Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Síða 6

Æskan - 01.04.1982, Síða 6
ÆSKAN 83ÁRA Ragnar lét aðvaranirnar eins og vind um eyrun þjóta og hélt áfram skemmdarverkum sínum, alveg þangað til leyniflokk- urinn hafði safnað sönnunargögnum .... Þegar Óli kom að hliðinu heima hjá sér, rak hann augun í hvítan miða, sem hafði verið límdur á hlið póst- kassans með heftiplástri. Hann hljóp þangað forvitinn og hrifsaði miðann til sín. Hann las það, sem stóð á mið- anum. Svo sneri hann sér snöggt við, eins og hann væri hræddur um, að einhver hefði séð hann. Hann stakk miðanum í vasann og fór inn. Hann heilsaði mömmu sinni í eldhúsinu eins og venjulega, henti skólatösk- unni frá sér á sinn venjulega stað og flýtti sér inn í litla herbergið við hliðina á eldhúsinu. Hann lokaði dyrunum vandlega á eftir sér. Hann tók mið- ann upp úr vasanum og stóreygður las hann einu sinni enn: Afhentu lykilinn að skúffunni í kennaraborðinu fyrir kl. 4, annars verður komið upp um þig. Það er fylgst með þér... Xq Óli skildi ekki neitt í neinu. Hann settist á stól og starði á miðann. Hver í ósköpunum vissi, að hann hafði lykil að kennaraborðsskúffunni? Hann hugsaði sig lengi um. En hann varð að lokum alveg ruglaður. Hann minntist þess ekki, að hafa kíkt í skúffuna, þegar aðrir sáu til. En hvað átti hann að gera? Einhver hlaut að hafa séð til hans. Hann efaðist ekki um það. En hvað mundi Bergur kennari segja, ef hann . . .? Hann þorði ekki að hugsa hugsunina til enda. — En ef hann gerði það ekki . . .? Hvað mundu- pabbi og mamma segja . . .? Hann leit á klukkuna. Hana vantaði nokkrar mínútur í þrjú, svo að það var ekki langur frestur, sem hann hafði fengið. Hann leit út um gluggann. Það var ergilegt, að hann skyldi þurfa að brjóta heilann um þetta, á meðan strákarnir voru í fótbolta. En eitthvað varð hann að gera og það fyrr en seinna. Ef hann færi ekki til kennarans, myndi hann áreiðanlega tala við for- eldra hans, strax og hann yrði látinn vita, og þá yrði hann sjálfur settur í stofufangelsi. Hann las orðsending- una aftur. Hann hafði nú ekki gert annað en að opna skúffuna í kenn- araborðinu og skoða einkunnirnar til þess að vera svolítið undir þær búinn. En það er óleyfilegt, sagði rödd innan í honum. Hann stóð upp í skyndi og þaut út úr herberginu. Hann varð að flýta sér, hann vildi ekki láta koma upp um sig. Og hann skyldi sýna þessum dul- arfulla XQ hver sem hann væri, að hann væri ekki hræddur við að játa. Óli faldi sig á bak við runna, þegar hann var að verða kominn að húsi kennarans. Ætli það væri einhver í nánd sem njósnaði um hann? Nei, hann sá ekki nokkurn mann. Það tæki enga stund að fara yfir göt- una og hringja dyrabjöllunni hjá kennaranum. — Hann beið, þangað til leigubíll hafði farið framhjá. Svo dró hann djúpt andann. Nú varð hann aó hrökkva eða stökkva. Allt í einu sá hann strák koma hlaupandi fyrir horn neðar í götunni- Óli beygði sig aftur niður bak við runnann og hreyfði sig ekki. ,,Hvað er þetta?" muldraði hann. „Þetta er Pétur. . .?“ Og hvaó hann hljóp. Þú ættir aö sjá annað eins. Já, en hringdi hann ekki á hjá Bergi kennara? Nú opnuðust dyrnar, og Bergur kom út. Óli sá, að hann brosti til aó byrja með, en svo hvarf brosið, og hann varö strangur á svip. En þegar Pétur af- henti eitthvað rétt á eftir varð hann skyndilega blíður aftur og klappaði drengnum meira að segja á öxlina. Pétur hneigði sig kurteislega — brosti og hljóp af stað. Það skyldi þó ekki vera Pétur, sem var foringi þessa leynilega XQ? Nei — það var ómögu- legt. Hann hafði sjálfur séð, að Pétur hafði einu sinni stolist til að kíkja í skúffuna. En þá hafði Pétur auðvitað fengið sömu skilaboð og hann! Óli leit á klukkuna. Hana vantaói nokkrar mínútur í fjögur. Nú var stundin komin . . . Hann svipaðist vel um. Það var ekki nokkur hræða sjá- anleg, hvorki ofar né neðar á götunni- Hann herti upp hugann, gekk hratt yfir götuna og hringdi dyrabjöllunni- ,,Góðan daginn," sagði Óli hóstaði og hnén skulfu undir honum- 6

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.