allar listir
mínar, velta mér, stökkva o. s. frv., en ekkert virtist
honum vera eins óþægilegt og tiplið í mér, þegar ég
fór að reyna að dansa franskan vals. Hann reyndi
líka að gera enda á því með snöggum kipp og sprett-
um, þegar ég var að byrja, en ég lét mig ekki. Að
síðustu orgaði hann hryllilega og reisti sig nærri
beint upp á endann, svo að hausinn stóð upp úr
aftur fyrir eyrugga og sáu menn hann þá af ítölsku
kaupfari, sem fram hjá sigldi, og sendu þeir í hann
skutul og innbyrtu hann. Þegar hann var kominn á
þilfar heyrði ég að skipshöfnin fór að þinga um það,
hvernig best mundi að skera fiskinn til þess að fá
sem mesta lifur úr honum. Ég skildi ítölsku og var á
nálum yfir því, að ég yrði skorinn þar með fiskinum.
Ég reyndi því að standa sem næst í miðjum magan-
um, því rúmið var nóg, svo að þar gat staðið heil
tylft manna. Skipsmenn leystu mig fljótt frá öllum
ótta, því að þeir byrjuðu með því að rista hann á
hliðina. Undir eins og ég sá skímu, kallaði ég út I
ákafa og bað þá losa mig úr þessu svartholi, þar
sem mér lá við köfnun. Ég er ráðalaus með að lýsa
þeirri feikna undrun, sem máluð stóð á svip þeirra,
þegar þeir heyrðu mannsröddina út úr fiskinum, og
ekki sfður við það að sjá nakinn mann ganga þar
bísperrtan út úr belgnum á honum. Ég sagði þeim
nú upp alla söguna eins og ég hef sagt þér, en þeir
stóðu orðlausir af undrun.
Ég fékk mér nú hressingu og brá mér því næst f
sjóinn, til að skola af mér og synti síðan til fata
minna, þar sem ég hafði skilið þau eftir á ströndinni.
Eftir því sem ég gat komist næst var ég samtals hálfa
fimmtu stund lokaður þarna inni í fiskmaganum.
Sagan af kynjafiskinum
36