Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1982, Síða 16

Æskan - 01.03.1982, Síða 16
y / *•::: " Aí ■1*1*6— ------— □ HORUND ÞITT? Þ?2 erí klæddur töfrabrynju, sem /??? þekkir sennilega ekki nógu vel, og er húðin þó eitt af stærstu líffœr- um líkamans. Eftir Fergus Cronin. □ Hvernig mundi þér geðjast aö því að klæðast næstum óslítanlegri yfir- höfn, sem væri þeim töfrum gædd aö halda á þér hita, þegar þér væri kalt en kæla þig í hita? Og þessi sama flík stuólaði á ýmsan hátt að því að vernda heilsu þína og gefa til kynna ýmsan sjúkleika — og endurnýja sjálfa sig vegna slits og skemmda? Þú ert einmitt klæddur slíkri töfra- brynju, því húðin á líkama þínum er þessum eiginleikum gædd og mörg- um fleiri. En því miður eru alltof mörg okkar mjög ófróð um flest, sem við- kemur húðinni og hlutverki hennar, og er húðin þó eitt af stærstu líffærum líkamans. Við erum flest fróðari forverum okkar um mataræði, hjartað, hálseitl- ana og mikilvægi þess að stunda lík- amsæfingar. En þótt undarlegt megi virðast gefum við hörundinu lítinn gaum. Húðin hefur margvíslegu hlutverki að gegna, og sé hún heilbrigð, verð- um við venjulega ekki vör við störf hennar. Húðin er fyrsta varnarvirki líkamans gegn skaðlegum öflum. Þótt húðin sé ekki sterkleg að sjá, er hún furðu seig. Villimenn hafa stundum búið sér til serki úr skinni veginna óvina. Húðin er mjög tilfinningarnæm og svarar því vel ýmsum áhrifum; einnig vinnur hún sem hitastillir — og stuðl- ar að því að halda líkamshitanum sem jöfnustum í hvers konar veðri og loftslagi. Margir eru haldnir ýmsum firrum gagnvart húðinni. Ef þú telur þig ekki vera í þeirra hópi, ættirðu að kynna þér eftirfarandi fullyrðingar og spyrja sjálfan þig, hverjar séu réttar og hverjar rangar: 1. Sólbrúnt hörund ber vott um hreysti. 2. Einungis hár á dýrum rís af völdum ótta. 3. Öll veiklun í húðinni stafar af lík- amlegum orsökum en ekki andlegum. 4. Fæðingarblettir stafa stundum af einhverri reynslu móðurinnar um meðgöngutímann. 5. Hrukkum er hægt að eyða með nuddi. 6. Hverjum og einum er hollt að baða sig á hverjum degi. 7. Flestar konur þola illa að sápu- þvo á sér andlitið. 8. Fæðingarblettir og skyldir blettir breytast aldrei í krabbamein. 9. Vörtur læknast ekki nema með vissum læknisaðgerðum. (Það er aldrei hægt að nema þær á brott ,,með töflum"). Allar þessar fullyrðingar eru rangar. Við skulum nú til þess að skilja þetta betur fræðast dálítið um gerð og starfsemi hörundsins. GERÐ HÚÐARINNAR Húðin vegur um það bil 2'h kg, og er því helmingi þyngri en lifrin og heilinn; hún tekur á móti einum þriðja af blóðstraumnum, og yfirborð henn- ar á fullorðnum meðalmanni er um það bil 21,5 ferfet. Húðin er samansett úr sex lögum, sem aftur má greina í tvo aðalhluta: yfirhúðina, sem er ytra lagið og hið raunverulega skinn. 16

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.