Æskan - 01.04.1982, Page 7
”Ég er bara kominn til að . . .“
^ergur kennari lagaði gleraugun
°9 horfði á Óla, sem hafði rétt fram
•ykilinn.
”Þú líka, Óli!!! Ég fer bara að halda,
aö allur bekkurinn komi bráðum
hlaupandi."
"Hvað — eh — ég — ég bið mikillar
afsökunar — ég skal aldrei gera það
aftur. En — þetta — er lykillinn að
skrifborðmu hans þabba." Kennarinn
fór aö hlæja.
..Jasja, Óli. Það var vel gert af ykkur
Hétri að koma og viðurkenna þetta.
^9 er mjög glaður yfir því — og farðu
meö lykilinn heim til pabba þíns. Ég
laaí setja nýjan lás á skúffuna í kenn-
araborðinu á morgun. Okkur getur
öHum orðið á. En segðu mér, Óli. . ."
^ennarinn hugsaði sig dálítið um og
horfði svo á Óla. „Hver- bað þig að
koma? Eða tókstu þetta kannske upp
hia sjálfum þér?"
Oli tvísteig. Bergur kennari var oft
erfiður viðureignar.
”Já, það er að segja — ég," byrjaði
hann og var mjög vandræðalegur. En
Sv° herfi hann upp hugann og sagði
fre hótunarmiðanum. Hann sýndi
ennaranum miðann. Bergur kennari
skoðaði hann vandlega. Svo humm-
a^' hann ánægður. ,,Jæja, Óli, þá
9|eymum viö þessu. Þetta verður þara
ol<l<ar s. milli, og svo látum við þetta
e^ki henda aftur. Ertu sammála?"
”Já, alveg sammála — og — og
hakka þér kærlega fyrir."
°'i var svo glaður yfir að vera búinn
að þessu, að hann hljóp heimleiðis á
harðaspretti.
”Þefta var nú meira," hvíslaði
sfrákur, sem stóö upp bak við runna
'nni ' Qarði. Hann var í garði Hans
a ósmiðs, sem átti heima beint á móti
er9i kennara. Ingvar, sonur skó-
erT1iösins, sneri sér að systkinunum
lrni og Bertu. ,,Nú held ég, að Pétur
°9 Óli hafi lært sína lexíu. Þau fliss-
Uöu öll þrjú.
”^n hér getum við ekki staðið.
°mið þið. Bergur kennari getur séð
kur út um eldhúsgluggann."
Ingvar gekk fyrstur, og hin komu
strax á eftir.
,,Hvað eigum við aó gera núna?"
sþurði Berta áköf.
,,Nú verðum við að þegja eins og
steinar og halda áfram að fylgjast
með öllu."
„Hefurðu fleiri verkefni?" sþurði
Björn.
Þessi þrjú höfóu stofnað leyni-
flokkinn nokkrum vikum áður, og nú
höfðu þau leyst fyrsta verkefnið.
,,Það er áreiðanlega nóg af verk-
efnum. Þú varst að tala um eitthvað í
gær, Berta. Sástu ekki einn af stóru
strákunum vera að fikta við hjólið
hennar vinkonu þinnar?"
,,Jú, en það var ekkert skemmt, svo
að íris vildi ekki kæra hann."
,,Jæja, við verðum að reyna aó hafa
augun hjá okkur." Ingvar var eigin-
lega foringinn, og bæði hann og þau
hin voru meira en viljug að vera með í
þessu. Og það gerðist ýmislegt þetta
haust.
Nokkrum dögum seinna fékk Berta
frí fyrr en strákarnir og hafði fengið
það verkefni að halda sig við leikfim-
issalinn og fylgjast með því, sem
gerðist, helst án þess að nokkur yrði
hennar var, hafði Ingvar sagt. Það
hafði gerst dálítið leiðinlegt í skólan-
um síðustu dagana.
Berta stóð bak viö tré og lét sem
hún væri að lesa. Henni fannst
heldur leiðinlegt að 'standa bara
svona og láta sem hún sæi ekkert. En
strákarnir voru í leikfimi og treystu á
hana.
Skyndilega kom langur, slánalegur
strákur slangrandi með skólatösku.
Hann gekk að hjólinu sínu og virti þaó
fyrir sér. Hann leit í kringum sig. Allt í
einu hrifsaði hann ventilgúmmíið úr
hjólinu við hliðina á, svo að allt loft fór
úr því. Hann lét sem hann væri að
dytta að sínu eigin hjóli og litaðist um.
Rétt á eftir fór hann að öðru hjóli og
gerói það sama. Þegar hann var bú-
inn að hleypa þannig úr sex hjólum,
blístraði hann og hjólaði í burtu.
Berta beið, þangað til hann var
kominn út af skólasvæðinu. Á meðan
krotaði hún nokkur orð á papþírsmiða
og stakk honum undir sætið á hjóli
bróður síns.
Hún tók sitt eigið hjól í miklum flýti
og hjólaði á eftir stráknum. Berta
hafði vakandi auga með honum, og til
allrar hamingju var hann auðþekktur,
því að hann var í blárri þeysu. En öðru
hverju týndi hún honum í mannfjöld-
anum. Hún stansaði á götuhorni og
leit í kringum sig.
Allt í einu sá hún strákinn og var þá
ekki sein að koma sér af stað aftur.
Skömmu seinna lagði hann hjólið frá
sér fyrir utan hús nokkurt. Berta
stansaði í dálítilli fjarlægð og lét sem
hún væri að skoða eitthvaó í búðar-
glugga. í rúðunni sá hún, að strákur-
inn fór inn í húsið. Þetta var stórt fjöl-
býlishús, og nú mundi hún allt í einu,
að hún hafði einu sinni fyrir löngu
síðan komið inn í það — því að tann-
læknir hafði þar stofu á annarri hæð.
Hún mundi ennþá eftir lyktinni
hræðilegu og sársaukanum síðan þá.
Hvað átti hún að gera núna? Hún
hugsaði sig ekki lengi um — heldur
lagði hjólið frá sér og fór á eftir
stráknum. Hún flýtti sér inn í ganginn
og lagði við hlustirnar. Þarna gekk
strákurinn upp tröppurnar, og nú var
hann að tala við einhverja konu. Hún
fór á eftir honum. Strákurinn stóð fyrir
utan einar dyrnar, og Berta skildi
strax, að konan var mamma hans.
,,Ég þarf aðeins að skreppa út. Þú
getur fengið þér mat í eldhúsinu,"
heyrði Berta konuna segja, um leið og
7