Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1990, Blaðsíða 22
ir af Langanesi í þessari hljómsveit og Reykjavík. - Er einhver munur á því aó spila fyrir fólk úti á landi og í Reykjavík? Jón: Já, það er eins og svart og hvítt að spila á sveitaböllum eða á vínveitingahúsi í Reykjavík. Á sveitaböll kemur fólk í þeim fötum sem því dettur í hug en hér í Reykja- vík koma allir í sparifötunum. Stemmning- in er því öil önnur. Það eru ekki miklir diskóboltar úti á landi. Þar spilum við meira af rokki og þar þykir ekki tiltökumál að fólk fari á ball í lopapeysu. Þorsteinn: Hvernig er það annars með þig Sigga? Þolir þú ekki mánudaga?! Sigga: Nei, en ég skána strax við þriðjudaga! Þorsteinn: Og elskarðu ekki stuð og helgarfríi?! - Ég bara spurði...! - Fóruð þió í sumarfrí? Þorsteinn: Ég fór í sumarfrí til Vest- mannaeyja, Eiður til útlanda, Sigga til út- landa, Grétar til útlanda, Einartil útlanda... Jón: Og ég fór til Þórshafnar. Þorsteinn: Og síðan alveg niður á torg... Stjórnin á stórsýningum platínuplötu! - Er önnur plata á leiðinni? Eiður: Það er óráðið en það er stefnt að því. Sigga: Kannski næsta vor. Hvað er fram undan hjá Stjórninni? Sigga: Við verðum á Hótel íslandi, leik- um þó ekki eins mikió og við gerðum í fyrra. Við ætlum að hægja örlítið á okkur í \ vetur til að hvíla okkur og hvíla aðra. I Húsfeður / og tónlistarkennarar - Vinnið þið við eitthvaó annað en að vera í Stjórninni? Einar Bragi: Ég er tónlistarkennari f Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi. Jón: Ég er heimavinnandi húsfaðir milli ^ þess sem ég spila og kenni á gítar í gítar- skóla í Breiðholti. Þar kenni ég tvo tíma á viku. Eiður: Ég kenni á blokkflautu. Þorsteinn: Ég er í skóla. ^ ^ Eiður: Hann er að læra að verða læknir hvort sem þið trúið því eða ekki! Mynduð þið vilja láta þennan mann lækna ykkur?! Þorsteinn: Já, ef þau væru í vondu skapi! - Finnst ykkur skrýtin tilfinning að verða alit f einu þekkt? Eiður: Ég finn satt að segja ekki fyrir + því að ég sé frægur. Athyglin beinist mest að Siggu og Grétari. Ég segi fyrir mig að ég er ánægður með að vera ekki mjög þekkt- ur. i Einar Bragi: Það eru aðallega krakkar sem taka eftir okkur. Sigga: Fólk fylgist svolítið með manni og það er mikið hringt í okkur. Eiður: Ef krakkar eru bara að hringja til að hringja þá er betra að sleppa því. Sigga: Sumir eru mjög ókurteisir. Jón: Það hringja margir og biðja uni eiginhandaráritanir en það er erfitt fyrir okkur að senda slíkt um allt land. Fólk aetti frekar að reyna að hitta á okkur þegar við erum á ferðinni um landió á sumrin. Við þurfum annaðhvort að koma okkur upp aðdáendaklúbbi eða þá að fólk verður að bíða eftir að við komum. Eiður: Þetta er stundum mikið tillits- leysi. Það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir því að við erum bara venjulegt fólk. Sigga: Stundum er ónæði að þessu. En - Hvað hafið þið æft lengi fyrir sýninguna, Rokkað á himnum? Sigga: Við æfðum í þrjár vikur. Fyrst æfðu sig söngvarar og hljómsveit í eina viku, síðan var æft með dönsurum og síð- ustu vikurnar voru sviðsetningar æfðar. Sýningin verður líklega fram á vor eða eins lengi og fólk kemur til að horfa á hana. Þorsteinn: Ég spila ekki á trommur í þessari sýningu. Það er Birgir Baldursson sem er yfirtrommuleikari þar. En allir aðrir í Stjórninni spila á sýningunum. - Hefur Stjórnin spilað á fleiri sýningum? „Já, já. Við höfum spilað á sýningunni Rokkskór og bítlahár á Bítlasýningunni, í Rokkóperum og fleiru. Stjórnin hefur tekið þátt í öllum sýningum sem Hótel Island hefur sett upp eða að minnsta kosti ein- hverjir úr Stjórninni. - Hvað tók undirbúningurinn að plötunni ykkar langan tíma? Eiður: Hann tók ekki langan tíma. Við tókum plötuna upp á rúmum mánuði. Við undirbjuggum okkur í tvær vikur áður. Frá því ákveðið var að koma út plötunni og þar til hún kom út liðu tveir mánuðir. Yfir- leitt tekur slíkt hálft ár. Seldist platan vel? Einar Bragi: Síðast þegar ég frétti hafði hún selst í 7.400 eintökum. Þorsteinn: Þá hljótum við að fá plat pá kom margt tólk og henti í okkur blómum. Það hélt að við værum ekki með nógan farangurl' 22 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.