Æskan - 01.08.1989, Page 35
121 Reykjvík.
Snyrtifræði
og RitarasKólinn
Ágæti Æskupóstur!
Ég vil byrja á því að þakka fyrir
ágætt blað og þá sérstaklega Æsku-
póstinn því að hann er eftirlætisefni
mitt í Æskunni. Mig langar til að
biðja þig um að svara nokkrum
spurningum um framhaldsnám.
Svörin gætu orðið til þess að ég (og
kannski aðrir) gæti loks ákveðið að
hverju ég sný mér eftir nám í 9.
bekk.
1. Hvert er inntökuskilyrði í Skrif-
stofu- og ritaraskólann?
2. Er aðeins ein braut í skólanum?
3. Hve langt er námið?
4. Hvaða námsgreinar lærir maður á
viðskiptabraut, hagfræðibraut og
málabraut í framhaldsskólum?
5. Er nám á þessum brautum ein-
göngu undirbúningur fyrir frekara
nám eða veitir stúdentspróf frá þeim
einhver réttindi?
6. Hvað tekur nám í snyrtifræði lang-
an tíma og hvers konar förðun er
kennd?
7. Er hægt að læra hand- og fótsnyrt-
ingu hér á landi?
8. Hvernig afla ég mér upplýsinga
um erlenda skóla þar sem kennd er
snyrtifræði?
Með þökkum fyrirfram,
Kata.
Svör:
1. 18 ára aldur og grunnskólapróf eða
annað samsvarandi.
2. -3. Námstími er tveir vetur. Kennt
er frá septemberbyrjun til maíloka
- en einnig er hœgt að nema frá því í
janúar til síðari hluta júlímánuðar.
Fyrri veturinn stunda allir sama nám
en þann síðari greinist það í tvö svið,
fjármála- og sölusvið. Nemendur
skólans sérhœfa sig í skrifstofustörf-
um og fá góða þjálfun til þeirra. Upp-
lýsingar um námið eru veittar í s.
(91-) 10004.
4. Námsgreinar eru margar og ráðlegt
að afla sér upplýsinga í þeim skóla
sem nemandi hyggst stunda nám í.
5. Það er undirbúningur fyrir nám á
háskólastigi.
6. -8. Snyrtifrœði er löggild iðngrein.
Hún er kennd í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Námið tekur fimm annir
- tvo og hálfan vetur. Til að fá rétt-
indi í greininni þarf jafnframt að
vinna á snyrtistofu í tíu mánuði sam-
kvœmt samningi við snyrtimeistara.
Að loknu bók- og verklegu námi er
tekið sveinspróf. Margir munu hafa
áhuga á þessu starfi en snyrtistofur
eru fremur fáar. Því er ekki auðvelt
að „komast á samning“.
Kennd er öll algeng förðun; undir-
stöðu- og andlitsförðun; förðun fyrir
daglegt líf og kvöldforðun. Hœgt er
að nema haitd- og fótsnyrtingu hér-
lendis en ekki fótaaðgerðir.
Félag íslenskra snyrtifrœðinga (s.
26099) er aðili að alþjóðasamtökum.
Skólar verða að hljóta viðurkenningu
þeirra til að geta menntað fólk í
snyrtifrœðum - svo að mark sé tekið
á. Samkvœmt upplýsingum Ingibjarg-
ar Andrésdóttur, formanns félagsins,'
eru þeir skólar, sem þú nefndir í bréf-
inu, ekki á skrá yfir viðurkenndar
námsstofnanir.
Úr ýmsum áttum
Æska mín góð!
Þökk fyrir mjög góð blöð. Ég sendi
þér spurningar, ábendingar og upp-
lýsingar!
1. (Spurning) Á hvaða braut eða í
hvaða skóla þarf maður að fara til að
verða snyrtifræðingur?
2. (Spurning - beiðni) Viltu vera svo
væn að birta nokkur heimilisföng
bandarískra unglingablaða? Maður
verður æfa sig í ensku. . .
3. (Ábending) Hvernig væri að birta
myndir af Hófí, Lindu, Önnu Mar-
gréti, Hugrúnu Lindu og fleiri feg-
urðardrottningum er þær voru á
fermingaraldri?
4. (Spurning - beiðni) Gætuð þið
geflð einhverjar upplýsingar um fólk-
ið sem leikur í þáttunum Santa Barb-
ara?
5. (Upplýsingar) Nokkur heimilis-
föng aðdáendaklúbba frægs fólks:
Paula Abdul,
do Siren Records,
61 Portobello Road,
London Wl, England.
Patrick Swayze, do PMK,
8436, West 3. Street, Suite 650,
Los Angeles, CA 90048, U.S.A.
Inxs, c/o Apco Records,
75 Rockefeller Plaza,
New York, NY 10019, U.S.A.
Rob Lowe,
do Tim Wood, 8672 Lookolit Mt.,
Los Angeles, CA 90045, U.S.A.
Charlie Sheen, do Jeff Ballard,
4620 Caster Avenue,
211 Sherman Oaks, CA 91403, U.S.A.
Madonna,
2 East 54 Streeet, New York,
NY 10022, U.S.A.
Bon Jovi Secret Society,
PO Box 4843, San Fransisco,
CA 944101, U.S.A.
Tom Cruise, Creative Artists,
1885 Century Park East, Suite 1400,
Los Angeles, CA 90067, U.S.A.
6. (Kveðjustund) BLESS,
Inga Heiða,
Miklabœ, 565 Hofsós.
Svar:
1. Sjá svar við öðru bréfi.
2. Því miður höfum við aðeins póst-
fang enskra barna- og unglingablaða.
Sjá greinina: „Að skrifast á. . .“
3. Það gœti verið gamait.
4. Tekið til athugunar.
5. Þökkfyrir upplýsingarnar!
Æskan 35