Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 40
innan um ýmiss konar runna, en þó skoðaði ég þetta ekki
nákvæmlega fyrr en seinna. Tímavélin stóð kyrr eftir, þar
sem ég hafði ient á grasflötinni.
Boginn yfir dyrunum var mjög skreyttur með útskurði
eða högglist. Ég gat auðvitað ekki athugað hann nákvæm-
lega, en mér fannst hann minna mig á forn-fönikska skraut-
list, og ég tók eftir því, að myndirnar voru mjög brotnar
og úr sér gengnar. Fjöldi Ijósklæddra vera mætti mér f
hiiðinu, og nú var haldið áfram inn i húsið svona: Ég f
óhreinum nftjándu aldar fötum, stór og luralegur, allur
skreyttur blómum sem mest mátti verða, en i kringum mig
bylgjaðist múgurinn af þessum bjartleitu, mjúkklæddu ver-
um, með hvíta, mjúka iimi, og sitalandi og sihlæjandi með
þessum hljómþýða og biæfagra hreim.
Þegar inn úr þessu stóra hliði kom, tók við anddyri rúm-
gott, tjaldað brúnu. Þakið var ( skugga, og inn um glugg-
ana, sem sumpart voru með lituðum rúðum og sumpart
rúðulausir, streymdi takmörkuð birta. Gólfið var búið til úr
afar stórum hnullungum af einhverjum hörðum, hvítum
málmi; það voru ekki plötur eða steinar, heldur hnullungar,
og það var svo slitið, líklega af umgangi um margar aldir,
að þar sem umferðin var mest, voru komnir djúpir troðn-
ingar. Þversum í þessum sal voru óteljandi borð úr fáguð-
um steini, hér um bil fet á hæð frá gólfi, og á þeim voru
hrúgur af ávöxtum. Sumir þessir ávextir sýndust mér vera
margsinnis stækkuð ribsber og appelsfnur, en flesta þeirra
kannaðist ég alls ekki við.
Milli borðanna voru púðar á víð og dreif um gólfjð, og
settust förunautar mínlr á þá, og bentu mér að gera eins.
Án nokkurra umsvifa eða undirbúnings tóku þeir að éta
ávextina, og köstuðu hýði og skrælingi f kringlótt göt, sem
voru utan á hliðum borðanna. Mér þótti ekki margt að þvf,
að fara að dæmi þeirra, því að ég var bæði þyrstur og
svangur. Á meðan litaðist ég vandlega um f salrium.
Og það sem óg varð .ef til vill mest undrandi yfir, var
það, hve allt sýndist vera orðið hrörlegt og úr sér gengið.
Lituðu gluggarnir, sem voru með ýmsum flatarmálsmynd-
um, voru brotnir víða og rúðulausir, og tjöldin, sem hengd
höfðu verið fyrir þá að neðan, voru þakin ryki. Hornið á
marmaraborðinu, sem að mér sneri, var brotið. En þrátt
fyrir þetta var salurinn frábærlega skrautlegur og fagur.
Það hafa Ifklega verið nokkur hundruð manns, sem sátu
þarna að máltfðinni, og flestir eins nærri mér og unnt var,
til þess að sjá mig sem best með þessum litlu, blikandi
augum sfnum. Allir voru klæddir í sams konar skikkjur úr
sama mjúka og fagra og sterka efninu.
Þeir átu ekkert annað en ávexti. Þetta framtfðarfólk
bragðaði ekkert kjötkyns, eða neitt úr dýraríkinu, og með-
an ég var þarna hjá þeim, varð ég að sæta sömu kjörum,
þótt mig dauðlangaði f kjötmeti. Og óg komst brátt að
raun um, að húsdýrin, svo sem hestar, nautpeningur, sauð-
fénaður og hundar, voru komin í flokk með ichthyósaurus
og öðrum útdauðum dýraflokkum fyrir langalöngu. En ávext-
irnir voru afbragðsgóðir. Einkum þó einn, sem var f blóma
allan þann tfma, sem óg var þarna — mjölkenndur, með
þrem litabreytingum, — hann var einstaklega bragðgóður,
og mér varð gott af honum. Fyrst f stað var ég undrandl
yfir öllum þessum nýju blómum og ávöxtum, en smám
saman fór ég að venjast þeim og sjá þýðingu þeirra.
En nú er ég kominn frá efninu. Ég var að segja ykkur
frá máltfðinni, þessari fyrstu máltíð minni í ókomna tfm-
anum. Þegar ég var búinn að svala mér nokkurn veginn,
hugsaði ég mér að fara nú að gera alvarlega tilraun að
skilja þetta fólk og láta það skilja mig. Það var auðsjáan-
lega það, sem fyrst og fremst þurfti að gera. Það var þá
best og handhægast, að byrja á ávöxtunum. Tók ég einn
þeirra, hélt honum á loft og lét í Ijós, að ég vildi fá að
vita, hvað hann héti. Mér gekk illa að láta þá skilja, hvað
ég átti við. Fyrst í stað góndu þeir á mig alveg undrandi
og svo hlógu þeir, en allt í einu kom Iftil Ijóshærð vera
fram og sýndist skilja, hvað ég átti við, og tók upp sama
orðið aftur og aftur. Þeir stungu saman nefjum og ræddu
málið mikið sfn á milli, og þegar ég var fyrst að reyna að
ná þessum linu og mjúku orðum þeirra, hlógu þeir mjög
dátt, og skeyttu ekkert um neinar kurteisisreglur eða hæ-
versku. En mér fannst ég vera eins og skólameistari innan
um börn og hólt fast við áform mitt, að læra mál þeirra,
og bráðlega voru það ekki svo fá nafnorð, sem ég kunni.
Smátt og smátt fikaði ég mig áfram út f lýsingarorðin, og
svo fékk ég sagnorðið „að eta“. En hægt og bftandi gekk
það, og þetta smáfólk sýndist mjög fljótt þreytast og fór
að laumast burt frá kennslunni, svo að ég hugsaði mér, að
það mundi ekki verða hjá þvf komist, að láta þá kenna
mér smátt og smátt og án þess að þeir yrðu eiginlega varir
við. En það var mjög erfitt, þvf að ég hef aldrei vitað
latari verur eða fljótari að gefast upp.
I
6. KAFLI
SÓLARLAG MANNKYNSINS
Að einu komst ég fljótt, og þótti það kynlegt, og það var,
hve gjörsamlega þessir litlu menn mínlr voru áhugalausir
um allt. Þeir þyrptust oft utan um mig með undrunarópum
eins og börn, en þeir voru lika eins og börn f þvf, hve
fljótir þeir voru að gefast upp og missa áhugann. Þegar
38