Æskan - 01.01.1993, Side 24
töwbumbi ■ i.g»nwuiini
Umsjón: Hafþór Kristjánsson 14 ára.
FERDALEIKJATÖLVUR
eru litlar handhægar leikjatölvur sem
hægt er að nota fyrir marga leiki. Þær
eru auðvitað mis-vinsælar og misjafn-
lega öflugar. Margar eru með litaskjá en
aðrar með svart/hvítan eða grænan skjá.
Þær einkennast af því að vera með litla
skjái, örvatakka og skottakka. Hér á
landi eru til margar gerðir. Þær helstu og
vinsælustu eru:
ATARI LYNX
með
16 bita mynd (grafík)
32 bita hijóð
4096 liti
fjögurra rása víðóma („stereo").
Þessi tegund selst mjög vel enda er hún
mög öflug og með afar fjölbreytta liti. ís-
lenskir sjómenn kunna vel að meta hana
til að stytta sér stundir í löngum ferðum.
Þeir tengja oftast saman nokkrar tölvur.
Krakkar fara líka stundum þannig að.
SEGA GAME GEAR
með
8 bita mynd
8 bita hljóð
256 liti
fjögurra rása víðóma.
Þessi tölva er mjög vinsæl þó að hún
seljist ekki eins vel og Lynx. Hægt er að
tengja hana við sjónvarp - en til þess
þarf sérstakan varahlut sem margir
sækjast nú eftir.
Leikurinn er fyrir ÞC-tölvur sem eru með
386,16 eða meira mhz; Vga eða „Super-
Vga“ skjá og helst 4 mb í vinnsluminni.
í leiknum þarf að bregðast fljótt við hætt-
um og hann krefst mikillar einbeitingar.
Ekki komast allir eins langt og þeir helst
vildu ...! Það er kostur hve mikið reynir á
NINTENDQ
LEIK-STRAKURINN
með
8 bita grafískt kort
8 bita hljóð
4 liti
víðóma.
Mjög mikið seldist af þessari ferðaleikja-
tölvu fyrir nokkrum árum - enda voru þá
fáar tegundir til. Margir krakkar eiga því
slíka gerð. Nú kaupa hana fáir enda lítil
eftirspurn eftir svart/hvítri leikjatölvu.
EINN SÁ RESTI
Leikurinn eftirsótti, Commanche, er einn
sá besti sem ég hef nokkurn tíma reynt
mig í. Þetta er þrívíddar þyrluleikur með
mjög nákvæmum myndum af landslagi,
þyrlum og skriðdrekum.
í byrjun er valið um árásir á þyrlu- eða
skriðdrekasveitir - eða hvort tveggja.
Stundum þarf að sprengja olíutanka til
að komast á leiðarenda og þá þarf að
vinna bug á óvinasveitum. Af myndun-
um, sem fylgja, má sjá hve allt er raun-
verulegt í leiknum.
skjót viðbrögð og hugsun.
Leikir, sem eru eins raunverulegir og
þessi, minna líka á hörmungar stríðs.
Þeir hljóta að vekja mann til umhugsunar
um það sem sýnt er í sjónvarpsfréttum
og sagt frá hljóðvarpi og dagblöðum.
SKRIFIÐ
og nefnið hvað þið viljið að fjallað sé um
í þættinum. Ég svara líka fúslega
spurningum um leiki og leikjatölvur.
Hafþór Kristjánsson
Sjávargötu 5,
220 Bessastaðahreppi.
2 4 Æ S K A N