Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 17
ekki til. Þegar manni gengur vel má samt ekki gleyma sér í mikilli gleði. Maður verður að vera vak- andi. Ég á margt ólært og á eftir að þroskast mikið á þessu sviði.“ - Hvernig verður næsta bók? „Ég er þyrjaður á skáldsögu fyr- ir fullorðna en hún kemur ekki út á þessu ári. Ég ætla að leggja hana til hliðar í mars og byrja á ung- lingabók. Ég býst við að hún fjalli um 15-16 ára unglinga. Ég er ekki alveg með fastmótaðan söguþráð enn þá en ég er að búa til sögu- hetjur þessa stundina." - Hverjir eru kostir og gallar þess að vera rithöfundur? „Ég tel að það séu forréttindi að hafa hæfileika til þess að skrifa og það er mjög gaman að fá að ráða yfir söguhetjum í bókum, láta ung- linga gera eitthvað sem mig hefur einhvern tíma langað til að gera. Mér finnst mjög þroskandi að skrifa bækur. Helsti gallinn er sá að maður er í sviðsljósinu ef bæk- urnar seljast vel en það er ekkert spennandi. Ég vildi helst vera uppi í sveit í ró og friði á meðan bæk- urnar seljast." - Hvaða bók ertu ánægðastur með? „Ég er ánægðastur með Tár, bros og takkaskó og Bak við bláu augun.“ BEST AÐ SKRIFA Á KVÖLDIN EÐA NÓTTUNNI - Ertu iíkur einhverjum sem þú hefur skrifað um? „Ég er búinn að reyna svo margt að auðvitað er ég líkur ein- hverjum og eflaust geta flestir séð sjálfa sig í einhverjum söguhetjun- um. Ég skrifaði t.d. um knatt- spyrnu og var sjálfur í fótbolta. Vissulega er æskilegt að þekkja umhverfið og það sem maður tekst á við þegar maður er að skrifa. Ég hef verið spurður hvort ég sé að skrifa um sjálfan mig en það er ég ekki að gera.“ - Ef þú ættir að gera upp á milli starfa þinna, hvað mynd- irðu velja? „Ég finn að bækurnar eiga sterkustu ítökin í mér. Þetta er það sem ég uni mér best við þessa stundina og mér finnst lang- skemmtilegast að vinna við. Ég á vonandi eftir að skrifa tugi bóka áður en yfir lýkur.“ - Við hvaða aðstæður finnst þár best að skrifa? „Mér þykir best að skrifa seint á kvöldin eða á nóttunni með kertaljós, helst einn uppi í sveit. Þegar maður er að skrifa þarf maður helst að vera einn með sjálfum sér.“ - Þú sagðir áðan að þú hefðir verið í Parfs í nokkurn tíma. Af hverju fórstu þangað? „Ég var orðinn leiður á sjálfum mér og íslandi. Eftir að ég lauk stúdentsprófi vissi ég ekkert hvað ég átti að læra eða gera svo að ég seldi bílinn minn og lifði á þeim peningum í París í einn vetur. Þar fór ég í Sorbonne-háskóla til að læra frönsku. Ég var þarna til að lifa lífinu fjarri ísiandi og reyna eitthvað nýtt. Þetta var ógleyman- legur vetur. Þegar maður er einn lærist að treysta á sjálfan sig. Ég held að allir hafi gott af því að fara til útlanda um tvítugt og læra að standa á eigin fótum. Ef ég væri 17-18 ára núna færi ég eitthvað sem skiptinemi, kannski til Indlands, Afríku eða Eg- yptalands." - Þú varst að eignast Iftinn strák. Heldurðu að hann stundi fþróttir? „Hann ræður því alveg sjálfur. Ég ætla hvorki að henda fótbolta upp í rúm til Kristófers eða setja hann í ballettskó. Ég las einhvers staðar að maður sé með börnin að láni en eigi þau ekki og ég trúi því að börnunum muni ganga vel í framtíðinni ef maður sýnir þeim hlýju og umhyggju og elskar þau mikið. - Viltu segja eitthvað að lok- um? „Já, ef ég ætti að gefa börnum og unglingum einhver heilræði bæði ég þau að hafa í huga að hver er sinnar gæfu smiður. Langi mann til að reyna eitthvað, gera eitthvað eða verða eitthvað þá á maður að treysta á sjálfan sig og ekki að kenna öðrum um ef illa fer. Maður á að bera sig eftir draum- um sínum, ekki bíða eftir því að tækifærin detti af himnum ofan og berji að dyrum hjá manni. Þeir sem vilja lifa hamingjusömu lífi eiga að vera heilbrigðir, heiðarlegir og réttsýnir, láta áfengi, fíkniefni og sígarettur lönd og leið vegna þess að það er ekkert annað en blekking að leita á náðir slíks. Ég er sannfærður um að áfengi er mesta böl mannkynsins og dauðs- föll, sem tengjast áfengisneyslu á einhvern hátt, eru fleiri en dauðs- föll í heimsstyrjöldunum tveimur. Kjörorð mitt er: „Hver er sinnar gæfu smiður." Fólk ætti að hafa það í huga.“ „Það hefði aldrei hvaflað að mér að égættieftir að gerast biaða- maður eða skrifa bækur. “ Æ S K A N 7 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.