Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1989, Page 24

Æskan - 01.06.1989, Page 24
»JEsku \ póstunnn ; ■ Póstfangið er: ^■ ^0 Æskan, pósthólf 523, ^ 121 ReyKjavíh. 1 mmmm S ' wm m 1 ; ; ; . ; 5aga og vísur Sæl, góða Æska! Mig langar til að segja ykkur sögu: Blýanturinn Ég er skólablýantur. Þegar ég er í pennaveskinu verð ég að halda mér fast og sérstaklega ef Harpa er að flýta sér í skól- ann. Ég hoppa samt alltaf þótt ég haldi mér eins fast og ég get. í skriftartímum er mér hent á borðið. Á ég að segja ykkur leyndarmál? Strok- leðrið er alltaf að stríða mér. Mér finnst gott á strokleðrið að Harpa strokar mikið út. En það er slæmt að hún skrifar svo mikið að ég er orðinn svo lítill að hún get- ur ekki notað mig lengur. . . Tvaer vísur Krummi litli situr á kletti, honum er sama þótt hann detti, þá flýgur hann heim, beint út í geim. Ég veit um eina kind, er reyndar líkist mynd, hún líkist sjálfri sér, úff, sem betur fer ekki mér! Harpa í Hvammi. efni, Þakka þér fyrir skemmtilegt Harpa. Til gamans bendum við á hvernig fella má fyrri vísuna í stuðla og hiifuðstafi: Lítill situr krummi á kletti, karli er sama þótt hann detti. Þá flýgur hann heim um heiðbláan geim. . . Fullt nafn og heimilisfang. . . Sæl, kæra Æska! Mig langar til að vita af hverju maður þarf að rita fullt nafn og heim- ilisfang ef skrifað er til þáttarins Æskuvanda. Ég vildi gjarna fá veggmyndir af River Phoenix eða Tom Cruise. X-4689. Svar: Það er sjálfsögð kurteisi að rita fullt nafn undir bréf. Viðtekin venja er að birta ekki bréf nema þess hafi verið gœtt. Við notum tœkifœrið til að minna alla þá sem senda Æskunni bréf á að undirrita það á réttan hátt - um hvað sem skrifað er. Við birtum bréf undir dulnefni sé þess óskað - eins og oft áður hefur verið nefnt. Hver veit nema þér verði að ósk þinni um veggmynd? Meira um frjálsar íþróttir Kæra Æska! Ég þakka mjög skemmtilegt blað en það yrði enn skemmtilegra ef meira yrði birt um íþróttir en verið hefur - ekki endilega handknattleik heldur frjálsar íþróttir. Frjálsíþrótta- mót eru haldin nærri annan hvern dag einhvers staðar á landinu en ekk- ert er fjallað um það. Þið skuluð samt ekki sleppa handknattleiknum því að hann er eftirlætisíþrótt mín. Dísa. Svar: Eg tek þetta til athugunar. Það er rétt að um skeið hefur ekki verið fjall- að mikið um íþróttir almennt en viðtöl við íþróttafólk eru alltaf annað veifið. Á íþróttasíðum dagblaðanna cru úr- slitum á mótum gerð góð skil, einnig mótum barna og unglinga. Tímarit geta ekki sinnt þeim þœtti eins vel og þau. Límmiðar Kæri Æskupóstur! Ég er nýorðinn áskrifandi að Æsk' unni og fmnst hún æðislega skemmn' leg. Gætuð þið gert límmiða með popP' stjörnum, t.a.m. Tom Cruise> Madonnu, Kim Wilde, Söndru, Whitney Houston, Michael Jackson, Morten Harket og Rick Astlev? Myndir af hljómsveitum mættu líka vera á límmiðunum, t.d. af Bros, A' Ha, Milli Vanilli og Pet Shop Boys- Plútó. Svar: Myndir af flestum, sem þú ncfnV’ hafa verið á límmiðum Æskunnar■ Myndir af Mikkjáli og Tomma bárust áskrifendum í vetur, aðrar í fyrra °S hittifyrra. Kim skreytir miða se>" sendir verða í haust, einnig Minogue, Kiver Phoenix, Marily" Monroe, James Dean; að ógley>ndn Lindu Pétursdóttur og Sálinni hans Jóns míns. . . Aðdáendur 5tefáns Kæri Æskupóstur! Ég þakka mjög gott blað. Mig langar til að spyrja þig hvoh til sé aðdáendaklúbbur Stefáns Hilnl arssonar? Norsk stelpa vill gjarna eignaS pennavini á aldrinum 14-15 ara' Áhugamál hennar eru: Kettir, dans> lestur, ljóðagerð og margt fleira. HU*J heitir Elisabeth Olsson og á heima a Knivskjell v. 62, 4320 Hammersak- Norge. Kópavogsbúi. Svar: Stefán á marga aðdáendur cn veit ekki til að komið hafi verið a aðdáendaklúbbi hans. ég P1 24 ÆSKAH

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.