Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Síða 16

Æskan - 01.04.1982, Síða 16
Meiru bjargað úr skipinu Feginn er ég þó, að ég hef þó penna, blek og pappír. Nú get ég skrifað margt upp mér til minnis, sem fyrir mig hefur komið, og er það gott fyrir seinni tímana. 2. október. Ég vaknaði upp eins og nýr maður, snæddi morgunverð og gaf hundinum með mér, sem legið hafði á verði fyrir framan virki mitt; ekki gleymdi ég heldur köttunum; ásetti ég mér riú að halda áfram sömu vinn- unni og daginn áður. Til þess aö afla mér enn þá meira af boröum og öðrum efnivið, hugði ég mér hentast að synda út til strandaða skipsins og timbra mér þar nýjan fleka. Þetta gekk mér allt að óskum. Ég varð fljótt búinn með þennan nýja fleka og flutti ýmisleg föng á honum til Þegar hann hafði komið farangrinum á flekann, reri hann í land. eyjarinnar: nokkra sekki fulla af nöglum og skrúfum ým- issa stærða, nokkrar tylftir af bolöxum og skaröxum, einn hverfistein, nokkra járnkarla, tíu herbyssur, fullt púður- horn, eina fuglabyssu, stóran pung með fuglahöglum, tvo kúta fulla af herbyssnakúlum, eitt hengirúm með rúmfötum, mikiö af fatnaði og eitt stórt segl. Þaö var komið undir sólarlag, þegar ég var búinn að skipa öllu þessu af flekanum. Ég bjó mér til tjald og notaði til þess stóra seglið. Því næst hlóð ég upp kistum og borðviði umhverfis tjaldið, til þess að vera óhultur fyrir árásum villidýra, en inn í tjaldið bar ég alla þá hluti, sem skemmst gátu af regni. 3. október. í dag synti ég í þriðja sinn út til skipsins.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.