Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 21

Æskan - 01.01.1993, Side 21
í leikhúsum og heimsókn til Leiklistarskólans. í lokin er unnið við leikverk (stundum semja þátttakendur það sjálfir) og það kynnt ættingjum og vinum. Námskeiðsgjald er 9,500 kr. 2. Leikarinn Ríkharður Grieco er fæddur 23. mars 1964 í Watertown í New-York- fylki í Bandaríkjunum. Áhuga- mál hans eru að aka bifhjóli, semja Ijóð og leika á gítar. Hann hefur dálæti á köttum. Faðir hans heitir Dick en móðir Karóiína og er af írskum ættum. Hann stundaði íþróttir af á- kafa á skólaárum sínum og fékk styrk sem afbragðs ruðn- ingsmaður. í háskóla lagði hann stund á stjórnmálafræði en hugðist gerast atvinnumað- ur í knatt-íþróttinni. Þá laust þeirri hugmynd í kollinn á hon- um að safna peningum með fyrirsætustörfum. Þaðan lá leið hans á svið. Hann vakti fyrst athygli i þáttunum Stökk- stræti 21. Veggmynd af honum birtist í 7. tbl. Æskunnar 1992. 3. Við höfum ekki heimilis- fang ítalsks blaðs - en alþjóð- legir klúbbar annast útvegun pennavina um allan heim. Listi yfir þá og upplýsingar um bréfaskipti eru í 6. tbl. Æsk- unnar 1992. Mundu að senda tvö alþjóðleg svarmerki með bréfi. ÍÞROTTIR Hæ, hæ, Æska! Við erum úr Hafnarfirði og þökkum frábært blað. Væri hægt að fá veggmyndir af innlendum eða erlendum knattspyrnuliðum? Við höfum mikinn áhuga á í- þróttum. Gætuð þið haft greinar um erlenda íþróttamenn? Að lokum skrýtla: - Hvað stendur á botninum í sundlaugum í Hafnarfirði? - Reykingar bannaðar! Skotta og Lotta. Svar: Beiðnir verða teknar til at- hugunar. í þættinum Héðan og þaðan (7. tbl. 1992) var sagt frá nokkrum erlendum íþrótta- mönnum. KÖRFUKNATTLEIKUR Kæra Æska! Vilt þú birta veggmynd af Michael Jordan eða öðrum körfuknattleiksmönnum í NBA - eða litla grein um þá. Ég veit um marga stráka sem eru áskrifendur og langartil að fá eitthvað birt um þessa íþrótta- grein. Gísli. Svar: Við verðum við ósk þinni (og margra annarra) í þessu tölublaði. STEFÁN OG SÁLIN Kæra Æska! Þökk fyrir mjög skemmtilegt blað. Viltu svara þessum spurn- ingum?: Eiga Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir fleiri börn en drenginn sem fæddist í sept- ember? Syngur Stefán allt lagið Maí- stjörnuna á disknum Stóru börnin leika sér? Getur hann sungið á svo lágum nótum eða er röddinni breytt í upptökunni? Viltu hafa viðtal við einhvern úr Sálinni og veggmynd af hljóm- sveitinni? Við vitum um marga sem vilja það. Við sjálfar. Svar: Nei. Hann er fyrsta barn þeirra. Hann syngur allt lagið en röddin er „sveigð til“ með brögðum tækninnar... Félagarnir í Sálinni svara spurningum aðdáenda í þessu tölublaði. LÖGFRÆÐI OG ÞRAUTIR Halló, Æskupóstur! Hvað þarf maður að vera lengi í skóla til að læra lögfræði? Mér finnst að taka ætti fram við hverja þraut hvort hún er verðlaunaþraut eða ekki. Þakka mjög gott blað. Es.: Eva og Adam er skemmtileg teiknimyndasaga. Guðrún íris. Svar: Lögfræðinámi í Háskóla ís- lands er yfirleitt lokið á fimm árum. Áður en háskólanám er hafið hafa flestir nemendur verið 14 vetur í skóla... Allar þrautir í Æskunni eru verðlaunaþrautir. Það er tekið fram í hverri þrauta-opnu. AÐDÁENDAKLÚBBAR Hæ, Æska! Ég vil byrja á að segja að Æskan er frábært blað. En getið þið sagt mér hvernig maður kemst í erlenda aðdáendaklúbba - og hvað þarf að borga? Herdís. Svar: Með því að rita bréf til klúbbs (á ensku) og óska eftir að gerast félagi. En rétt er að spyrja áður hvert félagsgjaldið sé (það er afar misjafnt) og hvað fáist fyrir það. Senda verður tvö alþjóðleg svarmerki með bréfi (þau fást á pósthús- um). Sjá 10. tbl. 1992, bls. 23 - og lista yfir aðdáendaklúbba í 8. tbl. bls. 20, 9. tbl. bls. 25 - og 1. og 6. tbl. 1990 (bls. 59, 52). Við sendum Ijósrit lista ef óskað er. STRANDVERÐIR, FLUG- FREYJUR, HESTAR OG KETTIR ... Kæra Æska! 1. Getur þú gefið mér upplýs- ingar um fólkið sem leikur f þátt- unum Strandvörðum? 2. Hvernig getur maður lært að verða flugfreyja? 3. Getur þú gefið mér upplýs- ingar um (eða vísað mér á ein- hvern sem gefur þær) hvernig maður á að annast ketti og hesta og hvar maður getur fengið þau dýr? X28. Svör: 1. Að þessu sinni látum við nægja að nefna David Hassel- hoff fyrirliða strandvarðanna. Hann er fertugur leikari og söngvari. Kona hans heitir Famela. Þau eiga dótturina Taylor Ann þriggja ára og ný- fætt barn (- í október 1992). Davíð er vinsæll í Þýska- landi og hefur haldið fjölda tónleika þar - enda ættaður þaðan. Hann hefur sungið inn á nokkrar þlötur - og leikið í ýmsum framhaldsþáttum. Hann er mikill dýravinur og lætur gjarna taka myndir af sér með dýrum - hestum, hundum og hvítri mús ... Á myndinni, sem hér birtist, er simpansinn Jessie með fjölskyldunni - en hún er líka kvikmyndastjarna! 2. Frá undirbúningi að því að verða flugfreyja (-þjónn) er sagt í 10. tbl. Æskunnar 1992, bls. 23. 3. Til eru bækur sem fræð- ast má af um hirðingu hesta og katta (t.d. Bókin um köttinn - og Kettlingar). Þær fást í bókabúðum. Kattavinafélagið, Stangar- hyl 2 í Reykjavík (s. 91- 672909), veitir ýmsar upplýs- ingar um ketti og útvegar stundum kettlinga. Hestamannafélagið Fákur, Víðivöllum í Víðidal (s. 91- 672166), efnir til reiðnám- skeiða. Starfsmenn félagsins eru fólki á ýmsan hátt innan handar og geta e.t.v. bent því á hvar hestar eru til sölu (skrif- stofutími á vetrum: kl. 14-18). Eflaust er sömu sögu að segja um hestamannafélög víðs vegar um land (- athuga síma- skrá...). Kærar þakkir fyrir bréfin - og að muna eftir að greina frá fullu nafni, aldri og póstfangi. ~ ÆSKU PÚSTUR Æ S K A N 2 1

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.