Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 38
Isíðustu tveimur tölublöð-
um Æskunnar var frá því
sagt hvernig bandaríska
blús-sveitin Doors breytti
svipmóti rokksins 1967.
Doors var fyrsta eiginlega
bandaríska rokkhljómsveitin
(hljómsveitin Byrds var að
vísu áður komin til sögunnar
og réttnefnd fyrsta banda-
ríska „bítlahljómsveitin". En
Byrds-piltarnir fluttu rafmagn-
að þjóðlagapopp frekar en
rokkmúsík).
Doors-kvartettinn var -
ásamt ensku rokksveitinni
Soft Machine - frumkvöðull í
notkun rafmagnsorgels sem
aðalhljóðfæris.
Á fyrstu plötu Doors, sam-
nefndri hljómsveitinni, var
meiri áhersla lögð á söng-
texta en laglínu, öfugt við það
sem áður þekktist í rokki.
Söngvari Doors, Jim Morri-
son, var fyrsta Ijóðskáld
rokksins.
Til viðbótar eigin söngva-
smíðum útsettu Doors í kab-
arett-rokkstíl fertugt þýskt
óperettulag eftir Kurt Weil og
Ijóðskáldið Bertold Brecht.
Þar með braut Doors-sveitin
niður vegg sem áður skildi að
rokkmúsík og sígilda tónlist
(klassík).
Þessi atriði gera það að
verkum að fyrsta plata Doors
er ein af helstu tímamótaplöt-
um rokksögunnar.
Bakgrunnur hljóðfæraleik-
aranna í Doors var óvenju-
legur í rokkmúsík. Hann lá í
menntun í sígildum konsert-
píanóleik, spænskum fla-
mengo-gítarleik og djass-
trommuleik.
Með Doors komu út u.þ.b.
tvær plötur á ári fram að and-
láti Jims Morrisonar 1971.
Hann lést af áfengisdrykkju,
aðeins 27 ára.
Síðustu árin átti Jim heima
í Frakklandi og þar var hann
jarðsettur. Sem alvarlega
þenkjandi Ijóðskáld trúði
hann því að í Evrópu, sér-
staklega Þýskalandi og
Frakklandi, væri heppilegasta
umhverfið til Ijóðagerðar.
Hinir liðsmenn Doors
starfræktu hljómsveitina
áfram um nokkurra ára skeið.
Án Ijóðskáldsins með stirð-
legu blúsröddina var Doors
bragðdauf popphljómsveit.
4 2 Æ S K A N