Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Síða 3

Æskan - 01.04.1982, Síða 3
4. tbl. 83. árg. Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn og skrifstofa: Laugavegi 56, sími 10248, heimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, heimasími 23230. Afgreiðslumaður: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, heimasími 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, Apríl sími 17336. — Árgangurinn kostar kr. 270.-. — Gjalddagl er 1. apríl. — Utanáskrlft: Æskan, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgíró: 14014. — 1982 Útgefandi Stórstúka íslands. — Prentsmlðjan Oddl hf. Venus frá Milo er talin fegursta konumynd í heimi. Hún stendur nú í París og snýr vanga að kaldri dagsbirtu, sem tellur inn um norðurglugga. Hver er hún? Hvað er hún 9omul? Enginn veit það, en hún er ávailt nefnd þessu nafni, og er kennd við staðinn, þar sem hún fannst. Hvorki listfræðingar né vísindamenn hafa enn getað skorið úr því hver hún er. Mil° er ein af grísku eyjunum. Um það leyti er saga Þessi hefst, var hún undir stjórn Tyrkja. Hún er klettótt og Sæbrött og þar er lítið þorp hvítra húsa, sem þakin eru 9r®num olívuviði. Tilsýndar er hún eins og fagurt ævin- tyraland. En hún er í eðli sínu hrjóstrug og íbúarnir þar lifa Vlð sultarkjör. Jarðvegur er þunnur og ófrjór. Brennheitir sólargeislar svíða hana dag eftir dag allt sumarið, en Sa|tir vindar næða um hana á vetrum. Einn góðan veðurdag í apríl árið 1820 voru feðgar tveir að 9rafa hátt upp í fjalli. Það var bóndinn Giorgios Bott- °his og Antonio sonur hans. Og sem nú Giorgios rífur Þsr upp gamlar trjárætur, bregður honum í brún því að bá hrynur jarðvegurinn þar niður og opnast stór hola eða beNir. Giorgios fleygði frá sér hakanum og kallaði á son sinn. Þeir mokuðu nú burtu moldinni umhverfis þetta op og k°m þá í |jós að þarna var ofurlítill hellir gerður af ^nnahöndum og með máluðum veggjum. Á gólfinu la9u marmarabrot og á meðal þeirra líkneskja af fork- Unnarfagurrri stúlku. ^iorgios var enginn auli. Hann vissi að ýmsar forn- ^'njar höfðu fundist víðs vegar í Grikklandi, og hátt verð b^fði fengist fyrir þær. Hann flýtti sér því heim og skýrði ÍQrystumanni vestrænnar menningar þar, franska kon- sulnum Brest, frá fundi sínum. Og síðan fór Brest með b°num á fundarstaðinn. "Likneskjan er nokkuð skemmd' segir í skýrslu, er Brest samdi um fundinn. ,,Handleggirnir eru brotnir af og Sv° er líkneskjan brostin sundur um mittið". Samt sem aður var hann stórhrifinn af þessu meistaraverki og var staðráðinn í því að Frakkar skyldu eignast það. Hann tók þegar loforð af Giorgios um að hann skyldi ekki selja líkneskjuna neinum öðrum en Frökkum, því að Brest vissi vel að margir fleiri mundu ágirnast hana. Þeir Giorgios og Antonio fóru nú að bisa við að ná líkneskjunni upp úr hellinum. Þeim tókst að ná efra hlut- Venus frá Milo. Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.