Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Síða 6

Æskan - 01.06.1989, Síða 6
Hrognkelsi og hrekkjusvín Framhaldssaga eftir Kristínu Steinsdóttur Lási sveiflaði skólatöskunni og gekk út úr skólanum. Þetta hafði verið leiðinlegur skóladagur eins og allir aðrir dagar sem hann mundi eftir. Þegar hann yrði nógu gamall ætlaði hann að hætta í skóla og aldrei framar að líta í áttina til skólabyggingar. Hann stóð og horfði upp eftir gamla skólanum. Honum fannst stóra húsið vera risafengið skrímsli með þúsund augu sem ætluðu að gleypa mann. Stærstur var gang-glugginn langur og mjór eins og kennarinn hans. Allt í einu heyrði Lási rödd kennarans: - NÚ VERÐUR ÞÚ AÐ TAKA ÞIG Á, ÞORLÁKUR! Hann horfði upp í gluggann og allt í einu fóru allir gluggarnir að tala með rödd kennarans: - NÚ VERÐUR ÞÚ AÐ TAKA ÞIG Á, ÞORLÁKUR! Hann greip fyrir eyrun og sneri sér snöggt við. Þá hurfu raddirnar! Hann sparkaði illskulega í hjólagrindina um leið og hann gekk framhjá. - Drusla, hvæsti hann og sparkaði aftur. Lási var hár vexti. Mamma hans sagði að hann væri eins og fullorðinn karlmaður. Hann var stærri en flestir hinir krakkarnir í bekknum. Strákarnir voru bara tittir en stelpurnar mestu „pæjur“ þó að þær væru bara ellefu ára. - Komdu í fótbolta! kallaði hann til Palla sem kom út úr skólanum. - Þú veist vel að ég leik ekki við hrekkjusvín, sagði Palli þungur á brún. Svo hjólaði hann í burtu. Lási stóð kyrr og horfði á eftir honum. Hann beygði sig niður og hleypti loftinu úr nokkrum hjólum sem stóðu í hjólagrindinni. Lási vissi að krakkarnir voru hræddir við hann. Hann var ekki sá duglegasti í bekknum en örugglega sterkastur! Hann gekk yfir skólavöllinn. Þar voru tvær litlar stelpur. Þær voru í snú-snú. Bandið var bundið í markstöngina; önnur sneri en hin hoppaði. Lási horfði á stelpurnar. Svo gekk hann til þeirra. Hann ætlaði ekkert að gera. Þegar hann nálgaðist gripu þær töskurnar sínar og hlupu í burtu eins hratt og fætur toguðu. Þær flýttu sér svo mikið að þær gleymdu snú-snú-bandinu. - . . .alveg agalegt hrekkjusvín . . . heyrði Lási þær segja þegar þær hlupu fram hjá. Svo voru þær horfnar. Lási tók snú-snú-bandið upp- Hann sneri því í nokkra hringi og horfði fast á gluggana. En raddirnar komu ekki aftur. Svo henti hann bandinu frá sér og hljóp heim á leið. Lási átti heima í blokk. Blokkin var ekki stór. Hann þekkti allt fólkið. Lási hljóp upp stigann, dró fram lykilinn og fór inn. íbúðin var mannlaus. Mamma var að vinna eins og venjulega. Á eldhúsborðinu fann Lási miða sem á stóð: 6 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.