Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1990, Side 17

Æskan - 01.10.1990, Side 17
Ég vildi líka gjarna að meira yrði fjallað um íslenskar hljóm- sveitir en gert hefur verið. Mér finnst íslenskar hljómsveitir standa jafnfætis erlendum. Einnig vil ég þakka fyrir að Cuðmundur Jónsson var feng- inn til að svara aðdáendum sín- um. Ég ítreka að hljómsveitir eru annað og meira en söngv- arinn. Mér finnst öðrum hljóm- sveitarmönnum gerð alltof lítil skil. Með þökk fyrir birtinguna, lnga. Svar: Tillaga þín er allrar athygli verð. Við munum kanna möguleika á að hrinda henni í framkvæmd. Við skýrðum umsjónarmanni p°ppþáttar frá bendingu um kynn- 'ngu á íslenskum hljómsveitum. Pennavinir enn Saelir, allir krakkar! Mig langar mjög mikið til að e'gnast erlenda pennavini. Öll heimilisföng eru því vel þegin. Linda Agnarsdóttir, Fossnm, Landbroti, tttiO Kirkjubœjorklfíiistri. Kæra Æska! Gætir þú ekki birt nöfn á bandarískum og áströlskum unglingablöðum? Gætir þú haft Æskuvanda á fleiri blaðsíðum en verið hefur? Kristín S. Siguröardóttir 12 ára, Sólheimatungu, 311 Rorgarnes. Svar: Vænlegt til árangurs er að senda bréf til alþjóðlegra pennavina- klúbba. Sjá 7. tbl. Æskunnar 1990 - bls. 52, dálk lengst til vinstri! Fjölbreytninnar vegna fær þáttur- inn ekki meira rými en að undan- förnu. En hann er í hverju blaói og hefur verið um skeió ... Kæri Æskupóstur! Hvernig getur maður fengið pennavini í San Marínó, And- orra, Liechtenstein, Mónakó og á Grænlandi? Má skrifa á ensku? Ein áhugasöm um pennavini. Svar: Sendu beiðni til alþjóðlegs pennavinaklóbbs. Já, skrifa má á ensku. íslenskir aðdáendaklúbbar Kæra Æska! Ég hef tvær spurningar: Viljið þið birta heimilisföng íslenskra aðdáendaklúbba? Getið þið látið stundatöflu merkta Æskunni fylgja blaðinu? Klikkuð. Svar: Við vitum ekki til að hér á landi starfi aðdáendaklúbbar hérlendra hljómsveita, leikara eða íþrótta- manna ... Við óskum eftir upplýsing- um um slíka klúbha. Við höfum sent stundatöflur með Æskunni - fyrir nokkrum árum. Við eigum enn til fáein eintök og skul- um senda þeim sem þess óska. Ekki í ruslafötuna! Hæ, hæ, Æska! Við erum tvær tólf ára telpur úr Grafarvoginum. Við vonum að bréfið lendi ekki í ruslaföt- unni! Okkur langar til að spyrja spurninga: 1. Getið þið ekki látið fylgja Æskunni dálitlu fínni límmiða og fleiri en verið hefur? Ekki einungis límmiða með mynd- um af alls konar fólki (þeir eru svo Ijótir). 2. Getið þið ekki haft stærri pennavinadálk? Það komast of fáir að. 3. Getið þið birt fróð- leiksmola um Cliff Richard og veggmynd af honum; einnig veggmynd af köttum (helst síamskisum)? 4. Getið þið ekki birt eitt- hvað um ketti, tamda og/eða talandi páfagauka - og kengúr- ur og fleiri skemmtileg dýr? Við erum algjörlega á móti því að nöfnum á erlendu söng- fólki og leikurum sé breytt í ís- lensk nöfn. Tvœr Svar: 1. Við teljum okkur hafa gert all- vel við áskrifendur með því aó láta prenta límmiða með myndum af ýmsu dáðu fólki. Það hafa margir þakkað. Ekki er líklegt að við látum útbúa annars konar límmiða. Þó skulum við velta þessu fyrir okkur. 2. Við kappkostum aó hafa efni blaðsins fjölbreytt. Þess vegna höf- um við fremur smækkað letrið í dálkunum. Margir komast aó og engu er hent. Alltaf verður einhver bið. Bréf, sem bárust eftir 18. októ- ber, var ekki unnt að taka með efni þessa tölublaðs þvi að setningu var þá lokió. Þau hirtast því ekki fyrr en í 10. tbl. - í desember. 3. Umsjónarmaður Poppþáttar, Jens Kr. Guðmundsson, hét því í 7. tbl., á bls. 24, að fróðleiksmolar um Cliff yrðu birtir í Sögu rokksins. Hún hefur verió rakin í þættinum frá og með því töluhlaði. Vonandi líkar ykkur veggmyndin af kettinum ... 4. Þú skrifaðir bréflð áður en frá- sögn af hinum talandi - og hugs- andi! - páfagauki Alexi birtist - í 8. tbl. Vera kann að röðin komi síðar að kengúrum og öðrum sérstæðum og skemmtilegum dýrum. Við munum stafsetja nöfn frægs fólks að íslenskum hætti þegar þau eiga sér hliðstæðu í máli okkar - í virðingarskyni við móðurmálið og hið fræga fólk! Unglingarnir í hverfinu Kæra Æska! Er von á nýrri syrpu um ung- lingana í hverfinu? Er hægt að fá þættina keypta hjá Sjónvarp- inu til einkanota? DJH Svar: Verió er að vinna við nýja þætti og verða þeir sýndir hér strax og vinnslu lýkur. Ekki er unnt að segja til um hvenær það verður. Þættirn- ir eru ekki seldir til einkanota. (Aðrar fyrirspurnir og beiðnir hafa verið teknar til athugunar, DJH) Stjórnin Hæ, hæ, Æska! Ég vona að þetta verði birt því að ég hef skrifað tvisvar áður og það hefur ekki komist í blaðið. Ég bið ykkur um kynn- ingu á öllum í hljómsveitinni Stjórninni, ekki einungis Siggu og Grétari. Líka væri gaman að fá slíka kynningu á öðrum ís- lenskum hljómsveitum. Matta í Eyjum. Svar: Nú ertu nokkru nær um Stjórnina. Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir bréfin! Það er gaman að vita að ykkur líkar efni blaðsins vel. Ég met það mikils þó að ég birti ekki þakk- arorð ykkar. Er ekki eitthvað að frétta af fé- lagsstarfi - eða einhverju því sem þið, lesendur góóir, takið ykkur fyr- ir hendur? ÆSKAN 1 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.