Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1990, Side 4

Æskan - 01.10.1990, Side 4
Kötturínn hefur níu //77 Kisa - eigandi Jón P. Kristinsson. Ljósmynd: JPK. Hafið þið heyrt talað um að kettir „hafi níu líf"? hannig er stundum tekið til orða því að þeir hafa undraverðan hæfileika til að sleppa lifandi þó að þeir falli úr mikilli hæð eða lendi f einhverjum öðrum hremmingum. Ef við lyftum ketti og látum hann detta getum við gengið að því vísu að hann lendir á fótunum. (Það er óþarfi að reyna ...) í færeyska Barnablaðinu var nýlega sagt frá athugun tveggja bandarískra dýralækna á 182 köttum sem komið hafði verið með á dýrasjúkrahús. Þeir höfðu fallið af þökum eða svölum í mikilli hæð - 2-32 metra. Þeir kettir, sem fallið höfðu af þriðju eða fjórðu hæö, meiddust lítið eða ekkert. Meiðslin voru alvarlegrigi við hverja hæð þar fyrir ofan upp að áttundu hæð. Þeir sem af henni féllu létust eða voru aflífaðir vegna þess að þeir höfðu lemstrast. En kettir sem fall- ið höfðu úr mikilli hæð, jafnvel 32 ,B metrum, meiddust lítið! Hvemig fara kettir að? Ketti er ósjálfrátt að beygja sig í öll- um liðum og lenda mjúklega. Hann er liðugur og ótrúlega sterkur. Þess vegna getur hann snúið sér í loftinu og kom- ið niður á fjóra fætur. Merkilegast er þó að hann notar líkama sinn sem eins konar fallhlíf! Þegar köttur fellur eykst fallhraðinn í því sem næst 100 km/klst. (Menn falla hraðast á 200 km/klst.) Þeim hraða er náð ef hann fellur vegalengd sem jafngildir fimm hæðum í húsi- Hraðinn eykst ekki meir; fallhraðinn er hinn sami þó að hæðirnar verði tíu. Meðan hraðinn eykst getur kötturinn ekki einbeitt sér. Hann spennir allar taugar og vöðva og kemur harkalega niður. Þess vegna meiðist hann. Þegar fallhraðinn er hættur að aukast teygir kötturinn fæturna út og svífur á nokk- urs konar loftpúða! Það dregur úr ferð- inni. Þetta er væntanlega arfur fra þeim tíma í fyrndinni þegar villikettir stukku grein af grein. Fer sínar eígin leiðir Það er hægt að venja hund þannig að hann hlýði hverri bendingu. En aldrei kött! Hann verður ekki taminn betur en hann sjálfur kærir sig um. Hann fer sínar eigin leiðir. Kötturinn smjaðrar aldrei. Þegar hann kemur og heiIsar eiganda sínum við dyrnar skynja allir að hann er að gera honum greiða. Kötturinn kemur stökkvandi með rófuna sperrta þegar lykli er snúið i skrá. En ætíð virðulegur og sjálfstæður. Hann lætur sér ekki til hugar koma að hringsnúast á gólfinu eins og hundur gerir gjarna. Nei, kötturinn malar og nýr sér upp við eigandann. Hreyfingin gefur öllum Trína 3 mánaða (aftar) og Tommi 3 ára (síamsköttur) á gangi í garðinum... 4 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.