Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1982, Síða 52

Æskan - 01.04.1982, Síða 52
ÍSLAND 200 981-KRISTNIBOÐ-1981 l! NNLAliCl'R scuh IÍNAN DRECIN ■ ÍSLAND 5000 Um það bil mánuði síðar kom svo út mjög stórt og dýrt frímerki. Verðgildi þess er 5000 aurar og stærð þess er 36X36 mm. — Myndin á merkinu er af málverki Gunn- laugs Scheving „Línan dreg- in“ og sjást þarna sjómenn að verki úti á sjó. Mun málverk þetta vera frá árinu 1945. Málarinn notaði olíuliti við gerð þessa myndverks, en það mun nú vera í eigu Ríkis- útvargsins. Gunnlaugur Scheving list- málari fæddist árið 1904 í Reykjavík en dvaldist hjá fósturforeldrum sínum á Austurlandi til ársins 1921, en síðan tvö ár í Reykjavík og fékk þartilsögn íteikningu. — Haustið 1923 fór hann til myndlistarnáms til Dan- merkur og var þann vetur á teikniskóla þar, en hélt síðan heim. — Ári síðar fór hann aftur til Kaupmannahafnar og settist þá í Listaháskólann og var þar við nám á árunum 1925 til 1929. — Sína fyrstu málverkasýningu hélt Gunn- laugur Scheving á Seyðisfirði þegar á námsárum sínum. Síðan oft í Reykjavík og utan- lands. Verk Gunnlaugs Scheving eru víða til í söfnum bæði innanlands og utan og einnig í mörgum oþinberum byggingum í Reykjavík. — Gunnlaugur Scheving list- málari andaðist í Reykjavík árið 1972. Þetta frímerki ber útgáfu- númerið 204. Þrjú frímerki komu út 24. nóvember. Um kristni- boðs-frimerkið, sem er rauð- blátt á litinn og ber verðgildið 200 aurar, segir svo í auglýs- ingu póststjórnar: Kristniboðsárið 1981, þegar minnst er 1000 ára afmælis kristniboðs á íslandi, er tilefni frímerkis, sem Póst- og símamálastofnunin gefur út. — Árið 981 kom íslenskur víkingur, Þorvaldur víðförli, til heimabyggðar sinnar, Giljár í Húnaþingi, ásamt Friðreki líkindum vera frá miðöldum. Krossinn er skorinn úr reka- viði, eintrjáningi, og eru greinar nýttar sem armar krossins. Þær vísa eðlilega nokkuð uþp á við og því skapast hið óvenjulega form róðunnar — hinn krossfesti virðist lyfta höndum og blessa. — Krossmerkið, helsta tákn kristinnar trúar, táknar sáttagjörðina milli Guðs og manna og einnig mannanna innbyrðis. Það mun vera skiljanlegt hvar sem kristin trú hefur verið boðuð. Þjóð og kirkja Islands minnist upphafs kristni sinnar með hátíóahöldum á kristniboðs- árinu og næstu árum í þakk- læti fyrir það sem kristin trú hefur þýtt fyrir þjóðina um aldir. Hátíðahöldin undirstrika þann skýra ásetning að boða áfram kristna trú með ákveðnum hætti bæði innan- lands sem utan. frímerki 1981 trúboðsbiskupi hinum sax- neska. Hafði Þorvaldur kynnst hinum Hvíta Kristi suður ílöndum, lagði af víking við þau kynni og vildi nú boða löndum sínum trú á herra friðar og kærleika. — Nítján árum síðar, árið 1000, var kristni lögtekin á Islandi án blóðsúthellinga. — Frímerkið ber mynd af róðukrossi frá kirkjunni að Álftamýri við Arnarfjörð. Hann er nú í Þjóðminjasafninu og mun að Teiknari þessara merkja — kristniboðs- og jólamerkj- anna — er hinn sami og fyrr eða Þröstur Magnússon. Jólamerkin tvö eru að verðgildi 200 og 250 aurar. Þau eru í mörgum litum og prentuð í Sviss. — Útgáfu- númer frímerkja þessara er sem hér segir: Kristniboðs- merkið er nr. 205. Jólamerkin tvö eru nr. 206. Póst- og símamálastofn- unin gefur á þessu ári út jóla- frímerki með laufabrauð að myndefni. — Laufabrauðs- gerðin hefur verið mjög ut' breidd á Norðurlandi °9 Norð-Austurlandi en hefur nu breiðst út víða um land. — ^ síðari tímum hefur laufa' brauðsgerðin verið eingön9u bundin jólunum en var fyrrum viöhöfð fyrir aðrar stórhátíó'r ársins og fyrir brúðkaups' veislur. — Algengast mun vera að búa til laufabrauð úr hveiti eða úr rúgmjöli og hve'*1 sigtuðu saman en þetta nnun vera misjafnt eftir héruðuB1- — Þá er og algengt að skera ýmiss konar munstur kökurnar svo sem stjörnur. jólatré, burstabæ og mar9l fleira. — Einnig eru oftskor!n nöfn eða fangamörk heimilla fólksins í þær. — Laufa brauðsskurður þótti vanda verk ef tilbreytni í munsf1 gætti og var notaður hníf5 oddur við það verk en nú erU notuð svokölluð laufabrauðs járn úr kopar og þykja þægileg. — Laufabrauðsger er þjóðlegur siður og virð's ætla að viðhaldast meó yn9rl kynslóðum. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað um fleiri frímerkia útgáfur á árinu 1981. g.H- 48

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.