Æskan - 01.04.1975, Page 41
máltíðinni var lokið og fyrstu ærslunum, tók ég eftir því,
að allir þeir, sem fyrst höfðu hitt mig, voru farnir. Það
leið ekki heldur á iöngu áður en ég fór að fara mtnu fram
án þeSs að skeyta nokkuð um þetta fólk. Þegar ég var bú-
inn að eta nægju mína fór ég út um hliðið aftur, út I sól-
skinið. Ég mætti i sifellu þessum framtiðarmönnum. Þeir
eltu niig spölkorn, blöðruðu og hlógu, bentu og veifuðu og
^urfu svo von bráðar að sínu fyrra iðjuleysi.
Kvöldkyrrðin var að.færast yfir, þegar ég kom út úr hús-
inu. sólin var að ganga til viðar og roðinn baðaði allt með
h'ýju geislaflóði. Ég var hálf ruglaður i öllu, það var allt
svo gerólikt þvf, sem ég hafði vanist, jafnvel blómin voru
°nnur. Höllin, sem ég háfði komið inn f, var reist f hlfð,
°3 breiður dalur framundan, en Thames áin hafði breytt
farvegi sfnum um hér um bil milu. Ég hugsaði mér að
9anga upp á á&, sem var um hálfa aðra mflu burtu, til þess
9eta litast betur um, og séð dálftið meira af þessari
iörð okkar, eins og hún leit nú út, árið 802701 e. Kr. Ég
9|eymdi áð geta um það, að tfmavfsarnir á vélinni sýndu
þetta ár.
Á leiðinni gaf ég nákvæmar gætur að öllu, ef ske kynni,
að ég fengj einhverja lausn á þelrri gátu, hvernig heimur-
inn var kominn. Það var einhvers konar úr sér gengin dýrð
°9 skraut. Til dæmis sá ég á leiðinnl upp eftir hlfðinni
feiknamiklar hrúgur af granftsteinum og állengjum vafið
um þá á ýmsa vegu, órekjandi flækja af lóðréttum veggj-
um og moluðu rusli og innan um þetta uxu alls konar
Plöntur, undur fagrar og stórar, brúnar að lit, eins konar
Hetlur, sem ekkl gátu brennt né stungið. Hér voru auðsjá-
aniega rústir af einhverri stórfenglegri höll, til hvers sem
nön hafði verið notuð. Það var einmitt hér á þessum sama
stað. sem óg komst í ævintýri sfðar, ævintýri, sem var
þó ekki nema forspil að uppgötvun, sem var ennþá merkl-
legri, — en ég ætla ekki að segja frá því fyrr en að þvf
kemur. ,
Ég varð feginn að hvfla mig snöggvast á palli einum og
litaðist um. Tók ég þá allt f einu eftir þvr, að það voru
engin smá hús sýnileg nokkurs staðar. Það var auðsjáan-
lega hætt að búa f sórstökum einbýlishúsum. Hingað og
þangað gnæfðu stórar hallir upp úr skógarþykkni, en þessi
venjulegu hús og kofar, sem nú einkenna landið svo mjög
og gefa þvf svip, voru horfnir.
„Sameign," datt mór f hug.
Þegar ég var að brjóta heilann um þessa hluti, kom óg
auga á Iftið, fallegt mannvlrki, eins konar hálfkúlu, og
undir henni var brunnur. Mór fannst það hálfkýnlegt, að
brunnar skyldu vera notaðir ennþá, en svo hætti ég aftur
að hugsa um það, og fór að athuga annað. Þegar nálgast
tók hæðarbrúnina, hættu húsin, og þar sem ég var langt-
um meiri göngugarpur en nokkur þessara framtfðarmanna,
var ég nú alveg einn. Ég flýtti mór með talsverðum forvitnis-.
hug að komast upp á hæðina.
Uppi á hæðinni fann ég bekk úr einhverjum gulum
málmi, sem ég kannaðist ekkert við. Hann var á stöku stað
þakinn einkennilegu bleiku ryði, og mosinn var farinn að
gróa um hann hvarvetna. Hægindi voru á bekknum, hag-
lega steypt og sorfin. Ég settist f bekkinn og virti fyrir mér
útsýnið. Það var eitt af þvf fegursta, sem ég hef séð.
Sólin var aðeins horfin, og vesturloftið logaði allt eins og
eldur, ýmlst Ijósgult eða blóðrautt. Fram undan og fyrir
neðan blasti Thamesdalurinn við, og líðaðlst áln eftir hon-
um eins og bugðóttur gullvfr. Hlngað og þangað bllkaðl á
Framhald.
39