Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1982, Page 47

Æskan - 01.03.1982, Page 47
Seinna þennan sama dag sá hún hann á þilfari skipsins. Hann var líka á leiö til V-lndlands. Þau voru kynnt, eftir það gekk allt eins og í sögu. Hún skrifar meðal annars í bréfi til móður sinnar: ,,Eini athyglisverði maðurinn um borð virðist vera „Skátamaður- inn.“ Þetta var í janúar 1912. 24. ágúst sama ár mátti lesa trúlofunartil- kynningu þeirra í ,,The Times." 30. október voru þau gefin saman í St. Péturskirkjunni í Parkstone, Dorset. Framtíðarstarfið var ákveðið. Þau höfðu hvort um sig fundið þann lífs- förunaut, sem var í samræmi við eðli Þeirra og lífsköllun. Þau voru ásátt um að eyða ævi sinni í þágu æskunnar. Ekki einungis æsku síns eigin lands, heldur alheims — ef þörf krefði; og Það leið heldur ekki á löngu áður en svo varð. Engin æskulýðshreyfing hefur bor- 'st jafn ört út um heiminn og átt eins Targa aðdáendur eins og skáta- hreyfingin. Hún er líka í samræmi við Það besta í lífi og starfi hvers manns °9 hverrar þjóðar, án tillits til kyn- Þátta, trúarbragóa og stjórnmála- skoðana og er þess vegna best hæf til að efla bræðralag mannkynsins. Kjarni hennar er kærleikur — uppi- staðan fórnfýsi, og er það ekki einmitt Það, sem heimurinn þarfnast mest á öllum tímum. Móttökurnar í Reykjavík 1938. Eða eins og Baden-Powell hefur sagt: ,,Guð hefur gefið okkur lífið. Það er skylda okkar að lifa því eftir hans vilja." Árið 1916 lét Lady Baden-Powell skrá sig sem skáta og nokkru seinna var hún kjörin skátahöfðingi. Árið 1917 var hún kjörin alheims- skátahöfðingi. Lady Baden-Powell gaf sér ótrú- lega mikinn tíma til að sinna hinu mikilvæga starfi sínu. Hún var óþreytandi að ferðast heimsálfanna á milli, heimsækja skáta, vígja ný skátaheimili, og sitja ráðstefnur skáta. Allir skátar voru henni jafn- kærir, hvaða litarhátt, sem þeir báru; hún brosti jafn hjartanlega framan í þá alla og sagði: „Þú ert líka barnið mitt,“ eða ,,þú ert líka í fjölskyldunni." Það þurfti engum að finnast hann vera útundan. Skátahreyfingin er dásamleg. Það finnst okkur öllum, sem eitthvað höfum kynnst henni að ráði. Hún var líka stofnuð og borin uppi af tveim einhverjum þeim stærstu persónuleikum síðustu alda, Lord og Lady Baden-Powell. Þeim var í vissum skilningi falið af höfundi til- verunnar að hrinda þessu mikla máli í framkvæmd. Að bræða saman í eina bræðralagsheild hina mörgu og ólíku menn. Því aðeins með því að auka samúó og skilning fólks hvert á öðru og hvers annars vandamálum, tekst að efla frið á jörð. Það verður aldrei gert með vopnum, ekki heldur með samningum, þó þeir geti verið góðir. Það verður ekki gert fyrr en menn eru komnir á það stig, að þeir þurfa enga samninga, því þeir þekkja, skilja og elska hverir aðra. Ein af aðferðunum og líklega sú besta er einmitt skátahreyfingin. Það sem sérstaklega einkenndi þessi miklu skátahjón var kjarkur og bjartsýni til aö sigrast á erfiðleikum og bjartsýni til að bera málið fram til sig- urs. H. T. Kartöflueinvígi Nú skulum viö líta á einn leik, sem ekki krefst neins orðaforða eða ^ugarfimi. Þátttakendurnir geta verið eins margir og verkast vill, en þó ekki faerri en tveir. Sérhver þátttakandi fær ívær skeiðar í hendurnar, önnur á að Vera tóm en hin með kartöflu í. Leikurinn er í því fólginn að tveir og tveir þátttakenda eigast við, reyna að ná kartöflu andstæðingsins með tómu skeiðinni sinni án þess að missa sína eigin kartöflu! Þessi leikur krefst þess að öll gólf- teppi hafi verið ryksuguð vandlega áður en gestirnir koma. Þátttakend- urnir eiga sem sé að leggjast endi- langir á gólfið (einn í einu þó). Leggja skal tíeyring á nefbroddinn. Galdur- inn er að ná peningnum þaðan án þess að hreyfa sig hið minnsta. Það eina sem er leyfilegt er að geifla sig í andlitinu! Útlínur landabréfs og höfin eru teiknaðar á stífan, brúnan pappír, bláir hringir tákna tundurdufl, rauðir hringir vígi á ströndinni o. s. frv. Þátttakendur eru „Flotaforinginn", sem situr í miðju herberginu og rann- sakar landabréfið sitt — og njósnarar (skátarnir) hringinn í kringum hann, sem reyna að festa sér það í minni, sem þeir sjá. Þeir verða allir að vera á hreyfingu, en mega fara þrjá hringi í kringum hann. Síðan snúa þeir sér frá og eiga að teikna eftir minni „Landa- bréf flotaforingjans". Sá vinnur, sem teiknar nákvæmastan uppdráttinn. 43

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.