Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Síða 36

Æskan - 01.10.1990, Síða 36
Heimsókn utan úr geimnum Eftir Kára Svavarsson 10 ára. Uppfinningamaðurinn Rikki (Rík- harður) var mjög þekktur í Reykjavík en ekki mjög virtur. Starfsfélagar hans voru hættir að trúa honum og einnig venjulegt fólk. Tíu eða ellefu sinnum hafði hann logið til um nýjar og merkilegar uppgötvanir sem hann hefði gert. Þá höfðu allir rokið upp til handa og fóta. Þegar starfsfélagar Rikka komust að því að þet'ta var gabb urðu þeir fúlir og sárir og sáu ekkert fyndið við þetta en hann ætlaði að springa úr hlátri. Þessi saga fjallar um skringilegan ^ en mjög merkilegan atburð. Einn góð- T an veðurdag fór Rikki í vinnuna um I kvöld. Hann vann fram eftir því að hann var að vinna við allrahanda-upp- þvotta-og-fleira-í-þeim-dúr-húshjálpar- vélmennið sitt. Það átti að vera tilbúið daginn eftir að ósk borgarstjórans. Seint um kvöldið var hann alveg að sofna og ráfaði því fram í eldhús til að fá sér kaffi. „Það heldur mér vakandi,“ sagði hann um leið og hann (hálfsofandi) hellti upp á könnuna. Allt í einu heyrðist óskaplegur há- vaði og kaffið helltist út um allt. Eld- húsið lyftist upp. En skyndilega hætti allt. Eftir skamma stund öðlaðist Rikki kjark til að líta út um gluggann. Og þá sá hann dálítið sem fékk hann til að gapa. Hann horfði agndofa út um gluggann. Fyrir utan, í garðinum hans, var djúp, breið hola og eitthvert lýsandi fyrirbæri lá á botninum. Rikki þaut út og leit á hlutinn. Allt í einu byrjaði hann að hreyfast. Hann lyftist upp úr holunni og settist á gras- ið. Út úr hólfum á fyrirbærinu komu hátalarar. „Góðan daginn, jarðarbúi!" heyrðist X úr hátölurunum. „Við komum fra stjörnuþokunni Andrómedu. Við átt- um leið fram hjá jörðinni en urðunt eldsneytislausir og hröpuðum til jarð- ar. Flaugin okkar gengur fyrir blýi og okkur var sagt að það væri að finna ( hér. Við vorum heppnir að lenda á stað sem hefur blý en okkur vantar felustað og húsið þitt er tilvalið. Mætt- um við dveljast hjá þér á meðan við erum að leita að blýi.“ Rikki vissi varla af fyrr en hann var » búinn að segja já. „Allt í lagi. Við komum þá út núna.“ „Hviss,“ heyrðist og dyr opnuðust á geimflauginni. Mikill reykur gaus I ► upp og skyndilega komu fjórar undar- legar verur í ljós. Rikki bauð þeim inn í húsið. Þegar inn var komið stakk hann upp á því að verurnar geymdu * f farið sitt í gömlum skúr sem var nokk- uð langt í burtu. Enginn átti hann og enginn kærði sig um að eiga hann. Hann var því tilvalinn felustaður fyrir flaugina. Síðan dró hann fyrir alla 11 glugga og sagði við geimverurnar að hann þyrfti að skreppa út. Hann þaut til starfsfélaga sinna og vakti þá með köllum og látum. „Hvað gengur á?“ spurðu þeir. ^ „Ég er búinn að finna geimverur!" æpti hann. Starfsfélagarnir, sem voru hálfsof- andi, glaðvöknuðu. „Nei, nei, heyrðu mig nú!“ sögðu II þeir. „Þú hefur oft leikið þennan leik." „En .. en ..“ stundi Rikki. Það var augljóst að enginn trúði honum. Einn var þó dálítið tortrygginn. „Hér er eitthvað grunsamlegt a seyði,“ hugsaði hann. Þegar Rikki fór, mjög vonsvikinn, 40 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.