Æskan - 01.04.1982, Síða 36
vESKAN
i83ÁRA
Þann 22. febrúar sl. fögnuöu ís-
lenskir skátar fjórum stórafmælum:
75 ára skátastarfi í heiminum, 70 ára
skátastarfi á íslandi, 60 ára kvenna-
skátastarfi á íslandi og 50 ára hjálp-
arsveitastarfi skáta á íslandi. Hér á
landi eru í dag starfandi 38 skátafé-
lög, auk þess sem 12 hjálparsveitir og
5 St. Georgs-gildi starfa í tengslum
viö hreyfinguna. Alls eru því undir
skátamerkjum um 5.500 íslendingar.
Skátahreyfingin hóf starfsemi sína
formlega áriö 1908 og ári síðar var
Baden-Powell hylltur í London, þar
sem saman voru komnir um 11.000
skátar. Frá þeirri stundu breiddist
skátahreyfingin út um allan heim eins
og eldur í sinu. Fyrst voru eingöngu
drengir í skátahreyfingunni, en fljót-
lega hófst einnig sérstakt stúlkna-
starf.
Kynni íslendinga af skátastarfi
hefjast sumarið 1911 er hingaö til
lands kom maöur aö nafni Ingvar
Ólafsson, sem haföi dvalist í Dan-
mörku um hríö og kynnst þar starf-
1. stjórn Bandalags íslenskra skáta.
II. W'. ÁoúKlsson. c. u, Srrins
J. O. ’lúnsson. A. V. Ttilinius.
félag haföi aö ýmsu leyti sérstööu
innan hreyfingarinnar, bæöi það að í
fyrstu var þaö ekki stofnað sem
skátafélag, þó starfsemi sveigðist
fljótt í þaö horf, og svo hitt, að þaö var
stofnað innan vébanda KFUM í
Reykjavík.
Axel V. Tulinius var einn af frum-
kvöðlum skátastarfs hérlendis, en
fyrsta hugmyndin aö stofnun Banda-
lags íslenskra skáta kemur fram hjá
Ársæli Gunnarssyni, sem um langt
skeiö var einn mesti forvígismaður og
foringi Væringjafélagsins. Þaö var 17.
dag júnímánaðar árið 1927 sem það
bandalag sem nú starfar var stofnaö.
Axel V. Tulinius var kjörinn fyrsti
skátahöfðingi íslands og gegndi hann
því starfi allt til ársins 1937. Helgi
Tómasson tók við af Axel og var
skátahöföingi til dánardags 1958. Þá
var Jónas B. Jónsson kosinn skáta-
höföingi og gegndi hann því allt til
ársins 1971. Þá tekur Páll Gíslason
viö og var skátahöfðingi allt þar til á
síðasta ári, er Ágúst Þorsteinsson var
kjörinn skátahöföingi.
Sögu skátahreyfingarinnar hér-
lendis er ekki hægt aö gera nákvæm
skil í þessum línum, en þess má
geta aö fyrsta kvenskátafélagið var
stofnaö áriö 1922. Skátastarf hefur í
gegnum tíöina verið unnið í flokka-
starfi í anda kenninga Baden-
Powells. í yngstu flokkum skáta-
starfsins eru börn á aldrinum 9—11
ára og hafa þau gengið undir nafninu
ylfingar og Ijósálfar, einnig léskátar,
nú síöustu árin. Þá tekur viö áfanga'
skátastarf 11—14 ára, síðan drótt-
skátastarf. Eldri skátar hafa tekið að
sér foringja- og hjálparsveitarstörf,
einnig hafa þeir stofnaö með sér sér-
stök félög og samtök til aö viöhalda
gömlum kynnum í tengslum
skátahreyfinguna. I rás tímans hefur
hópstarfiö tekiö nokkrum breytingum
og starfa drengir og stúlkur meira
Tiinnimist'n. saman í flokkum en áöur var.
Axel V. Tulinius.
semi skáta. Skátafélag Reykjavíkur
var þó ekki formlega stofnaö fyrr en
ári síðar, eða 1912, og var þá aðeins
ein sveit stofnuö. Skömmu síðar uröu
sveitirnar þrjár.
Næst á eftir Skátafélagi Reykjavíkur
komu Væringjar í Reykjavík. Stofn-
andi þeirra var hinn kunni æskulýðs-
1 leiötogi, síra Friörik Friðriksson. Þaö
32