Æskan - 01.01.1993, Qupperneq 54
MJÓ OG ASTFANGIN
Elsku Æskuvandi!
Ég er þrettán ára og á við
mörg vandamál að stríða.
1. Ég er 152 sentímetrar á
hæð og 36 kg (þú manst 13
ára).
I 10. tbl. skrifar stelpa sem
kallar sig „Srneyka". Hún er
12 ára og er 41 kg og finnst
það lítið. Hvað á ég þá að
segja?
Ég er dálítið í íþróttum
(ekki góð). Ég er samt best í
knattspyrnu. Eg æfi ekki. Það
er ekki hægt hér.
Stundum hugsa ég: „Ég
verð að fara að borða meira,"
en þegar ég kem að matar-
borðinu fæ ég ógeð og borða
lítið eða ekki neitt. Samt
borða ég stundum þegar gott
er í matinn og þegar ég er
ekki heima en það er ekki oft.
Ég er grindhoruð.
2. Eg er hrifin af strák sem
er 14 ára. Ég hef verið hrifin
af honum síðan 1990. Ég veit
að hann var hrifinn af mér
1990 og 1991 en við þorðum
ekki að spyrja hvort annað
hvort við vildum byrja að vera
saman.
Hann var með annarri
stelpu í sumar. Fyrst var ég
afbrýðisöm en svo reyndi ég
að finna annan strák til að
vera hrifin af. Samt hugsaði
ég bara um hann. Heldur þú
að þetta sé alvöruást? (Ekki
segja bara Nei heldur út-
skýrðu)
3. Eg er mjög bílhrædd
vegna þess að ég lenti einu
sinni í hræðilegu bílslysi. En
ég hugsa oft um hvernig mér
liði ef ástvinur minn dæi. Ég
myndi gráta úr mér augun.
Jæja, þetta ætti að vera
nóg.
Mjóna.
Svar:
1. Holdafar fólks er mjög
mismunandi og fer það oft eftir
ættum. Hvernig er þín fjöl-
skylda? Þú ert greinilega mjög
grönn og það gæti verið eðli-
legt fyrir þig. Það er ekki gott
að segja. Hvað finnst foreldr-
um þínum um hoidafar þitt?
Hafa þeir áhyggjur af þér? Ég
fékk örlítið á tilfinninguna við
lestur bréfs þíns að þú værir ef
til vill óánægð með fæðið
heima og það ógeð, sem þú
talar um, stafaði af því. Ef það
er þannig gætir þú haft áhrif á
það með því að tala við þann
sem eldar á heimilinu eða með
því að stinga upp á hvað á að
vera í matinn og taka þátt í
matargerðinni.
2. Skot, hrifning, ást, al-
vöruást eru allt tilfinningar og
allar jafnalvarlegar í raun. Ég
veit þess vegna ekki alveg
hvað þú átt við með alvöruást.
Það sem þú átt að taka alvar-
lega eru tilfinningar þínar og
það er greinilegt að þessi
strákur höfðar mikið til þín.
Það er líka gott, eins og þú
hefur gert, að láta reyna á til-
finningar til annarra og þreifa
sig þannig áfram. Allt sem þú
lýsir hjá sjálfri þér er mjög
eðlilegt og það er pað sem
skiptir höfuðmáli. A þessum
aldri er ekki alltaf um það að
ræða að tilfinningar séu endur-
goldnar og það verður maður
líka að sætta sig við.
3. Þarna ert þú að glíma við
algengar afleiðingar áfalls. Þú
hefur komist í nálægð dauð-
ans og hugsar um það hvernig
þú mundir taka missi og sorg
ef einhver nákominn þér félli
frá. Það er ekkert óeðlilegt við
það að þú sért hrædd í bíl eftir
svo alvarlegt slys. Eina leiðin
til þess að öðlast öryggi aftur
er að forðast ekki að ferðast í
bíl, tryggja að bílstjórinn sé ör-
uggur og - ef mögulegt er -
segja frá bílhræðslu þinni og
biðja um sérstaka tillitssemi í
akstri.
