Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1990, Side 11

Æskan - 01.10.1990, Side 11
nöfnin á öllum kúnum í fyrrasumar. Það var gaman. Þá hafði Pétur verið með mömmu á Hofi allt sumarleyfið þeirra. í heilan mánuð. Pétur varð aftur hryggur er hann hugsaði um það. Þá hafði verið svo gaman en nú var svo leiðinlegt. Pétur fór líka í hesthúsið með Árna. Reið- hestarnir voru inni. Þarna voru Stjarni, Skjóni, Vinur og Blakkur. Blakkur var sér- stakur vinur Péturs. Hann var svartur'á litinn en Árni sagði að hann væri hrúnn. Pétur skildi þaö ekki alveg. En Blakkur var góður hestur og Pétur fékk alltaf að ríða honum þegar hann var í sveitinni. Blakkur var svo þaegur. Pétur klappaði honum á flipann og Blakkur nuddaði hausnum vinalega upp við hann. Blakkur pekkti hann því að hann var vitur hestur. Það var í hesthúsinu sem Pétur fékk hugmyndina. hessi hugmynd vr að vísu dálítið galin og það sem Pétri datt í hug var voðalega ljótt. Hann ætlaði að taka Blakk og strjúka hurt úr sveitinni. Pétur var viss urn að hann gæti alveg gert þetta. Blakkur var svo sterkur að hann gæti örugglega horið hann alla leið til Reykjavíkur. Þá myndi mamma kannski sjá að Pét- ur vildi alls ekki vera einn í sveitinni. Pétur tók á- kvörðun. Hann ætlaði að gera þetta og það strax í kvöld. Hjartað harðist í brjóstinu er hann hugsaði um þetta. Það var voðalega ljótt að stela Blakk. En ef hann sleppti Blakk í Reykjavík þá hlyti hann að rata heint aftur. Blakkur var svo vitur. Þegar Lísa og Pétur voru háttuð um kvöldið og Inga frænka var húin að láta þau fara með bænirnar sínar þóttist Pétur sofna strax. Hann var ákveðinn í að strjúka um leið og Lísa væri sofnuð. Þá ætlaði hann að læðast út úr húsinu, taka Blakk og fara á honum alla leið heim til Reykjavíkur. Lísa reyndi að tala við Pétur en hann þóttist sofa. Hann langaði dálítið til að tala við Lísu en hann mátti ekki gera það nú. Lísa var skemmtileg. Hún átti mik- 'ð af bílum og Batmanblöðum þó að hún væri stelpa. Pétri fannst erfitt að halda sér vakandi. Hann var yoðalega syfjaður en hann gafst samt ekki upp. Loks- >ns var hann viss um að Lísa væri sofnuð. Hún and- a&i þannig. Pétur laumaðist hljóðlega fram úr rúminu °g klæddi sig. Það var dálítið erfitt að láta ekkert hljóð heyrast en það tókst. Hann opnaði hurðina of- nrhægt. Pétur heyrði að Inga og Árni voru að tala Saman inni í sínu herbergi. Hann hélt niðri í sér and- anum er hann laumaðist fram hjá dyrunum þeirra. Pétur komst út án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Úti var bjart en það var rigningarúöi í loftinu og það fór hrollur um Pétur. Honum var heldur ekk- ert um þokuna sem var að læðast niður fjallshlíðina. Hann langaði mest til að hætta við og skríða aftur upp í hlýtt rúmið. En hann gerði það ekki. Hann tók á sprett og hljóp eins og fætur toguðu alla leið í hesthúsið. Hann opnaði hurðina hægt og leit inn. Það var dimmt í húsinu. Hann þorði ekki að kveikja. Hestarnir stóðu rólegir hver á sínum stað. Blakkur var fremst. Það var hálfgerður óhugur í Pétri en samt varð honum rórra er hann var kominn inn og búinn að taka utan um hálsinn á Blakk. Hann náði í beisli og gekk vel að beisla hestinn. Hann hafði oft gert það áður. Blakkur elti hann, ljúf- ur og góður, út úr hesthúsinu. Pétri var um og ó. Hjartað barðist hratt í brjósti hans. Mamrna yrði áreið- anlega reið, Inga frænka yrði reið. Allir yrðu reiðir við Pétur. Það sem hann var nú að gera var ljótt. En hann hætti samt ekki við. Eftir nokkrar tilraunir tókst honum að klifra á bak á Blakk. Hann reið honumm berbaka því að hann var ekki viss um að hann gæti lagt á hann hnakk. Hann mátti heldur engan tíma missa. Ef Inga eða Árni sæju að hann var farinn úr rúminu, hvað þá? Hann þorði ekki að hugsa um það. Hann leit í kringum sig. Hvergi var hreyfingu að sjá. En hann var ósköp ein- mana. Hann blotnaði líka strax í regninu og leit illu auga á þokuna sem læddist nær og nær bænum. Pétur lagði af stað. Hann þorði ekki að fara eftir veginum. Ilann var svo hræddur um að einhver sæi til sín. Honum leið illa. Það var ekki gaman að stelast svona. Nú var hann að svíkja Ingu, Árna og Lísu. Hann var búinn að stela Blakk og var að strjúka úr sveitinni. FRAMHALD ÆSKAN 11

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.