Æskan - 01.04.1975, Qupperneq 42
Lögregluþjónn
Strax skal þess getið, að lögreglu-
störf eru bæði ætluð piltum og stúlk-
um. Hvað þurfa þá þeir eða þær að
hafa til brunns að bera, sem taka að
sér þetta starf? Eftirfarandi þrjú skil-
yrði þarf umsækjandi að uppfylla:
1. Umsækjandi þarf að vera íslensk-
ur ríkisborgari, 20—30 ára að
aldri, fjár síns ráðandi og má ekki
standa fjárhagslega höllum fæti.
Hann skal hafa gott og óskert
mannorð og vera háttvís og reglu-
samur.
2. Umsækjándi skal vera vel vaxinn,
176—196 cm hár með góða lík-
amsburði og án líkamslýta. Hann
skal hafa góða sjón á báðum aug-
um, góða heyrn og rétta litaskynj-
un. Gott er hann hafi stundað ein-
hverjar íþróttir og sé a. m. k. all-
vel syndur.
3. Umsækjandi skal hafa lokið a. m.
k. gagnfræðaprófi með góðri
meðaleinkunn eða öðru sambæri-
legu prófi. Sérstök áhersla skal
lögð á góða einkunn í íslensku.
Æskilegt er að .umsækjandi hafi
nokkurt vald á einhverju Norður-
landamálanna eða þá ensku eða
þýsku. Þá skal hann hafa almenn
réttindi til þess að aka bifreið.
Víkja má frá framangreindum skil-
yrðum, einu eða fleirum, ef sérstakar
ástæður mæla með því, eða ef um
lausráðningu er að ræða.
Fyrstu tvö árin eru reynslu- og
námstími, og ef í Ijós kemur, að um-
sækjandi fullnægir ekki þeim kröfum,
sem gerðar eru, eða umsækjandi sér
fram á, að honum líkar ekki starfið,
hafa báðir aðilar gagnkvæm réttindi
til að segja upp.
Þegar lögregluþjónn hefur verið
ráðinn til reynslu, fer hann fljótlega í
lögregluskólann, sem stendur yfir ( ®
til 8 vikur,. og eru námsgreinar Þar
m. a. íslenska, lögreglufræði, U,T1'
ferðarlög og reglur, vélritun, hjálp f
viðlögum, lögregluæfingar, o. fl. Auk
þess eru haldnir fyrirlestrar um ý11113
efni, sem varða lögreglustörfin.
Þegar námskeiðinu er iokið hefs(
starfsnámið í lögregluliði, og fer Þa®
fram undir eftirliti lögreglustjóra, yf'r'
lögregluþjóns eða annars yfirmanns.
og stendur þetta starfsnám yfir í a'
m. k. 8 mánuði af reynslutímanurn-
Ekki seinna en 12 mánuðum eftir $
starfsnámi lýkur hefst sfðari hluti skól'
ans, sem stendur yfir í 14—18 vikur>
og eru námsgreinar þar m. a. ýmis
lög og reglugerðir, þjóðfélagsfrseði.-
rannsókn afbrota, mannlýsingar, nokk'
ur atriði um aflvélar og rafmagn®'
tækni, hegningarlög, sjálfsvörn, með'
ferð lögreglutækja, svo að eitthvað sé
nefnt.
Lögregluþjónar byrja ( 15. launa-
flokki opinberra starfsmanna og faer'
ast í 16. launaflokk, þegar fyrri hluta
skólans er lokið. Þegar síðari hluta
skólans og reynslutíma er lokið fs61"
ast þeir upp í 17. launaflokk. Síðan
eru ekki hækkanir fyrr en eftir 8 ar
og færast þeir þá f 18. flokk. Launa-
flokkar frá 19.—25. fara eftir Þv[’
hvaða stöðu lögregluþjónninn gegnir’
þannig eru t. d. byrjunarlaun rann-
sóknarlögregluþjóna 19. launaflokku*-.
aðstoðaryfirlögregluþiónar eru f 24-
launaflokki og yfirlögregluþjónar f 25-
launaflokki, svo að dæmi séu tekin-
Standist umsækiandi öll tilskil'rl
próf að loknum lögregluskólanum
reynist gott lögreglumannsefni f starfs'
náminu, er hann skipaður lögreglU'
þ'ónn feða lögreglukona) f Reykjav^
eða annars staðar á landinu, þar sem
þörf er fyrir slfka starfskrafta; í fyrstu
oftast ríkislögregluþjónn, en sfðar, *■
d. f Reykiavík, borgarlögreglumaðun
Góður lögregluþjónn þarf helst að
vera vel greindur, því að oft þarf hann
að vera fliótur að átta sig á málur*1>
sem hann þarf að taka skjótar og rök'
réttar ákvarðanir um. Lögregluþjðnfl
þarf að vera maður samviskusamur °9
40