Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1989, Síða 44

Æskan - 01.08.1989, Síða 44
Ferðalangar í Frakkafurðu Ferðasaga verðlaunahafa í samkeppni Æskunnar °9 Barnaútvarpsins - Sigríðar Indriðadóttur og Qísla Einars Árnasonar. — Síðari hluti. 44 Æskan . að borða fyrir okkur líka" Við vöknuðum snemma í alveg ynd- islegu veðri 30. maí. Á dagskránni var ferð til Heidelbergs og nú fengum við miklu skiljanlegri leiðsögumann heldur en daginn áður. Við fórum ásamt fleiri ferðamönnum í rútu eftir hraðbrautinni. Það er um eins til eins og hálfs tíma akstur frá Frankfurt til Heidelbergs. Þegar til Heidelbergs kom byrjuðum við á að skoða lítillega elsta hluta borg- arinnar, sáum háskóla og námsmenn (sem er einkennandi fyrir borgina) og heimsóttum því næst hinn eina sanna Heidelbergkastala. Þar eyddum við miklum hluta morg- unsins. Við fengum leiðsögn um kast- alann og skoðuðum þar m.a. vínkjallar- ann. I honum er að finna stærstu tunnu sem við höfðum nokkurn tímann séð. Hún er 8 m há og 9 m löng. í henni er hægt að geyma 221.726 lítra! Auk tunnunnar sáum við líka margt annað gamalt sem var tengt kastalalífinu fyrr á öldum. Veðrið var ótrúlega gott, alveg eins og hina dagana. í hádeginu borðuðum við inni á litlum veitingastað rétt við kastalann og eftir matinn fórum við aft- ur í bílinn og lögðum af stað heim. Við höfðum bara ekið örfáa metra þegar smá hitaskúr gerði vart við sig og þótt- umst við þar heppin. . . Þegar við komum aftur til Frank- furtar var klukkan ekki nema fjögur- Þess vegna var tilvalið að fara aðeins í bæinn því að þar biðu okkar í röðum heilmargar verslanir og útimarkaðir- Það var einmitt í þessari verslunarferð sem við sáum athyglisverðan stað, þriggja hæða sportvöruverslun þar sem allt var til sem þarf til íþróttaiðkana. I því vöruhúsi dvöldumst við lengi þð ekki væri til annars en skoða það sem til var. Þennan dag var veðrið allbreytilegf sólskin, skýjað, þrumur og rigning, en samt var alltaf jafnhlýtt. Um kvöldið borðuðum við á notaleg um matsölustað sem var innréttaður líkt og spænskur húsagarður. Þjónust- an þar var mjög góð, svo góð að það við að þjónarnir byðust til að borða fyr' ir okkur líka! Við tókum leigubíl heim á Altea- Þegar þangað kom settumst við niðor og ræddum málin, skrifuðum líka h)a

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.