Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 48
Texti: ÞýSandi:
BERNHARD STOKKE — Teikningar: JON SKARPRUD — SIGURÐUR GUNNARSSON
1. Oddur missir ekki marks fremur en venjulega. Hið stóra dýr fellur fljótt um koll og verður að láta llf sitt,
til þess að hægt sé að færa öndunum fórn. — 2. Á meðan bræðurnir eru enn að flá dýrið og skera bestu
bitana, berast til þeirra hávær úlfagól, sem enduróma vfðs vegar í skóginum. — 3. eir flýta sér af stað
heimleiðis. Þeim er Ijóst, að stór úlfahópur nálgast þá óðum. Grámann sperrir upp eyrun og urrar. —
4.-5. Skömmu síðar heyra bræðurnir ógurleg hljóð þaðan, sem þeir höfðu drepið elginn, og allir úlfarnir
beina þangað för sinni. Þeir berjast heiftarlega um leifamar, en þær mundu endast skammt til að seðja
þessi gráðugu dýr. Mundi drengjunum takast að komast heim, áður en úlfarnir hefðu étið upp elginn og
færu að elta þá? — 6. Myrkrið var skollið á. Mamma beið eftir drengjunum og var mjög óróleg. Hún hafði
heyrt úlfagólin. Og þegar þau urðu að samfelldri háreysti, varð henni Ijóst, að þessi grlmmu dýr höfðu
komist I bráð. Hún skildi, að nú voru synir hennar I hættu staddir. Hún tók stórar furugreinar úr eldinum
og lagði af stað upp eftir I ófærðinni, ( slóð drengjanna. Hún datt oft, en gætti þess vel, að ekki slokkn-
aði á furukyndlinum. — 7. Þegar hún er komin upp á ásinn, sér hún, að drengirnir koma hlaupandi á móti
henni með allan úlfahópinn á eftir sér. Hún hrópar hátt og sveiflar kyndlinum. Þá verða dýrin hrædd,
nema staðar með gapandi ginum og hörfa slðan til baka. — 8. Drengjunum er borgið, en Grámann, —
hinn tryggl vinur þeirra og félagi, — hafði týnt llfi sfnu I úlfaþvögunni. Oddur hafði eytt öllum örvum sln-
um, og Bjarnarkló bar glögg merki eftir úlfatennur á öðrum handleggnum. Þau hörmuðu öll mjög að