Að öllu samaniögðu held
ég að það væri gott fyrir þig að
ræða við einhvern sem þú
treystir. Það getur verið ein-
hver heima og það þarf ekki
alltaf að vera eitthvað mjög
merkilegt sem þú hefur að
segja. Það myndi minnka
áhyggjur þínar og hugsanlega
auka matarlystina ef þú gætir
létt meira á áhyggjum þínum
frá degi til dags.
í BÆINN MEÐ MÖMMU!
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég hef ekkert vandamál sem
mig langar til að segja frá en ég
ætla að vona að þú viljir samt
sem áður birta þetta bréf vegna
þess að mig langar til að tala um
það þegar unglingar skammast
sfn fyrir að vera í bænum með
móður sinni, halda að það sé
hallærislegt.
Þannig er að ég var að skoða
eins til tveggja ára blöð af Æsk-
unni. Ég las Æskuvanda í þeim
og rakst á eitt dæmi um það að
stelpa á unglingsaldri skammað-
ist sín fyrir að vera í bænum með
móður sinni. Hún hafði farið með
móðurinni á Laugaveginn og
fannst eins og móðir hennar
héldi að hún væri enn þá litla
telpan sem kæmi að sjálfsögðu
með mömmu í búðina. Stelpan
óttaðist að mæta einhverjum
krökkum úr skólanum og að þeir
gerðu grín að henni, t.d. daginn
eftir í skólanum.
Mér finnst algjört rugl í ung-
lingunum að láta svona. Mér
finnst þeir eiga að nota tækifærið
á meðan þeir geta farið í þæ-
inn/þúðina með foreldrum sínum.
(Þá sjá þeir ekki eftir því seinna
að hafa haldið að það væri hall-
ærislegt)
Sjálf er ég 14 ára og veit hvað
það er að missa annað foreldrið.
Móðir mín lést fyrir ári og ég
sakna þess afar mikið að geta
ekki farið með henni í bæinn.
Ég varð reið og sár þegar ég
las það sem stelpan skrifaði og
ég vil endilega beina þessu til
hennar, þó að vandamál hennar
sé leyst, og til allra sem hugsa
svona. Það er ekki neitt að því
að fara í bæinn með móður sinni.
Og það eru bara óþroskaðar
manneskjur sem gera grín að
því.
Kannski er þetta ekki viðeig-
andi í þáttinn - en ég sendi það
samt.
Hvað lestu úr skriftinni?
!
Svar:
Þakka þér fyrir bréfið. Það
hæfir vel í þátt eins og þennan
að unglingar miðli af sinni eig-
in reynslu eins og þú gerir
núna. Aðrir geta lært af því og
ef til vill farið að hugsa öðru-
vísi.
Það er ekki algengt acI börn
og unglingar, sem hafa misst
foreldra sína, tjái sig um þá
hluti við aðra krakka. Á hverju
ári verður þó nokkur hópur
barna fyrir því að missa annað
foreldra sinna eða báða. For-
eldramissir getur orðið við
dauðsfall eins og hjá þér, við
skilnað foreldra eða þegar
barn er fjarlægt frá foreldrum
af því að þeir eru á einhvern
hátt ekki færir um að hugsa
um það. Foreidramissir veldur
barni jafnan djúpri sorg.
Allir verða einhvern tíma á
ævinni fyrir hörmulegum atvik-
um. Sorgin gleymir engum.
Sumir vinna vel úr sorg sinni
eins og það er kallað. Það
táknar að þora að syrgja, geta
lært að lifa með missinum og
jafnvel orðið sterkari og
þroskaðri persóna en áður.
Einn mikilvægasti þátturinn í
því sambandi er að geta tjáð
S 8 Æ S K A N