Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1990, Side 42

Æskan - 01.10.1990, Side 42
Randver Þorláksson leikari svarar aðdáendum „Páfagaukurirm Pási er eftirlætisleikarinn minn!" Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur í Reykjavík, nánar til- tekið í Vesturbænum, 7. október 1949. Hvar ólstu upp? Ég ólst upp í Vesturbænum og síðar var ég svo lánssamur að flytjast inn í Bústaðahverfi - hverfi Víkings sem er mitt íþróttafélag ... Lékstu oft í skólaleikritum? Já, ég gerði það. Eru einhverjir ættingjar þínir leikarar L eða leikhúsfólk? I Faðir minn hefur unnið f Þjóðleik- húsinu næstum frá opnun þess. I Hvert var fyrsta hlutverk þitt? 1 Æ, það er orðið svo langt síðan, líklega í Jeppa á Fjalli sem leikið var fyrir langa löngu í Þjóðleikhúsinu. Hvar lærðir þú leiklist? í leiklistarskóla sem tengdur var Þjóðleikhúsinu en er ekki starfræktur k lengur. í staðinn er kominn Leiklistar- „Mig langar til að hitta eiginmann Margrétar Thatcher. Ég held að honum leiðist svo mikið ..." skóli íslands sem ríkið rekur. Fannst þér það erfitt nám? Þegar ég var í skólanum var hann reyndar bara kvöldskóli, milli 5 og 7 að mig minnir, en þó fannst mér það erfitt. Er erfitt að komast í leiklistarskóla? Já. Mér skilst að inntökupróf standi yfir í nokkrar vikur, síðan er valinn 16 manna hópur og síðar er „grisjað" enn meir þar til fimm eða sjö eru eftir. Þeirra bíður fjögurra ára nám. Er erfitt að fá vinnu sem leikari? Já, leikurum hefur fjölgað mikið. Margir hafa lokið námi hér á landi að undanförnu og einnig erlendis. I raun- inni þolir markaðurinn ekki þessa fjölgun og margir Iifa engan veginn á tekjum af leiklistinni eingöngu, þvf miður. Hvar hefur þú starfað sem leikari? Á þeim stöðum þar sem leiklist er mest stunduð ... í Þjóðleikhúsinu, Sjónvarpinu, Útvarpinu, Iðnó ... og Ifka hjá frjálsum leikhópum, t.a.m- Crfniðjunni og Alþýðuleikhúsinu. Hver eru helstu áhugamál þín önnur en leiklist? Æ, þau eru allt of mörg ... Fiski- veiðar, tónlist og - eins og fegurðar- drottningarnar segja - ferðalög og úti- líf. 46 ÆSKAN mm

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.