Æskan - 01.04.1982, Page 8
hún fórfram hjá. Hún beið lengra uppi
í stiganum, þangað til hún heyrði að
dyrunum var lokað og konan gekk
niður tröppurnar og hjólaði hratt heim
á leið.
Hann heldur áreiðanlega, aö þetta
sér bara gabb,“ sagði Berta við þau
hin, þar sem þau lágu í leyni og höfðu
auga með húsi skólastjórans.
,,Nei, hann kemur ekki,“ sagði
Ingvar. ,,Viö erum búin að gefa hon-
um 15 mínútur í viðbót. Þið vitið, hvað
við eigum að gera."
Hin kinkuðu kolli og ekki löngu
seinna var bréfi stungið í póstkassa
skólastjórans.
Næsta dag gerðist ekkert og ekki
heldur daginn þar á eftir. En allir
nemendurtöluðu um hve ómerkilegur
sá væri, sem færi svona með hjólin.
Einn nemendanna hafði orðið að
leiða hjólið sitt heim. Loftinu hafði
ekki bara verió hleypt úr, heldur voru
ventlarnir horfnir, svo að hann varð
að kaupa nýja.
Leyniflokkurinn hafði safnast sam-
an heima hjá Ingvari. ,,Nú verðum við
að taka harðar á hlutunum,;' sagði
Ingvar. ,,Hann heldur, að þetta sé
bara gabb og skólastjórinn ætlar
sennilega að sjá til, eins og fullorðna
fólkiö segir.
,,En nú ætti hann þó að gera eitt-
hvað," sagði Berta.
,,Já, sérstaklega eftir þetta með
Eirík og ventlana, sem hurfu af hjólinu
hans."
,,Ég veit, hvað við skulum gera,"
sagói Ingvar.
Meðan leyniflokkurinn réði ráðum
sínum, sat skáolastjórinn annars
staöar í bænum og klóraði sér hugs-
andi í hausnum. — Hvað á ég að
gera? hugsaði skólastjórinn. Hann
tók upp bréfið, sem hann hafði fundið
í póstkassanum og las þaó aftur:
Strákurinn, sem hleypir loftinu úr
hjólunum, heitir Ragnar Hansson.
Hann er í 1 A og á heima á Vestur-
götu 14, fjórðu hæð.
XQ
Skólastjórinn var hugsi dálitla
stund. Klukkan á veggnum bak við
hann sló sex. ,,Eitthvað verður að
gera í þessu," sagði hann ákveðinn
og stóð upp. Skömmu seinna var
hann á leið í skólann, þar sem átti að
halda fund.
Á meðan hafði leyniflokkurinn rætt
áætlun sína vandlega, og nú vissi
hvert þeirra, hvað það átti að gera.
í fjórða tíma daginn eftir átti Ingvar
frí í leikfimi, því að hann hafði meitt sig
í fætinum. Hann fór upp á hæðina, þar
sem stofur fyrsta bekkjar voru, og
ekki löngu seinna var hvítum miða
komið fyrir í jakkavasa. Og svo hvarf
hann jafn hljóðlega og hann hafði
komið.
Þegar tíminn var búinn og nem-
endurnir streymdu út, varð Ragnar
Hansson eftir. Hann stóð með hvítan
miða í hendinni og las:
Þú hefur verið kærður, en ef þú ert
röskur — fyrir kl. 14 — geturðu
bjargað málinu.
XQ
,,Þvaður,“ hvæsti hann fyrirlitlega
og kramdi miðann í hægri hendi. Svo
gekk hann hratt niður stigann. En
þegar hann kom út, varð hann hugsi.
Þaó skyldi þó ekki vera Hans, sem
njósnar um mig? hugsaði hann og
kreppti hnefana. Það skyldi hann fá
borgað.
Hann gekk í burtu og settist á hjólið
sitt. Svo blístraði hann ánægður og
tók ekki eftir því, að þrenn augu
fylgdust vandlega með honum, auk
einna í skóladyrunum.
Það var Bergur kennari, sem stóð
vörð, meðan hann velti því fyrir sér,
sem skólastjórinn hafði sagt frá í
gærkvöldi. Það höfðu orðið miklar
umræður um, hvað gera skyldi, þegar
hann sagði frá Pétri og Qla og hótun-
armiðunum. Hann varð að brosa,
þegar honum varð hugsað til þessa
flokks XQ. Þetta hlutu að vera ein-
hverjir skarpir krakkar, sem fylgdust
mjög vel með öllu. Það væri gaman að
vita, hverjir það væru, sem höfðu gert
sjálfa sig að svo atkvæðamikilli eftir-
litslögreglu.
En þessi Ragnar Hansson . . •?
Hvernig strákur skyldi hann vera? Gat
það verið hann, sem vann þessi au-
virðilegu skemmdarverk á hjólunum?
Þaó varfjöldinn allur af kvörtunum,
sem höfðu borist undanfarið, og eitt-
hvað varð að gera. En það var líka
rétt, sem skólastjórinn hafði haldió
fram kvöldið áður, að það var ekki
hægt að taka strákinn bara vegna
þessarar leynilegu orðsendingar. En
það hafði verið samþykkt einróma að
hafa vakandi auga á honum.
Björn lá vel falinn inni í garði rétt við
skólann. Það var bara lág girðing,
sem skildi hann frá leikvelli skólans.
Hann lá grafkyrr og var tilbúinn með
myndavélina. Þarna kom Ingvar og
gekk að hjólinu sínu, og með mikiNi
leikni kom hann hvítum miða fyrir
undir sætinu á hjóli Ragnars. Björn
brosti í kampinn, þegar Ingvar hvarf af
skólasvæðinu.
En hvað var þetta ekki . . .? Jú, svo
sannarlega — þarna kom Ragnar! Nú
var um að gera að nota tækifærið,
þegar hann læsi hótunarbréfið.
Ragnar leit snöggt í kringum sig,
þegar hann varð var við hvíta miðann-
Hann las það, sem á honum stóð og
leit aftur í kringum sig. Svo virtist sem
miðinn frá Ingvari hefði gert hann al-
varlega smeykan. Hann fékk bara 10
mínútna frest til að gefa sig fram ^
sjálfsdáðum.
Ragnar svipaðist enn um. Svo varð
hann öskureiður og reif bremsubark-
ann af hjólinu, sem næst stóð, sneri
sér svo við og sparkaði í annað, svo
að loftið fór úr því. Svo kastaði hano