Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1993, Page 27

Æskan - 01.01.1993, Page 27
MEISTARI Michael Jordan er um þess- ar mundir ókrýndur kon- ungur körfuknattleiks- manna. Hann var fyrstur valinn mikilvægasti leikmaður í úrslita- leikjum tvö ár í röð. Hann leiddi lið Chicago Bulls til sigurs í annað skipti í röð í fyrra. Meðalskor hans var þá 34,5 stig - 35,8 í úrslita- leikjunum. Hann hefur sex sinnum orðið stigahæsti leikmaðurinn í deildinni - og jafnar met Wilts Chamberlains ef honum tekst að skora mest allra í vetur. Hann hef- ur skorað sex þriggja stiga körfur í einum úrslitaleik - og með því jafnað fyrra met. Michael er tæplega þrítugur, fæddur 17. febrúar 1963. Hann er 6 fet og 6 þumlungar á hæð -1.98 m - 90 kg. Hann er í flokki fimm bestu varnarmannanna - er sífellt atkvæðameiri undir körfunni en skorar þó í 51.9% af skotum. Hann er ótrúlega snjall á velli og getur brugðið flestu fyrir sig. Hann hefur tvisvar sinnum orð- ið bandarískur menntaskólameist- ari (All American). Hann var í far- arbroddi í liði Norður-Karólínu er það sigraði í NCCA-kepninni 1984 og var í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum sama ár. Hann er meðal þekktustu og virtustu íþróttamanna heims - þykir gefa gott fordæmi einnig utan vallar og vera góð fyrirmynd ungu fólki. Hann hefur verið í fylk- ingarbrjósti samtaka sem hvetja skólanema í Bandaríkjunum, ekki síst þeldökka, til að halda áfram námi og sinna því vel til að búa sig sem best undir lífsstarf sitt. TEIKNAÐU MEISTARANN - OG LÝSTU HONUMí ÖRFÁUM ORÐUM!! SAMKEPPNIÆSKUNNAR OG KRINGLUSPORTS Verðiaun: 1. Nike-skór eins og Michael Jordan notar! 2. -4. Bolir - úr versluninni Kringlusporti 5.-10. Veggmyndir - úr Kringlusporti Hvernig væri að teikna Michael í körfuknattleik - og lýsa því með örfáum orðum hvað þér finnst ein- Miohael Jordan kenna hann sem leikmann? Það er þess virði að reyna því að góð verðlaun eru í boði. Teikningar verða sýndar á vegum Kringlusports í göngum Borgarkringlunnar í Reykjavík. Fólk sem versl- ar þar greiðir atkvæði um þær og lokaniðurstaða bygg- ist á atkvæðum þess og mati sérstakrar dómnefndar. Myndir - og lýsingar- skal senda til Æskunnar, pósthólf 523,121 Reykjavík. Umslagið á að merkja: Meistarateikning. Skilafrestur er til 5. mars nk. Úrslit verða tilkynnt í 3. tbl. Æskunnar sem kemur út 5. apríl. Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.