Æskan - 01.10.1990, Síða 22
ir af Langanesi í þessari hljómsveit og
Reykjavík.
- Er einhver munur á því aó spila fyrir fólk
úti á landi og í Reykjavík?
Jón: Já, það er eins og svart og hvítt að
spila á sveitaböllum eða á vínveitingahúsi í
Reykjavík. Á sveitaböll kemur fólk í þeim
fötum sem því dettur í hug en hér í Reykja-
vík koma allir í sparifötunum. Stemmning-
in er því öil önnur. Það eru ekki miklir
diskóboltar úti á landi. Þar spilum við
meira af rokki og þar þykir ekki tiltökumál
að fólk fari á ball í lopapeysu.
Þorsteinn: Hvernig er það annars með
þig Sigga? Þolir þú ekki mánudaga?!
Sigga: Nei, en ég skána strax við
þriðjudaga!
Þorsteinn: Og elskarðu ekki stuð og
helgarfríi?! - Ég bara spurði...!
- Fóruð þió í sumarfrí?
Þorsteinn: Ég fór í sumarfrí til Vest-
mannaeyja, Eiður til útlanda, Sigga til út-
landa, Grétar til útlanda, Einartil útlanda...
Jón: Og ég fór til Þórshafnar.
Þorsteinn: Og síðan alveg niður á
torg...
Stjórnin
á stórsýningum
platínuplötu!
- Er önnur plata á leiðinni?
Eiður: Það er óráðið en það er stefnt að
því.
Sigga: Kannski næsta vor.
Hvað er fram undan hjá Stjórninni?
Sigga: Við verðum á Hótel íslandi, leik-
um þó ekki eins mikió og við gerðum í
fyrra. Við ætlum að hægja örlítið á okkur í
\ vetur til að hvíla okkur og hvíla aðra.
I Húsfeður
/ og tónlistarkennarar
- Vinnið þið við eitthvaó annað en að vera í
Stjórninni?
Einar Bragi: Ég er tónlistarkennari f
Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi.
Jón: Ég er heimavinnandi húsfaðir milli
^ þess sem ég spila og kenni á gítar í gítar-
skóla í Breiðholti. Þar kenni ég tvo tíma á
viku.
Eiður: Ég kenni á blokkflautu.
Þorsteinn: Ég er í skóla.
^ ^ Eiður: Hann er að læra að verða læknir
hvort sem þið trúið því eða ekki! Mynduð
þið vilja láta þennan mann lækna ykkur?!
Þorsteinn: Já, ef þau væru í vondu
skapi!
- Finnst ykkur skrýtin tilfinning að verða
alit f einu þekkt?
Eiður: Ég finn satt að segja ekki fyrir
+ því að ég sé frægur. Athyglin beinist mest
að Siggu og Grétari. Ég segi fyrir mig að ég
er ánægður með að vera ekki mjög þekkt-
ur.
i
Einar Bragi: Það eru aðallega krakkar
sem taka eftir okkur.
Sigga: Fólk fylgist svolítið með manni
og það er mikið hringt í okkur.
Eiður: Ef krakkar eru bara að hringja til
að hringja þá er betra að sleppa því.
Sigga: Sumir eru mjög ókurteisir.
Jón: Það hringja margir og biðja uni
eiginhandaráritanir en það er erfitt fyrir
okkur að senda slíkt um allt land. Fólk aetti
frekar að reyna að hitta á okkur þegar við
erum á ferðinni um landió á sumrin. Við
þurfum annaðhvort að koma okkur upp
aðdáendaklúbbi eða þá að fólk verður að
bíða eftir að við komum.
Eiður: Þetta er stundum mikið tillits-
leysi. Það er eins og menn geri sér ekki
grein fyrir því að við erum bara venjulegt
fólk.
Sigga: Stundum er ónæði að þessu. En
- Hvað hafið þið æft lengi fyrir sýninguna,
Rokkað á himnum?
Sigga: Við æfðum í þrjár vikur. Fyrst
æfðu sig söngvarar og hljómsveit í eina
viku, síðan var æft með dönsurum og síð-
ustu vikurnar voru sviðsetningar æfðar.
Sýningin verður líklega fram á vor eða eins
lengi og fólk kemur til að horfa á hana.
Þorsteinn: Ég spila ekki á trommur í
þessari sýningu. Það er Birgir Baldursson
sem er yfirtrommuleikari þar. En allir aðrir
í Stjórninni spila á sýningunum.
- Hefur Stjórnin spilað á fleiri sýningum?
„Já, já. Við höfum spilað á sýningunni
Rokkskór og bítlahár á Bítlasýningunni, í
Rokkóperum og fleiru. Stjórnin hefur tekið
þátt í öllum sýningum sem Hótel Island
hefur sett upp eða að minnsta kosti ein-
hverjir úr Stjórninni.
- Hvað tók undirbúningurinn að plötunni
ykkar langan tíma?
Eiður: Hann tók ekki langan tíma. Við
tókum plötuna upp á rúmum mánuði. Við
undirbjuggum okkur í tvær vikur áður. Frá
því ákveðið var að koma út plötunni og
þar til hún kom út liðu tveir mánuðir. Yfir-
leitt tekur slíkt hálft ár.
Seldist platan vel?
Einar Bragi: Síðast þegar ég frétti hafði
hún selst í 7.400 eintökum.
Þorsteinn: Þá hljótum við að fá plat
pá kom margt tólk og henti í okkur blómum. Það hélt að við værum ekki með nógan farangurl'
22 ÆSKAN