Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1989, Page 7

Æskan - 01.08.1989, Page 7
Bænir barna Eftiifarandi bænir birtust í 2. tbl. Víðförla á þessu ári en í því riti erfjallað um málefni kirkjunnar og trúarleg efni. Útgefandi er Skálholt. Þessi fororðfylgdu: „Börn eru ekki með málalengingar þegar þau tala við Drottin. Þaufela honum það sem liggur þeim þyngst á hjarta og bænarefnin eru margvísleg, samt svipar þeim saman, svo sem eins og hjörtunum. Víðförla bárust þessar minnilegu þýðingar bænafrá börnum víðsvegar um heiminn,frá lesanda sem ekki lætur nafns síns getið.“ Góði Guð. Vertu með okkur þegar við tókum okkur í skólanum Svo að enginn meiði sig. Og hjálpaðu okkur að rífast ekki nteðan við erum að leika okkur. (Frá Ástralíu) ■Kæri Jesús. Eg er mjög ánægður með að Vera á þessu barnaheimili þótt e§ eigi engan pabba, enga mömmu, systur eða bróður. Samt er ég ekki einn af því að eg fann þig. ^akka þér fyrir að senda fólk ól að hjálpa okkur til að kaupa mat, og annað sem við þurfum. % elska þig, Jesús. (Prá Filippseyjum) 9óði Guð. ng er veikur. yiltu láta mér batna í hægra auganu? ^g sé svo illa og það ^arf að skera mig upp. 8 er hræddur en ég veit að þú ert hjá mér. þakka þér fyrir, Guð. (Frá Finnlandi) Góði Guð. Mér líður svo vel af því að ég veit að þú ert alls staðar. Ég þarf ekki að segja meira. (Frá Svíþjóð) Drottinn, ég bið þig að hjálpa þeim sem misstu húsin sín, uppskeruna sína og allt sem þeir áttu. Hjálpaðu mér líka í skólanum, og ekki bara mér heldur líka vinum mínum. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefíð okkur. Drottinn, ég bið fyrir aumingja pabba. Hann vinnur svo mikið og reynir allt hvað hann getur til að hjálpa mömmu og okkur börnunum. En kaupið hans er svo lágt að hann getur ekki gert allt sem hann langar til að gera fyrir okkur. Hjálpaðu okkur að vera góð börn sem elska hann og hughreysta svo að hann treysti á þig. Við erum viss um að bráðum lagast allt. Drottinn minn. Þú segir að við eigum að elska hvert annað. Við biðjum þig, Jesús, forðaðu okkur frá stríðinu og láttu þá skilja svo að þeir viti hvað þeir eru að gera. Ég bið þig af því að ég veit að þú getur gert allt. Amen. (Frá Puertó Ríkó) Góði Guð. Hjálpaðu öllum sem eru skildir útundan í heiminum. Hjálpaðu þeim sem ekki geta skroppið inn í eldhús og fengið sér samloku. (Frá Ástralíu) Almáttugi Guð. Sum okkar hafa lært að hata þá sem ganga í öðruvísi skóla en við. Sum okkar hafa kastað steinum í börn, bara af því að þau fara í öðruvísi skóla og öðruvísi kirkjur. Fyrirgefðu okkur, Faðir, allt hið ranga sem við höfum sagt og gert. Hjálpaðu okkur til að lifa og búa hvert með öðru og til að muna að þú ert Faðir okkar allra. Hjálpaðu fólki í öllum löndum að elska óvini sína, eins og vini sína. Amen. (Frá Norður-írlandi) (Frá Líberíu) (Frá Brasilíu) Æskan 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.