Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 38

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 38
Isíðustu tveimur tölublöð- um Æskunnar var frá því sagt hvernig bandaríska blús-sveitin Doors breytti svipmóti rokksins 1967. Doors var fyrsta eiginlega bandaríska rokkhljómsveitin (hljómsveitin Byrds var að vísu áður komin til sögunnar og réttnefnd fyrsta banda- ríska „bítlahljómsveitin". En Byrds-piltarnir fluttu rafmagn- að þjóðlagapopp frekar en rokkmúsík). Doors-kvartettinn var - ásamt ensku rokksveitinni Soft Machine - frumkvöðull í notkun rafmagnsorgels sem aðalhljóðfæris. Á fyrstu plötu Doors, sam- nefndri hljómsveitinni, var meiri áhersla lögð á söng- texta en laglínu, öfugt við það sem áður þekktist í rokki. Söngvari Doors, Jim Morri- son, var fyrsta Ijóðskáld rokksins. Til viðbótar eigin söngva- smíðum útsettu Doors í kab- arett-rokkstíl fertugt þýskt óperettulag eftir Kurt Weil og Ijóðskáldið Bertold Brecht. Þar með braut Doors-sveitin niður vegg sem áður skildi að rokkmúsík og sígilda tónlist (klassík). Þessi atriði gera það að verkum að fyrsta plata Doors er ein af helstu tímamótaplöt- um rokksögunnar. Bakgrunnur hljóðfæraleik- aranna í Doors var óvenju- legur í rokkmúsík. Hann lá í menntun í sígildum konsert- píanóleik, spænskum fla- mengo-gítarleik og djass- trommuleik. Með Doors komu út u.þ.b. tvær plötur á ári fram að and- láti Jims Morrisonar 1971. Hann lést af áfengisdrykkju, aðeins 27 ára. Síðustu árin átti Jim heima í Frakklandi og þar var hann jarðsettur. Sem alvarlega þenkjandi Ijóðskáld trúði hann því að í Evrópu, sér- staklega Þýskalandi og Frakklandi, væri heppilegasta umhverfið til Ijóðagerðar. Hinir liðsmenn Doors starfræktu hljómsveitina áfram um nokkurra ára skeið. Án Ijóðskáldsins með stirð- legu blúsröddina var Doors bragðdauf popphljómsveit. 4 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.