Æskan

Volume

Æskan - 01.08.1989, Page 28

Æskan - 01.08.1989, Page 28
Árni Einarsson uppeldisfræðingur: ÞER VAR GEFIÐ VIT Ekki drekka það frá þér! Líklega hafið þið flest séð auglýsingu í sjónvarpi eða heyrt hana í útvarpi, nú eða rekist á veggspjald (t.d. hér í Æsk- unni), þar sem segir að í raun og veru verði menn bara fullir og vitlausir af að drekka áfengi en hvorki skemmtilegri eða eitthvað þaðan af betra en venju- lega. Flestir þeirra sem neyta áfengis breytast í framkomu. Sumir verða örari en ella, aðrir daufari og svo framvegis. Við vitum hins vegar ekki að hve miklu leyti það er vegna áhrifa áfengisins eða hvort það er vegna þess að fólk er svo visst um að framkoman hljóti að breyt- ast að það hreinlega breyti henni í sam- ræmi við það án þess að gera sér grein fyrir því. Það er líka hugsanlegt að sumir þeirra sem drekka áfengi noti það sem skýringu eða afsökun á ýmsu sem þeir gera. Til að skýra þessar breytingar er sagt að slakni á hömlum þegar áfengis er neytt. Ýmsar hömlur eru gagnlegar og nauðsynlegar, t.d. þær sem felast í því að hafa stjórn á sjálfum sér. Sumar þeirra eru meðfæddar en aðrar þurfum 28 Æskan | við að læra og temja okkur. Lítið barn | getur t.d. komið í ógáti við heitan ofn | og brennt sig. Þegar það kemur seinna | að ofninum varar það sig á hættunni, | jafnvel þó að það kunni að vera freist- I andi að snerta hann aftur. Þannig er | það líka í samskiptum okkar við annað | fólk. Við lærum smám saman með aldr- | inum að hemja okkar eigin langanir og | taka tillit til annarra. | Með hömlum eigum við líka við ýms- | ar óþægilegar tilfinningar, s.s. feimni 1 og minnimáttarkennd. Sumir eiga veru- | lega erfítt vegna þessara tilfinninga og | vilja gera allt til að losna við þær. | Heilinn stýrir orku okkar og því sem | við gerum. Strax og áfengi berst til heil- | ans truflast starfsemi hans meira eða | minna. M.a. truflar áfengi þær stöðvar í | heilanum þar sem ýmsar mikilvægar | hömlur eiga aðsetur. Af þeim sökum | fara margir að hegða sér öðruvísi en | þeir eru vanir. Þeir sem venjulega eru | ákaflega rólegir og kurteisir verða e.t.v. | æstir og ruddalegir. Sumir eru dags | daglega svo feimnir að þeir þora varla I að yrða á annað fólk en þegar þeir hafa | drukkið áfengi verða þeir stundum svo | málglaðir og framhleypnir að þeir verða | nánast óþolandi. Svona mætti lengi te^a | og vafalaust þekkja flestir fólk sern | breytist á einhvern hátt í framkomu vi | að drekka áfengi. | Fólki gengur misvel að hemja áfeng' | isdrykkju sína og vara sig á þessum | áhrifum áfengisins og fer stundum y^r | „mörkin“ eins og kallað er, þ.e. gerir | eitthvað sem alls ekki er viðeigandö | hættulegt eða glæpsamlegt. Margir sja | eftir slíku ævilangt. Þetta gerist þegar | fólk hefur drukkið svo mikið áfengi a | það hefur litla eða enga stjórn á höm | unum. | Líklega ætlar enginn sem drekkur | áfengi að drekka frá sér vitið. Vandinn 1 er hins vegar fólginn í því að áfengi er | vímuefni. Þegar það er drukkið slaknaf | smám saman á hömlunum án þess 3 | fólk geri sér grein fyrir því. Það á þesS | vegna erfitt með að átta sig á hven*r | það hefur drukkið of mikið og getur þ'1 | ekki alltaf hætt tímanlega þó að það ha 1 | ætlað sér það í upphafi.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.