Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Síða 15

Æskan - 01.01.1993, Síða 15
fannst ágætt að hætta þegar vel gekk. Ég hætti í 1. deild 1990 en samt spilaði ég með Stjörnunni í sumar, einfaldlega vegna þess að mig langaði til að þreyta til. Núna tel ég mig vera endanlega hættan í fótbolta þótt ég leiki eitthvað með „old boys“ í Val.“ HLÉDRÆGUR OG FEIM- INN UNGLINGUR Við hættum umræðum um knatt- spyrnu og ég spyr Þorgrím hvernig æska hans hafi verið, gagnfræða- og menntaskólaárin. „Ég hef ákveðna tilhneigingu til að gera grín að sjálfum mér þegar ég rifja upp æskuárin vegna þess áð mér finnst ég hafa verið svo seinþroska! Ég varfrekar hlédræg- ur og feiminn unglingur og það er fyrst núna sem það er að „skólast" af mér. Gagnfræðaskólaárin átti ég í Ólafsvík og það var mjög eftir- minnilegur tími. Ég eignaðist góða vini og mun búa að því alla tíð. Ég var í M.R. frá 1975 til 1980. Mér þótti svo gaman að ég var þar í fimm árl! Ég féll í íslensku og var því tvisvar í 4.bekk. Menntaskóla- árin voru mjög eftirminnileg og þá sérstaklega samskipti mín við Guðna rektor sem er einstakur maður. Ég féll annað slagið á jóla- prófum og þá þurfti ég að tala við hann og hann skammaði mig í bak og fyrir. Svo kenndi hann mér einn vetur og ég held að hann hafi kunnað ágætlega við mig þrátt fyr- ir skammirnar. Við áttum mjög skemmtileg samskipti. Hann hló að því hvað ég hafði lélegan tón- listarsmekk og gerði oft grín að mér.“ - Hvenær ákvaðstu að verða blaðamaður? „Ég segi alltaf: „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Ég trúi því að örlögin ráði mikið ferðinni. Ég dvaldist í París árið 1983 og þá var ég beðinn um að skrifa grein fyrir Frjálst framtak. Ég hafði áður unnið þar sem bílstjóri. Eftir að ég kom heim frá París langaði mig til að reyna mig sem blaða- allan leikinn. Þess vegna var sætt að sigra. Sárasta tapið var líklega þegar KR vann Val á Valsvellinum, 3-0, árið 1988. Það gerði það að verkum að við misstum af íslands- meistaratitlinum." - Hvað fannst þér skemmti- legast við fótboltann? En leið- inlegast? „Þegar maður lítur til baka var félagsskapurinn það skemmtileg- asta, brandararnir, keppnisferða- lögin, fíflaskapurinn, sturtuhúmor- inn! Mér fannst ekkert leiðinlegt við fótboltann nema kannski það að menn lögðu sig ekki nóg fram. Því miður er oftast einhver sem svindlar á æfingum og það skemmir fyrir liðinu.“ - Hvenær og af hverju á- kvaðstu að hætta f knatt- spyrnu? „Ég ákvað að hætta árið 1990. Þá var ég fastamaður í landsliðinu og bikarmeistari með Val. Mér gekk ágætlega það sumar og mér „Félagsskapurirw varþað skemmtilegasta, brandararnir, slurtuhúmorinn..." „ég vart.d. í glímu, hlaupi, sundi, spjútkasli, fótbolta og körfubolta..." spjóti fyrir FH og Ármann og varð reyndar bikarmeistari með FH í frjálsíþróttum árið 1988. - Er knattspyrna eina íþrótta- greinin sem þú hefur æft að ráði? „Jaa... ég byrjaði að læra karate þegar ég fluttist til Reykjavíkur og það var mjög lærdómsríkt. Ég hef í rauninni prófað tíu til fimmtán íþróttagreinar og þær hafa flestar verið skemmtilegar en ég hef bara tekið fótboltann alvarlega." - íhugaðirðu að gerast at- vinnumaður? „Nei, ég var „varnarsleði" og þeir eiga erfitt með að gerast at- vinnumenn. Auðvitað dreymdi mig um það eins og flesta aðra ... Ég fór reyndar til Þýskalands árið 1984 til reynslu í viku með úrvals- deildarliðinu Nurnberg en það gekk ekki nógu vel. Ég er í rauninni alveg sáttur við það að hafa bara spilað hér á íslandi. Mér bauðst hins vegar atvinnumennska í Bergen í Noregi en ég hafði ekki á- huga á því.“ LEIKIR VIÐ KR EFTIR- MINNILEGIR - Hver var sætasti sigurinn og sárasta tapið? „Ég held að sætasti sigurinn hafi verið í bikarúrslitunum gegn Æ S K A N 1 S

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.