Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 22
í júní 1986 fór ég með mömmu, pabba
og Möggu vinkonu í sumarfrí til Dan-
merkur. Við dvöldumst í viku hjá Óla
danska, eins og við kölluðum hann, í
Skovlunde sem er úthverfí Kaup-
mannahafnar. í Kaupmannahöfn skoð-
uðum við okkur vel um, sigldum um
síkin, fórum í Tívolí og á Bakkann.
Við kvöddum Kaupmannahöfn og
héldum niður að höfn. Þaðan tókum við
ferju áleiðis til Sámseyjar. Eftir rúmlega
tveggja tíma siglingu kom hún í ljós.
Eyjan var grænni en ég bjóst við. Sáms-
ey er í miðju Danmerkur og flestir íbú-
arnir rækta kartöflur eða ala svín.
Óli danski á tvö hús í Toftebjerg.
Þau eru eins og flest húsin á eyjunni, í
dönskum stíl, svört og hvít bindingshús
með hálmþökum. Annað húsið hefur
nýlega verið lagfært. Þar bjuggum við.
Ég og Magga sváfum á efri hæð hússins
í sérherbergi sem var með litlum svöl-
um. Hitt húsið, sem Óli á, lánar hann
tveim atvinnulausum vinum sínum
þeim Jens og Níelsi. í staðinn hugsa
þeir um hundinn hans en sá er kolsvart-
ur, hreinræktaður labrador og heitir
Tjekkó. En nú var Tjekkó hjá okkur.
Um kvöldið gat ég ekki sofnað því að
daginn eftir átti ég afmæli. Ég var svo
spennt.
Ég vaknaði snemma. Allir óskuðu
mér til hamingju með daginn. Ég var
orðin tólf ára.
ára afmælið
eftir Gunni Róbertsdóttur 14 ára.
| Því næst drifum við okkur niður á
| bryggju. Þar beið okkar sportbáturinn
| hans Óla og við fórum um borð.
Ferðin gekk vel. Við þutum áfram.
I Mamma og pabbi voru leyndardómsfull
| eða svo fannst mér. Þau voru að fela
| eitthvað!
| Ég vissi ekki hvert við vorum að fara
| en eftir 20 mínútur komum við að eyði-
| eyju. Óli hægði ferðina og sigldi inn í
I litla vík. Við óðum í land. Tjekkó
| hoppaði af gleði og reyndar við Magga
| líka.
| Eyjan var öll sundurgrafín af kanín-
| um sem áttu þar holur sínar. Tvö og tvö
| hvít eyru sáust víða bak við villigróður-
I inn. Þegar Tjekkó tók eftir þeim hljóp
| hann strax af stað. Þó að hann væri
| sjö ára var hann sprækur eins og hvolp-
| ur.
| Það var yndislegt veður. Sólin skein
| og sjórinn glitraði. Óli náði í teppi og
| breiddi úr því á grasið. Þá kom mamma
| með þessa fínu þriggja hæða rjóma-
| tertu, afmælisrjómatertu. Hún hafði að
| vísu lagst lítið eitt saman í hitanum en
| það var bara betra. Pabbi kom með af-
| mælisgjafirnar. Þær voru frábærar.
Á eftir fórum við Magga og Tjekkó í
| gönguferð um eyna en skyndilega hvarf
| hundurinn. Við komum auga á op í
I berginu og þar sem Tjekkó rannsakar
| allt og alla álitum við að þangað hefði
I hann farið. Við gægðumst inn um opið
| og þar kom í ljós lítill hellisskúti. Það
| var kalt inni en í loftinu var dálítið gat
1 svo að þar var sæmilega bjart. Þá heyrð-
| um við eitthvert þrusk og sáum Tjekko
| krafsandi úti í horni. Þegar við komuni
| nær var þar bara músarhola og við
| drógum hann út í dagsljósið.
| Þegar við komu út fórum við að leika
| okkur í sjónum og Tjekkó svamlaði
| með okkur.
| Pabbi kallaði á okkur og sagði að við
I þyrftum að fara til baka. Við tókum
| saman dótið og hlupum í átt að bátn-
I um.
| Á heimleiðinni þykknaði skyndilega 1
| lofti og á skall hellidemba með þrumum
| og eldingum. En við tókum því bara
1 létt, sátum úti rennblaut og borðuðum
| girnilegt svínasnakk frá Sámsey. Pa^
| birti til og stuttu seinna sigldum við mn
| í höfnina.
Dagurinn leið alltof hratt en það gera
| þeir alltaf þessir skemmtilegu.
Þessum afmælisdegi gleymi ég aldrel>
| svo eftirminnilegur var hann. Hann er
I eflaust sá besti.
| (Sagan hlaut aukavcrðlaun í samkeppni Æskunn
| ar og Barnaútvarpsins 1988)
22 ÆSKAJM
^ />*
ÖRNUM
VEGI
Linda Björk Óskarsdóttir á
heima að Ásavegi 18. Hún er
að verða 12 ára.
