Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1990, Side 15

Æskan - 01.10.1990, Side 15
- Maður reynir að gera sitt besta hverju sinni. Hún getur ekki stillt sig um að hlæja líka. Þetta leit út eins og hún hefði verið að reyna að veiða hann, athuga hvon hann væri montinn. En hann hafði séð við henni. - Hvað er þetta þarna niður frá? spyr Edda allt í einu og bendir á rauðmálað hús sem stendur á stórri túnspildu, rétt utan við kjarrivaxið landið. - Ég veit það satt að segja ekki. Ég hef stundum ver- ið að velta því fyrir mér. Ætli þetta séu ekki fjárhús eða eitthvað svoleiðis? - Eigum við að róa þangað og gá? Gerum það! Hemmi er alveg til í það og tekur til við að róa. Stundarfjórðungi seinna taka þau land neðan við húsið. Þau draga bátinn upp á grasbala svo að hann fari hvergi á meðan þau staldra við. Hemmi er dálítið móður eftir róðurinn. Hann reri líka fullhratt. Hann fer úr jakkanum og skilur hann eftir í bátnum. Það glittir á svitaperlur á enni hans. Þau þurfa að ganga upp svolítinn halla áður en þau koma inn á túnið. - Þetta er hesthús, segir hann þegar þau koma nær og bendir á hófaför í moldarflagi. - Það fer ekki á milli mála. - Ég býst við að einhver sem á bústað hér í nágrenn- inu sé með hesta. Húsið er nokkru stærra en það sýndist úr fjarlægð. Það er klætt bárujárni. Hemmi gengur rakleiðis að stórri hurð. Enginn hengilás er fyrir. Hann opnar dyrnar og rekur höfuðið inn. - Ekkert hross, segir hann og lítur á Eddu. Líklega em þau komin í hagagöngu núna. Hún gáir líka aðeins inn og svo loka þau dyrunum aftur. Þau ganga fyrir næsta horn og sjá þá aðrar dyr. Þær em líka ólæstar. Það er stór hlaða. Dálítið af heyi er enn eftir inni. - Komum inn! segir Edda og áhuginn leynir sér ekki. Mig langar til að snerta heyið aðeins. Það minnir mig á gömlu, góðu dagana þegar ég var í sveit. Þau fleygja sér í stóran haug, sem hefur verið leystur úr stabba, og skellihlæja þegar þau lenda í honum. Ryk- þyrlast upp. Það sést vel í birtunni sem streymir inn um ótal rifur. - Viltu slást við mig? spyr Hemmi og leggur aðra hönd sína yfir Eddu. Var það ekki venja að slást í heyinu * sveitinni? Sterkur líkami hans heldur henni fastri. Henni finnst gott að vera í greipum hans. Líður vel. Finnst hún ömgg. - Ertu að reyna við mig? spyr hún hreint út. Honum bregður svolítið við þessa hreinskilni. Fyrst verður hann alvarlegur á svip en síðan læðist bros fram á varir hans. - Eins og þú vilt. Augu hans em full af áhuga. - En ertu viss um að ég kæri mig nokkuð um það? Hana langar til að draga þetta svolítið á langinn. , ^ Hjartað er farið að slá örar. Henni finnst hún vera að lifa eina af merkilegustu stundum lífs síns. Hemmi horfir beint inn í augu hennar og brosir, full- ur af sjálfstrausti. Hann telur sig líklega hafa hana í 4r hendi sér. — Má ég kyssa þig? spyr hann og beygir sig yfir hana. - Nei! svarar hún snöggt og bítur saman varirnar. Honum bregður, hörfar lítið eitt til baka. Hún skellir upp úr þegar hún sér svipinn á honum. ,, Hún nýtur þess að hafa slegið hann út af laginu. - Heyrðu, þú mátt það núna, segir hún svo með lok- uð augu og bendir með vísifingri á varir sér. Stutt þögn. Glott á vömm hennar. Ringulreið í svip I hans. ^ Hann beygir sig hægt niður. Varir þeirra mætast. Þetta er eins og í dagdraumunum hennar. Ótrúlegt! Henni finnst yndislegt að finna hann svona nálægt sér. Finna heitar varirnar. Finna júnínóttina. Finna lífið. Hann verður svolítið ágengari. Fyrst reynir hún að | ( streitast aðeins á móti, langar til að hægja á ferðinni, vinna tíma til að hugsa málið, en svo finnur hún hvernig hún bráðnar í höndum hans. Hún er sjálf búin að koma sér í þetta. Ekkert annað * * skiptir máli þessa stundina en að njóta þess að vera í örmum hans. Þetta er draumur sem hana óraði ekki fyrir að myndi rætast. *1 Það er jafnvonlaust fyrir hana að ætla að streitast á móti eins og fyrir mennskan mann að stöðva nýhafið gos í Heklu. Hún er á valdi örlaga sinna. ÆSKAN 15

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.