Æskan - 01.10.1990, Side 23
auðvitað talar maður við þá sem eru kurt-
eisir. Sumir krakkar eru dónalegir, hringja
og skella á.
Eruð þið orðin leió á aó vera mikið í við-
tölum eins og til dæmis eftir Evrósjón keppn-
ina?
Einar Bragi: Það hefur bitnað mest á
Siggu og Grétari.
Sigga: Það var mest um þau eftir
keppnina. Þá fannst okkur við vera að
segja sama hlutinn aftur og aftur.
„New Kids
on the Block
hörmuleg hljómsveit!"
- Hverjar eru eftirlætis hljómsveitir ykkar og
söngvarar?
Einar Bragi: Ég hef ekki dálæti á neinni
sérstakri hljómsveit. Ég held upp á Tínu
Turner og djasstónlist.
Eiður: Prefab Sprout og Thomas Dolby.
Það eru tíu ár síðan ég átti eftirlætis hljóm-
sveit. En Queen er mjög heit.
Þorsteinn: Já, það hvín í Queen!
Jón: Flest okkar eiga allar plöturnar
með Queen.
Eiður: Og flest okkar hafa gaman af
Peter Gabríel og Sting.
Þorsteinn: Við Jónsi njótum rokks, Aer-
osmiths og Whitesnakes.
Jón: Eftirlætissöngvarinn minn er David
Lee Roth.
Sigga: Þegar ég var yngri hélt ég upp á
ákveðnar hljómsveitir. En þegar maður eld-
ist þá kann maður betur að meta alls konar
tónlist.
Þorsteinn: Það er eiginlega öll tónlist
skemmtileg nema Rick Astley, hip-hop-lög
og kántrítónlist. Og þú mátt hafa það eftir
mér að New Kids on the Block er hörmu-
legasta hljómsveit í heimi. Ef Rick Astley
og New Kids on the Block stofnuðu sam-
eiginlega hljómsveit þá yrði hún jafnban-
Wen og kjarnorkusprengja!
Sigga: Ég hef ekki hlustað á New Kids
on the Block að neinu ráði.
Gæludýr
Stjórnarinnar
- Eigið þið gæludýr?
Sigga: Já ég á lítinn hvolp sem heitir
Tína. Hún er núna að reyna að drekka
málningu heima hjá mér!
Þorsteinn: Ég á þrettán ára gamlan kött
sern heitir Leó.
Jón: Hann heitir eftir súkkulaðinu Leó.
Þorsteinn: Nei, nei. Súkkulaðið heitir
1*
*1
„Við hljótum að fá platplatínuplötu!“
eftir honum eftir að hann - kötturinn - tók
við fyrirtækinu! Hann er mjög stór og þar
sem Leó þýðir Ijón fannst mér við hæfi að
skíra hann því nafni. Leó lítur ekki út eins
og köttur heldur eins og hestur. Þetta er
eini kötturinn sem ég veit um að þyki gam-
an að fara í sturtu!
Eiður: Ég á kött sem heitir Mjása og er
rúmlega eins árs.
Einar Bragi: Ég á tvo ketti. Annar er
þrettán ára og er hjá foreldrum mínum.
Hinn er angóruköttur sem heitir Sparta.
Sigga: Ég vil líka geta þess að hvolpur-
inn minn er vitlaus í pitsur!
Þorsteinn: Með pepperóni og hvít-
lauksolíu?! - Kötturinn minn, Leó, neitar
að borða nokkuð annað en ýsu. Honum
finnst kattamatur jafnömurlegur og mér
finnst New Kids on the Block.
Eiður: Já það er ein hljómsveit í viðbót
sem við hötum. Milli Vanilli.
„Þeir eru hörmulegir!" heyrist í hinum.
Þorsteinn: Það jafnast á við verstu
pyntingar að hlusta á Milli Vanilli.
Einar Bragi: Mér finnst Guns n' Roses
vonlausir.
Þorsteinn: Það er bara af því þú ert svo
hræddur við þá! Þú þorir ekki að hlusta á
þá!
- Gætuð þið hugsað ykkur að hætta í
hljómsveit og fara aó gera eitthvað annaó?
Jón: Já mig langar til að styðja við reku
hjá Reykjavíkurborg eða Akureyrarbæ. Það
er mjög gaman að leggja skólpræsi, held ég.
Þorsteinn: í alvöru þá gæti ég alveg
hugsað mér að hætta að starfa sem tónlist-
armaður og hafa tónlistina bara sem á-
hugamál. Þegar maður vinnur lengi við
eitthvað, alveg sama hvað það er skemmti-
legt, þá getur það orðið þreytandi.
Eiður: Ég held að við eigum það öll
sameiginlegt að vilja helst hætta að spila
svona mikið á dansleikjum og spila meira
á tónleikum. Gera eitthvað alvarlegt.
Jón: Frekar myndi ég gera ekki neitt en
hætta í tónlist. Ég ætla aldrei að hætta að
spila.
- Fyrir hvaða aldurshóp er Stjórnin?
Sigga: Alla aldurshópa, þetta eru lög
fyrir flesta.
Þorsteinn: Amma er hrifin af Stjórninni.
Líka litlu frænkur mínar en ekki Leó.
Finnst ykkur þreytandi aó spila um hverja
helgi?
Sigga: Við vorum orðin nokkuð lúin í
haust þegar hringferðin var búin.
Eióur: Það er miklu erfiðara að leika úti
á landi heldur en í Reykjavík. Því fylgja
svo mikil ferðalög. Spilamennskan er
minnst þreytandi. Rútuferðirnar eru þreyt-
andi. í sumar bilaði rútan til dæmis alltaf
nema tvisvar!
- Viljið þió segja eitthvað að lokum?
Sigga: Mjólk er góð.
Einar Bragi: Einhver verður nú hávað-
inn.
ÆSKAN 23