Linda Björk Óskarsdóttir
- Hvað gerir þú í sumar?
„Ég er í Vinnuskóla Vest-
mannaeyja. Ég tíni rusl og
hreinsa til.“
- Hvernig líkar þér starfíð?
„Bara vel. - Já, það hefur
verið ágætt veður.“
- Við hvað unir þú þér
helst í tómstundum?
„Bara að leika mér. Mér
finnst gaman að gæta litla
bróður míns. Hann er tveggja
ára og heitir Andri Freyr.
- Nei, það er ekkert erfítt.
Hann er ósköp þægur.“
- Áttu fleiri systkini?
„Ekki alsystkini - en hálf-
systkini.“
- Hefur þú ferðast langt?
„Ég fór hringveginn í
fyrra.“
- Hvar fannst þér falleg-
ast?“
„Mér fannst alls staðar fal-
legt.“
- Voruð þið með tjald eða
gistuð þið á hótelum?
„Hvort tveggja. - Já, mér
þykir gaman að sofa í tjaldi.
Ég tjalda stundum úti á bletti
og stundum fer ég út á eyju og
tjalda þar. Vinkona mín er oft
með mér. Hún heitir Sigur-
dís.“
- Átt þú gæludýr?
„Já, ég á kött. Það er læða
og heitir Kara. Ég var níu eða
tíu ára þegar ég fékk hana. Þá
var hún ósköp lítil. Hún var
að byrja að opna augun og
ganga.“
- Varstu líka í Vinnuskól-
anum í fyrra?
„Nei, þá var ég í sveit hjá
afa og ömmu að Álftarhóli í
Rangárvallasýslu. - Nei, ég
var ekki með Köru með mér
og á bænum var enginn kött-
ur. Þar eru kindur, kýr og
hestar. Ég hjálpaði til við
mjaltirnar og ýmislegt annað.
Ég var að strepta og gekk bara
vel. Kýrnar voru stilltar og
góðar.“
(Sögnin strepta kemur
mörgum lesenda eflaust
ókunnuglega fyrir sjónir.
Merking hennar er: „hreyta,
tutla síðustu mjólkurdropana
úr kú, á eða geit.“ (íslensk
orðabók Menningarsjóðs)
Linda Björk á við að hún hafí
handmjólkað síðustu dropana
úr kúnum eftir að mjaltavél-
arnar höfðu lokið sínu verki)
Varð undireins
hvít aftur
Sigríður á heima að Vest-
mannabraut 38.Hún er fædd í
Kópavogi en fluttist til Vest-
mannaeyja 1987. Hún er ein-
birni.
Manstu hvað þú varst að
gera þegar tekin var af þér
mynd fyrir Æskuna?
„Ætli ég hafí ekki verið að
Sigríður Guðlaug Halldórsdóttir
hjóla eða á hjólaskautum. Það
finnst mér skemmtilegast.“
- Hvað manstu best frá því
í fyrrasumar?
„Að ég fór til Spánar með
ömmu minni. Við vorum þar í
þrjár vikur. Já, það var gott
veður. Ég lék mér á strönd-
inni á hverjum degi. Mér
fannst sjórinn kaldur fyrst en
svo vandist ég því. Nei, ég var
ekki með íslenskum krökk-
um. Ég var eini íslendingur-
inn þarna á þessum aldri. En
ég kynntist spænskri stelpu
sem átti heima í blokk við
ströndina.
Vinkona mín úr Kópavogi
var á sama u'ma á Spáni, bara
á öðrum stað. Hún heitir Þóra
Hjaltadóttir. Við höfum verið
vinkonur lengi og hún hefur
heimsótt mig í Eyjum. Hún
kom í afmælið mitt. Hún
kemur aftur þegar skólinn er
búinn.
Jú, ég varð dálítið brún en
ég varð undireins aftur hvít
þegar ég kom heim.“
- Hefur þú farið til fleiri
landa?
„Já, ég fór til Bandaríkj-
anna með ömmu þegar ég var
fíögurra eða fímm ára Við fór-
um í heimsókn til pabba.
Hann var að læra þar. Það var
um vetur og við vorum bara í
viku.
Ég hef líka farið tvisvar
hringveginn, í fyrra og fyrir
nokkrum árum.“
- Hvað gerir þú í tóm-
stundum?
„Það er svo margt. Ég safna
veggmyndum og úrklippum.
Ég hef æft fimleika. Ég lék
mér líka oft við hamsturinn
minn en hann dó í morgun.“
- Það þykir mér leitt að
heyra. Var hann orðinn gam-
all?
„Nei, hann var bara eins
árs. Ég hafði átt hann í þrjá
mánuði. Já, hann var oftast í
búri en stundum leyfði ég
honum að hlaupa um í rúm-
inu mínu. Hann gat hlaupið
mjög hratt og það var erfítt að
ná honum.“
Þökk fyrir spjallið, Eyja-
meyjar.
KH.
ÆSKAIT 23