Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1989, Side 30

Æskan - 01.06.1989, Side 30
„Svo er ég skræfa og enginn þolir mig. Vinkonur mínar eiga miklu meira dót en ég. Pabbi er alltaf reiður og mamma líka. Ég er hallærisleg og stel frá mömmu og pabba. Ég græt mörgum sinnum. . ÖsKubuska í fjölskyldunni Kæra Æska! Ég er 11 ára stelpa og ég veit varla hvað ég get gert. Mamma og pabbi reykja bæði og ég er byrjuð að reykja. Ég er látin vinna skítverk og geri mikið en systur mínar tvær sofa og borða hjá stelpum. Yngri systir mín er 10 ára og hefur 30-40 sinnum borðað og sofið hjá stelpu. En ég hef tvisvar borðað hjá stelpum en sex sinnum sofið hjá þeim. Svo er ég skræfa og engin þolir mig. Vinkonur mínar eiga miklu meira dót en ég. Pabbi er alltaf reiður og mamma líka. Ég er hallærisleg og stel frá mömmu og pabba. Ég græt mörgum sinnum. Mamma segir að ég segi allt vitlaust og hún hatar mig. Um daginn meiddi systir mín sig og þau urðu áhyggjufull. Svo meiddi ég mig og þeim var sama. Hvað get ég gert? Ég er hrædd og skammast mín. Ein hrœdd. P.s. Viltu birta bréfið. Ég er svo geðveik orðin. Systir mín segir stundum að ég sé öðruvísi en aðr- ir. Svar: liréf þitt lýsir miklum einmana- leika og vonbrigðum með stöðu þína í fjölskyldunni. Það virðist eins og þér finnist þú sett hjá í öllu tilliti. Einnig efast þú um ást foreldra þinna í þinn garð. Margt af því sem þú nefnir cru hlutir sem allar fjölskyldur þurfa að glíma við í daglegu tífi. Þar á e'g við t.d. verkaskiptinguna á heimilinu og hvernig reglur eru settar um það sem má og má ekki. Fjölskyldan er okkar skóli í mannlegum samskiptum og þar lœrum við einnig aðferðir til þess að takast á við tífið og okkur sjálf. Þess vegna skiptir framkoma for- eldra við börn sín ákaflega miklu máli. Foreldrarnir eru kennar- arnir íþessum skóla. En nemend- urnir, í þessu tilfelli börnin, bera tíka ábyrgð á náminu og hvað þau velja úr fari foreldranna sem fyr- irmynd þegar þau hafa vit og þroska til. Viðbrögð þín við erfiðleikunum í fjölskyldu þinni, þ.e.a.s. að reykja og stela eru mjög óhagstœð og alvarleg. Þetta eru viðbrögð sem koma verst niður á sjálfri þér og sjálfsálitinu hjá þér síðar. Reyndu að ná til foreldra þinna á jákvœðari hátt. Segðu foreldrum þínum frá því hvernig þér tíður. Þú getur tíka sýnt þeim bréfið þitt í blaðinu og svarið. Ef þú treystir þér ekki í þetta þá er tíka mögu- leiki að leita aðstoðar hjá Ungl- ingaráðgjöfinni í Reykjavík, starfsfólki á heilsugœslustöð eða félagsmálastofnun í byggðarlagi þínu. Fjölskylduráðgjöf getur oft komið að gagni þegar samskiptin innan fjölskyldunnar cru komin í hnút og einhver einn einstakling- ur farinn að þjást vegna þess. Ósýnileg stelpa Kæra Æska! Ég á við smá-vanda að etja- Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák sem er með rner * bekk. Vandamálið er það að hann virðist alls ekki taka eftir mer- Svo á ég vinkonu. Við erum oft | saman og í skólanum. Hann talar í bara við hana og lítur varla á mtg- | Kæra Æska, hvað á ég að gera | svo að hann taki eftir mér? | P.s. Hvað geturðu lesið úr skrift' j inni? % Þökk fyrir og vonandi verðm S þetta birt sem fyrst því að m*? bráðvantar svar. £ | Ein ráðþrota. | Svar: : Trúlega hefur þessi strákW | meiri áhuga á vinkonu þinni e" i þér. Ég held að þú eigir ekkert | vera að reyna að vekja athyS i hans á þér á þessu stigi. Það Sct í ur bara gert þig asnalega í aug,,,n 'i hans. Koma timar og koma ráð- í Strákar eru oft seinni til 1" í stclpur í þessum efnum og e,^a 'i crfiðara með að tjá hug sinn e" | þœr. Stelpur gœtu því alveg rááS | ar látið strákunum eftir að s,n'^ l þessum málum og sleppt þvl 30ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.